Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 59

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 59
FERÐAMÁL Myndin er tekin af Vaiahnúk, þar sem fyrsti vitinn á islandi, Reykjanesviti, var reistur áriö 1878. í jaröskjálftum, sem uröu á árinu 1887, brást undirstaöa vitans, og er varöan viö vinstri brún myndarinnar teifar hennar. Tveimur áratugum siöar var núverandi Reykjanesviti reistur á Bæjarfeiti, á miörimynd. Hús vitavaröarins erþarfyrirneðan. Bæjarfelliöstendur73m yfirsjávarmáli, enupp á vitann eru 249 þrep aö ganga, 152 upp felliö og 97 tröppur inni í vitanum. Úr vitanum þykir mikiö útsýni. Suðurnesjum hefur alltaf verið fyrir hendi, og á hverju ári fjölgar þeim hópum, sem eru á ferð um Suðvest- urland og heimsækja Suðurnes. Naubsynlegt vegasamband Þau eru fjölmörg málin, sem líta þarf til, ef veruleg atvinnuuppbygg- ing á að verða á Suðurnesjum í ferðaþjónustu. Má þar nefna vega- gerð sem eitt afgerandi dæmi. Þau eru sannanlega fá landsvæðin, sem búa jafn illa að vegamálum og Reykjanesiö. Hér er um mjög fjöl- sóttan feröamannastað að ræða, sem væri aðgengilegur allt árið, ef vegurinn frá Þorlákshöfn til Grinda- víkur og áfram um Reykjanes til Hafna og Sandgerðis væri til. Þetta er einn aðalþröskuldurinn í þróun ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Ekki einungis ferðaþjónustu, heldur líka uppbyggingu sjávaratvinnugreina frá Suðurnesjum til Árborgarsvæðis. Með vegasambandi þessu væri að- gengi ferðafólks ríkulega bætt til Suðurnesja. Það háir skipulagi ferðaþjónustunnar, að til og frá Suð- urnesjum er ekki önnur leið fær en um Reykjavík, sem leggur óþarfa fram og til baka akstur á ferðalang- inn. Ferðamólasamtök SuÖurnesja Ferðamálasamtök Suðurnesja (FSS) hafa starfað frá árinu 1984. Á síðastliðnu ári var fyrst ráðinn fastur starfsmaður, ferðamálafulltrúi, til samtakanna. Starfssvið ferðamála- fulltrúans hefur fyrst og fremst verið fólgið í því að efla ferðaþjónustu á svæðinu, gera hana aðgengilegri og aðstoða við verkefnaöflun. I sam- vinnu við sveitarstjórnir er unnið að kynningu á svæðinu og möguleikum þess. Bæði er hér um að ræða ein- stök átaksverkefni innan sveitarfé- laga sem og fyrir heildina. Unnið er að bættu aðgengi ferðamanna að Suðurnesjum. Ferðamálasamtökin efndu til almennra funda sl. vetur á Suðurnesjum um ferðaþjónustumál. Fundirnir voru fjölsóttir, og er greini- legur áhugi fyrir þessum möguleika til uppbyggingar nýrra atvinnutæki- færa. Hver hefði t.d. trúað því fyrir 10, jafnvel 5 árum, að haldin yröi ráð- stefna sérstaklega um eflingu ferða- þjónustu í Grindavík, einum öflug- asta útgerðarbæ landsins? Ný vakning á ferðinni Hér er ný vakn- ing á ferðinni, sem hefst með tilkomu Bláa lónsins. Bláa lónið á eftir að færa bæjarfélag- inu og ferðaþjón- ustunni væna umbun, er fram líða stundir. Veita þarf nýjum hug- myndum brautar- gengi, nýjum fyrir- tækjum umburðar- lyndi og eldri tæki- færi til umsköpun- ar. Það er einu sinni svo, að tekjur af ferðamönnum dreifast meir og örar um þjóðfélag- ið en af nokkurri annarri öflun. Þess vegna er eðlilegt, að ferðaþjónustan fái til baka til upp- byggingar og þró- unar úr stóra kassanum. í raun var settur ákveð- inn tekjustofn ætl- aður ferðaþjónust- unni til ákveðinna verkefna og fjár- magnið eingöngu tekið af ferða- mönnum. Þessar tekjur eru enn til, en skila sér ekki til atvinnuvegarins, því miður. Á þessu þarf að verða breyting hiö fyrsta. Ferðamálaráð þarf að geta staðið betur að kynningu á ferðaþjónustu á landinu, erlendis sem innanlands. Mikill hluti ferðaþjónustufyrirtækja úti um land getur tekið á móti fleiri ferðamönnum en nú. Varast verður, að fjöldi ferðamanna og sókn á markaði komi til með að takmarkast af eða einskorðast við þjónustugetu Reykjavíkur. Virk atvinnugrein Ferðamálasamtök íslands vinna að framgangi ferðaþjónustu úti um land og að sameiginlegri hags- munagæzlu ferðamálasamtaka landshlutanna. Landshlutasamtökin þarf að styrkja og efla með ákveðnari þátttöku ferðaþjónustuaðila og sveit- arfélaga á viðkomandi svæðum. Samtökin þarf að efla fjárhagslega til virkrar sóknar. Þingmenn og sveitar- stjórnarmenn ættu að gefa sér tíma til að kynna sér starfsemi ferðamála- samtakanna. Hér er ekki um tóm- stundabúskap að ræða, heldur virka atvinnugrein, sem er, ef rétt er að staðið, góður „skaffari". Með starfsemi Ferðamálasamtaka Suöurnesja hefur tekizt virkt og öflugt samstarf ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga undir forystu Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum til sóknar og kynningar á Suðurnesj- um. Hér er ekki um að ræða bráða- birgðalausnir né skammtímaúrræði, heldur raunhæf og gjafmild mark- mið. 185

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.