Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 60
ERLEND SAMSKIPTI R U N A V I K Nýr vinabær Egilsstaða Broddi Bjarni Bjarnason, bæjarfulltrúi á Egilsstöðum Fulltrúar Egilsstaöa á heimleiö frá vinabæjamóti á Eidsvoll á Fornebuflugvelli viö Ósló í lok júní á sl. sumri. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, greinarhöfundur, Broddi Bjarni Bjarnason, bæjarfuiitrúi, Emil Björnsson, aöstoöarskóiameistari og formaöur deildar Nor- ræna féiagsins á Egiisstööum, Sóley Guömundsdóttir, kona Brodda, Laufey Eiriksdóttir, eiginkona Emits, Þuríöur Backman, bæj- arfuiitrúi, Þórhallur Eyjólfsson, bæjarfulltrúi, Björn Kristleifsson, arkitekt og eiginmaöur Þuríðar, Sigurbjörg Aifreösdóttir, kona Þór- halls, Einar Haiidórsson, húsgagnasmiöur, og Geröur Aradóttir, eiginkona Einars. Myndina tók Unnar Stefánsson. Á sl. sumri stofnuðu Egilsstaða- búar og íbúar Runavíkur kommunu í Færeyjum til vinabæjatengsla, og er þetta fimmta erlenda bæjarfé- lagið, sem Egilsstaðir tengjast á þennan hátt. Reyndar er hér ekki um hefðbundin vinabæjatengsl að ræöa, heldur nokkurs konar vina- samband, þar sem fyrirhuguð eru t.d. samskipti á sviði menningar- mála, gagnkvæmar heimsóknir íþróttamanna og samskipti milli skóla, og tekur deild Norræna fé- lagsins á Egilsstöðum einnig þátt í þessu samstarfi. Til þess að festa þessi vina- tengsl í sessi með formlegum hætti kom bæjarstjóri Runavíkur, Hans T. Olsen, í heimsókn til Egilsstaða sl. sumar ásamt Vinnu Jensen, bæjarritara, og Marin Olsen, bæj- arfulltrúa. Þau Ásta Sigfúsdóttir, form. bæjarráðs Egilsstaða, og Einar Rafn Haraldsson, bæjarfull- trúi, og makar þeirra sóttu svo Runavíkurbúa heim skömmu síðar, og var til þess tekið, hve móttökur Færeyinga voru höfðinglegar. íbúar Runavíkur kommunu eru 2.400, og er bærinn þriðja stærsta sveitarfélagið í Færeyjum. Runavík stendur við austanverð- an Skálafjörð á Austurey og er um hálftíma akstur frá Þórshöfn. Fisk- veiðar og fiskiönaður er aðalat- vinnuvegur Runavíkur, og einnig er höfnin þar ein af stærstu útflutn- ingshöfnum eyjanna. Aðrir erlendir vinabæir Egils- staða eru Skara í Svíþjóð, Suolahti í Finnlandi, Eidsvoll í Noregi og Sorö í Danmörku. Vinabæjamót með þátttöku fulltrúa frá öllum bæjunum eru haldin á tveggja ára fresti, þannig að tíunda hvert ár eru haldin vinabæjamót í hverju sveitarfélagi. Síðast var slíkt mót haldið í Eidsvoll sl. sumar, og var það ákaflega vel heppnað. Næst verður vinabæjamót haldið í Sorö 1993, og eru menn þegar farnir að hlakka til þess. Norrænu félögin á hverjum stað eru virkir þátttak- endur í samstarfi bæjarfélag- anna. Vinsamleg ábending Samskipti sveitarstjórnarmanna hér á landi við starfsbræður sína annars staðar á Norðurlöndum eða í öörum löndum eru vísast með ýmsum hætti, og má vafalaust deila um, hvort þeim tíma og pen- ingum sé vel varið, sem í slíkt starf fer. Óumdeilanlega hlýtur þó slíkt samstarf að auka víðsýni þeirra, sem taka þátt, og ekki sakar að skoöa það, sem vel fer hjá ná- grannanum hinum megin við hafið með það í huga að heimfæra hlutina upp á íslenzkar aðstæður, ef vill. Umræður um þennan þátt sveitarstjórnarmála hafa ekki farið hátt, þrátt fyrir kjörinn vettvang til þess hér í blaðinu, og gott væri, ef hinn ágæti ritstjóri þess, Unnar Stefánsson, sæi færi á að bæta þar úr. 186

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.