Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 4
FORUSTUGREIN Náttúruverndarár Evrópu 1995 Sífellt fleiri landsmenn gera sér grein fyrir þeirri stað- reynd og þeim miklu hagsmunum sem felast í því að gera Island að ímynd hreinleikans í hugum annarra þjóða. Tilvera Islendinga veltur á því að fiskimiðunum sé ekki spillt með eitruðum úrgangsefnum og óspillt náttúra og hreinna umhverfi er mikilvægt vegna útflutn- ings sjávarafurða og búvara og eflingar ferðaþjónustu. A íslandi dugar þó skammt að ráðast í kostnaðarsam- ar framkvæmdir við hreinsun skólps og mengunarvama- búnað í atvinnufyrirtækjum ef geislavirk efni og eitraðar lofttegundir berast frá nálægum löndum með haf- og loftstraumum. Umhverfisúrbætur í næstu þjóðríkjum eru því brýnt hagsmunamál okkar og tryggja þarf að við getum fylgst með hvemig næstu nágrannar okkar haga sínum mengunarvömum. Að fenginni reynslu af framkvæmd náttúruvemdar- og umhverfismála má draga þann lærdóm að í víðari skilningi em þau mál alþjóðleg og óháð landamærum og það er sú reynsla sem leiðir í ljós nauðsyn samstarfs og samvinnu þjóða í milli um úrlausnir í þeim málum. Því ber að fagna þeirri ákvörðun Evrópuráðsins að efna til sérstaks Náttúruvemdarárs árið 1995 meðal aðildarríkj- anna. Með því er vakin athygli stjómvalda og almenn- ings á mikilvægi umhverfis- og náttúruvemdar og þess má vænta að þar með styrkist grundvöllur að öflugra samstarfi að þeim málum milli ríkjanna og að forráða- menn þeirra taki í ríkari mæli mið af umhverfisþættinum við allar meiri háttar ákvarðanir. Úrbætur í umhverfismálum eru meðal brýnustu verk- efna á alþjóðavettvangi og þjóðum heims er að verða æ ljósara að hreint umhverfi og óspillt náttúra eru hin verðmætustu lífsgæði sem hverri þjóð beri að varðveita og styrkja fyrir komandi kynslóðir. Það sjónarmið á einnig ríkan stuðning hér á landi og nýtur vaxandi hljómgmnns. A Náttúruvemdarárinu 1995 gefst kærkomið tilefni til að velta fyrir sér stöðu náttúm- og umhverfisvemdar hér á landi. Þó að mengun á Islandi sé tiltölulega lítil miðað við önnur lönd blasa þó víða við erfið umhverfisvanda- mál og umhverfisslys sem úr þarf að bæta. Það sem einkum skilur ísland frá öðrum löndum varðandi um- hverfismálin er hin mikla gróður- og jarðvegseyðing sem orðið hefur hér á landi og framhald verður á ef ekki verður snúist til vamar. Jarðvegur og gróður eru náttúm- auðlindir sem okkur ber skylda til að verja og hlúa að, til hagsbóta fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. I allri umræðunni um markmið í umhverfismálum hef- ur því ekki verið nægur gaumur gefinn hve þýðingar- mikið það er að draga úr sorpmyndun, m.a. með aukinni endumýtingu og endurvinnslu. Sveitarfélög og fyrirtæki þurfa að auðvelda fólki að koma frá sér endurvinnanleg- um úrgangi og stuðla þannig að meiri flokkun sorps frá heimilum og atvinnurekstri. Einnig er mjög brýnt að förgun spilliefna verði tekin fastari tökum en gert hefur verið fram til þessa. í því sambandi kemur fyllilega til álita að taka upp skila- og/eða umhverfisgjöld. Nauðsyn- legt er að slíkum gjöldum sé varlega beitt og þá einungis til að draga úr mengun og afla fjár til umhverfisbóta. Sveitarfélögunum ber að hafa fmmkvæði og laða fram krafta einstaklinga og félagasamtaka sem áhuga hafa á umhverfismálum og náttúmvemd. í því ljósi hefur Sam- band íslenskra sveitarfélaga gengiö til liðs við umhverf- isverkefni Ungmennafélags Islands sem nú stendur yfir og beinist að hreinsun á fjörum, vatns- og árbökkum og hvatt sveitarfélögin til að styðja það framtak. Jafnframt em sveitarfélögin hvött til að eiga gott samstarf við önn- ur félagasamtök er vinna að umhverfisbótum og upp- græðslu lands, eins og skógræktarfélögin í landinu, og virkja stofnanir, skóla og almenning innan sinna um- dæma til þátttöku í þeim mikilvægu verkefnum. Náttúmvemdarárið á að stuðla að auknum áhuga og skilningi almennings á mikilvægi náttúmvemdar og það á jafnframt að verða hvati til metnaðarfullra verkefna í þágu náttúruvemdar og betra umhverfis hér á landi eins og stefnt er að í öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þórður Skúlason 66

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.