Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 64
ERLEND SAMSKIPTI erindi sín á dönsku, norsku eða sænsku, en í nokkrum tilvikum voru erindin þýdd á eitthvert þessara mála. Dagskráin í Háskólabíói var túlkuö jafnóöum á hin málin til þess að Finnar og fslendingar sætu við sama borð og fulltrúar hinna landanna, en því var ekki hægt að koma við ( dagskrá þemahópanna. Einnig voru þýddir útdrættir úr erindum og þeim dreift til þátttakenda frá þessum tveimur löndum, Finn- landi og íslandi, en þaö hefur ekki verið gert á fyrri miljö-ráðstefnum. Sýningar tengdar rá&stefnunni Sýning ráðstefnunnar var í Hagaskóla og Mela- skóla á nærri 2000 fer- metra gólffleti. Innlendir sýnendur voru 12 leik- skólar, 13 grunnskólar, 6 framhaldsskólar, 15 stofnanir, 6 fyrirtæki og 12 áhugafélög. Svo var mjög vegleg sýningar- deild frá hverju hinna Norðurlandanna. Að auki settu fjórir aðilar aðrir upp sýningar í eigin hús- næði, sem tengdust Miljö 91, þ.e. leikskólar Borg- arspítalans, leikskólar Ríkisspítalanna og tveir grunnskólar, Fossvogs- skóli og Grundaskóli. Að baki þessum sýningum lá mikil og að líkindum lærdómsrík vinna nem- enda, kennara og fóstra. Einn hluti ráöstefnunn- ar var norræn umhverfiskvikmyndahátíö, sem haldin var f samvinnu við Norræna húsið, Norræna dreifing- armiöstöö fræðslu- og stuttmynda og sænskan kvik- myndagerðarmann, sem átti hugmyndina og kom gagngert til aö aðstoða við framkvæmdina. Sýnt var úrval kvikmynda og myndbanda I Norræna húsinu og í Háskólabíói. Norska skólaskipið Sorlandet var einnig hluti af sýningu Miljö 91. Hvernig tókst til? Ráðstefnugestir voru nærri 1000, og auk þeirra sóttu nokkur þúsund manns sýningarnar, sem tengdust ráðstefnunni. Þátttakendur virtust fara ánægöir heim og betur I stakk búnir til að sinna því hlutverki sínu að efla umhverfismennt hvarvetna um Noröurlönd. Tals- vert af innihaldi ráðstefnunnar komst til skila í fjölmiöl- Hafnarfjarðarrbær bauö sfnum hópi i kvöldverö aö lokinni ferö um Reykjanes og austur fyrir fjatt. Ljósm. Ingvar Viktorsson. um. Útbúin voru sérstök eyðublöð fyrir þátttakendur til að meta ráðstefnuna. Ekki tókst að dreifa þeim til allra, en þó bárust 70 útfyllt blöö, sem gefa hugmynd um mat þátttakenda. Á matsblöðum þessum fengu allsherjar- fundirnir I Háskólabíói yfirleitt góða dóma. Flestir nefndu fyrirlestur Malin Falkenmark um vatnið í veröldinni sem athyglisverðasta atriði ráðstefnunnar. Einnig nefndu margir söng Hamrahlíöarkórsins og söng 70 barna frá leik- skólum Borgarspítalans. Vettvangsferðirnar fengu góða dóma á matsblöðunum, og marg- ir erlendu gestanna nefna kynni af náttúru (s- lands sem það áhuga- verðasta við Miljö 91. Segja má, að fundir í þemahópum hafi í heild- ina verið góðir, en fengu þó að jafnaði lakari dóma en allsherjarfund- irnir og skoðunarferðirn- ar. Þemafundirnir voru mjög upplýsandi, en skipuleg skoðanaskipti og gagnrýni e.t.v. fulllítil, nema þar sem skipt var í smærri hópa hluta tlm- ans. Segja má, að blíð- viðrið hafi spillt nokkuð fyrir fundunum og sýn- ingunni, en hjálpaði aö sama skapi til við að gera skoðunarferöirnar ógleymanlegar. Miljö 91 er ein staersta og flóknasta ráðstefna, sem haldin hefur veriö á íslandi. Hún var í raun samstarfs- verkefni afar margra aðila. M.a. lögðu nokkur sveitar- félög og stofnanir þeirra ýmislegt af mörkum. Þeir skiptu hundruðum, sem tóku þátt í að undirbúa og framkvæma ráðstefnuna, og hefur það fólk líkast til orðið fyrir mestum áhrifum. Þeir skipta einnig hundr- uðum, sem undirbjuggu sýninguna - reyndar þús- undum, ef nemendur, sem þar áttu verk, eru taldir með. Framlag alls þessa góða fólks verður seint full- þakkað. Fyrirtækið Hljóð og mynd hefur gert 55 mín. myndband um ráðstefnuna með tali á dönsku og 25 mín. myndband um sýningu ráðstefnunnar m.a. með ísl. og norsku tali, og eru myndböndin til sölu hjá fyrirtækinu. 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.