Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 66
ERLEND SAMSKIPTI
Norræna bygging-
armálaráðstefnan í
Kaupmannahöfn
7.-9. september
Norræna byggingarmálaráðstefn-
an, NBD - Nordisk byggedag -
verður í ár haldin í Kaupmannahöfn
dagana 7,-9. september. Ráðstefn-
an er að þessu sinni helguð norræn-
um byggingariðnaði í alþjóðlegri
samkeppni. Hefur hinn hefðbundni
heimamarkaður staðnað eða er hann
í framför? Hvernig er hann ( stakk
búinn til aö takast á við vaxandi
samkeppni á markaði Evrópubanda-
lagins? Eru markaösmöguleikar í
Austur-Evrópu? Hvaða möguleika
eiga Norðurlöndin ein sér eða í sam-
vinnu á alþjóðlegum markaði? Geta
þau aukið útflutning á þekkingu,
ráðgjöf, byggingarefni, verktaka-
starfsemi, fjármögnun eða fjölda-
framleiðslu? Þessar spurningar, sem
nú leita á marga í umræðunni um
Evrópska efnahagssvæðið og Evr-
ópubandalagið, verða ræddar á
NBD í ár.
Norræna byggingarmálaráðstefn-
an er haldin á þriggja ára fresti, og
er ráðstefnan í Kaupmannahöfn sú
átjánda í röðinni. Hún verður haldin í
Halldóra Gunn-
arsdóttir félags-
málastjóri á Höfn
Halldóra Gunnarsdóttir hefur
verið ráðin félagsmálastjóri á Höfn,
en þar hefur ekki verið félags-
málastjóri áður.
Halldóra er
fædd 2. júní árið
1959 og ólst upp
í Borgarnesi og í
Reykjavík. For-
eldrar hennar eru
Dýrleif Hallgríms
Bella Center, en í tengslum við hana
verða á boðstólum áhugaverðar
kynnisferðir um Kaupmannahöfn,
þar sem skoðuð verða mannvirki og
þyggingarsvæði, bæði ófullgerð og
fullgerð.
Stjórn NBD á íslandi skipuleggur
hópferð á ráðstefnuna. Nánari upp-
lýsingar veitir Ólafur Jensson í síma
91-39036 og 91-628910.
NORSAM í Bergen
10.-12. september
NORSAM, norræn samtök stofn-
ana og samtaka, er fjalla um mál-
efni aldraðra, halda árlega ráð-
stefnu sína í Bergen 10. til 12.
september, en slíkar ráðstefnur
eru haldnar til skiptis á Norður-
löndum. Fjallað verður um aldraöa
í þjóðfélagi framtíðarinnar frá
ýmsum hliðum. Umræðuefnin
nefnast m.a. Eru aldraöir auðlind
- eða ekki? - Áhrif aldraðra í
þjóðfélaginu - Hvað eru athvörf
aldraðra? og Þátttaka aldraðra í
sjálfboðastarfi. Lokafyrirlesturinn
kallast síðan Aldraðir í Evrópu
framtíðarinnar. í pallborðsumræð-
um verða þátttakendur frá öllum
Norðurlöndunum.
og Gunnar Ólafsson.
Halldóra iauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund í
Reykjavík 1981, B.A. prófi í mann-
fræði og félagsfræði frá Háskóla
íslands árið 1986 og hæfnisprófi til
doktorsgráðu í mannfræöi frá há-
skólanum í Boston í Bandaríkjun-
um árið 1991. Hún hefur starfað
sem aðstoðarkennari við Boston-
háskóla og sem kennari viö Fram-
haldsskóla Austur-Skaftafells-
sýslu.
Halldóra er gift séra Baldri Krist-
jánssyni. Hún á tvær dætur, Hall-
gerði og Bergþóru.
Ráðstefnan er haldin í Hotel
Norge, sem er í miðbæ Bergen.
Síðasta NORSAM-ráðstefna var
haldin hér á landi, á Flúðum, f
ágúst á sl. ári.
Formaður NORSAM ( ár er séra
Siguröur H. Guðmundsson, sókn-
arprestur í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar um ráðstefn-
una veitir Gréta Guömundsdóttir,
framkvæmdastjóri Öldrunarráðs, á
skrifstofu ráðsins í Skjóli í Reykja-
vík, í síma 91-688500.
FERÐAMÁL
Ferðamálafulltrúi
á Suðurnesjum
Ferðamálasamtök Suðurnesja, sem
stofnuð voru á árinu 1984, hafa ráðið
fastan starfsmann,
ferðamálafulltrúa
Suðurnesja. Til starf-
ans hefur verið ráð-
inn Jóhann D. Jóns-
son, sem unnið hef-
ur að samgöngu-
og ferðamálum sl.
27 ár.
Jóhann D. Jóns-
son er fæddur í Reykjavík 17. desem-
ber 1945, og eru foreldrar hans Fríða
María Danielsen og Jón S. Ólafsson,
sjómaður.
Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar árið 1962, stundaði nám í
verzlunarskóia í Englandi í eitt ár og
hefur sótt ýmis námskeið í feröa-,
markaðs- og stjórnunarmálum.
Jóhann réðst til Flugfélags íslands
árið 1964 og starfaði samfellt hjá því og
síðan Flugleiðum til ársins 1989. Hann
var umdæmisstjóri Flugleiða á Austur-
landi 1971 til 1981 og sölustjóri innan-
landsflugsins 1981 til 1983, sölustjóri
Flugleiða í Bretlandi 1983 til 1988 og þá
um eins árs skeið sölustjóri Flugleiða í
Reykjavík. Síðan vann hann við ferða-
skrifstofurekstur í rúmt ár, áður en hann
réðst til Ferðamálasamtaka Suðurnesja
í apríl 1991.
Jóhann átti sæti í hreppsnefnd Eg-
ilsstaðahrepps í tvö kjörtímabil, á árun-
um 1974 til 1982, er hann var búsettur
á Egilsstöðum.
Jóhann á tvö börn.
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
192