Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 13
AFMÆU Brautarholtsskóli. Sundlaug til hægri og dæluhús hitaveitu nær. Brautarholtsskóli sextugur Jón Eiríksson, jv. oddviti Skeiðahrepps Svipmyndir úr barnaskóla Á 60 ára afmæli Brautarholtsskóla verður mér hugsað til bamaskólaára minna, en ég var tæplega 10 ára þegar skólaganga mín hófst haustið 1931. Leiðin lá þá í gamla skólann á hlaðinu á Húsatóftum, lítið jámklætt timburhús og illa búið að húsgögnum, byggt árið 1910. Húsið var ein kennslustofa og lítið herbergi fyrir kennslutæki, kölluð kompan. Þar var einnig lestrarfélag sveitarinnar til húsa. Engin hreinlætisaðstaða var í húsinu en útikamar notaður. Nemendur urðu að ganga í skólann og var það oft harðsótt í vondum veðrum, sérstaklega hjá þeim sem langt áttu að sækja og sumir um vegleysu. Þeim sem allra lengst áttu var þó komið fyrir á bæjum í grennd. Kennt var í tveimur deildum, eldri deild og yngri deild, hálfan mánuð hvorri í einu. Skólinn hófst um miðjan október og lauk um miðjan apríl. Þetta var því 6 mánaða skóli en í raun ekki nema þriggja mánaða kennsla sem hver nemandi fékk. I þessu litla skólahúsi átti ég samt góðar stundir. Krakkahópurinn var stór og sam- komulagið yfirleitt gott, að mig minnir. Þeg- ar veðrið var gott fórum við í frímínútunum í leiki út á tún, aðallega í risaleik og pottleik. Mikið var hlaupið - og sjálfsagt höfum við ekki alltaf farið vel með túnið hans Eyjólfs en ekki man ég eftir að hann amaðist við látunum í okkur. Leikfimi var engin en gegnum húsið var svert rör til að haida því saman og notuðum við það eins og svifrá nú 7 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.