Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 19
AFMÆLI Snyrting sett nifiur á tjaldsvæöi. Greinarhöfundur, Jón Eiríksson, tók myndirnar mefi greininni nema myndina af fimleikaflokki Umf. Skeifiamanna, en hann var einn í hópnum; þá mynd tók Baldur Kristjónsson. lýst ánægju með tillögu Erlings Petersen, arkitekts hjá Húsameistara ríkisins, að við- byggingu í suðvesturhorn hússins. Þá höfðu hreppsnefnd og skólanefnd raunar ákveðið að svo yrði og húsið lagfært. Unnið var áfram að endurskoðun teikn- inga og að tryggja stuðning stjómvalda. Gekk það eftir og í ársbyrjun 1985 voru teikningar tilbúnar og samþykki mennta- málaráðuneytis lá fyrir. A fundi nefndanna 1. febrúar 1985 var samþykkt að hefja framkvæmdir með vor- inu og kosnir í byggingamefnd þeir Jón Ei- ríksson, Leifur Eiríksson og Sigmar Guð- bjömsson. Endurbygging hússins tók fjögur ár. Viðbyggingu og tengingu við gamla húsið var lokið á tveimur ámm og kennsla hafin þar 2. desember 1986. Var því fagnað með hátíðarsamkomu og hreppsfundi þrettánda- kvöldið 6. janúar 1987. Viðbyggingin er 94 m2 á tveimur hæðum, eða 188 m2 alls og um 600 m3. Þetta var nokkuð flókin framkvæmd, sérstaklega tengingin við gamla húsið og að nokkru famar nýjar leiðir. Má þar nefna að veggir eru einangr- aðir að utan og múrhúðaðir með Ispó múrhúðun. Þá eru blágrýtisflísar á gólfi forsalar og stiga, ættaðar úr Hóla- hnjúki í Hmnamannahreppi. Það tók tvö ár til viðbótar að ljúka endurbyggingu hússins, en á árunum 1987 og 1988 var kennsluálma lagfærð, eldhúsið endurbyggt og gengið frá skólalóð. Eg mun ekki lýsa endurbyggingu hússins frekar hér enda skammt um liðið - og sjón er sögu ríkari. Eg vil þó láta í ljósi þá skoðun mína að hér hafi vel til tekist enda hef ég orðið var við almenna ánægju með þessar endur- bætur. Vil ég þakka það snjöllum arkitekt og góðu hand- bragði iðnaðarmanna, bæði aðkomumanna og heima- manna. Kostnaður var um 17,5 milljónir króna, þar af greiddi ríkið nær helming á nokkmm ámm, en verðbætt. Brautarholt hefur verið og er hið sameiginlega heimili Skeiðamanna, fræðslustofnun og félagsheimili, þar sem yngri og eldri koma saman til starfa og í leik. Með sundlaugarbyggingunni og endurbyggingu húss- ins hefur ekki aðeins aðstaðan stórbatnað heldur opnast nýir möguleikar. Húsið þjónar nú veigamiklu hlutverki í vaxandi ferða- mannaþjónustu á staðnum og er eftirsótt á summm fyrir fjölskylduhátíðir og ættarmót. Verum á varóbergi Eg hef hér á undan rakið nokkuð ítarlega fram- kvæmdasögu Brautarholtsskóla en minna rætt skóla- starfið sjálft. Astæða væri nú til að einhver áhugasamur og fróður maður tæki sig til og rifjaði upp og ritaði sögu bamafræðslunnar hér í sveit frá upphafi. Skólastjórar hafa verið 6 við Brautarholtsskóla og þessir; Klemens Þórleifsson, Þorsteinn Eiríksson, Stefán Hallsson, Haraldur Antonsson, Pálmar Guðjónsson og Þorsteinn Hjartarson, núverandi skólastjóri. Breytingar hafa verið miklar, þótt ekki sé farið lengra aftur en til þess að skóli hófst hér í Brautarholti í ársbyri- un 1934. Allur aðbúnaður bamanna hefur stórbatnað og skólinn hefur verið að lengjast, er nú 9 mánaða skóli í 7 vetur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, en síðustu tvo vetur skyldunámsins eru bömin í sameiginlegum unglinga- skóla Skeiða- og Hreppamanna að Flúðum. Kennumm hefur verið að fjölga, námið er fjölbreyttara og námsgögn vel búin í hendur nemenda. Skóladagur er samfelldur, börnin fá heita máltíð í skólanum og er ekið í skólann og heim. A 60 ára afmæli Brautarholtsskóla fögnum við því að eiga góðan skóla. Mikil umræða er nú í landinu um skólamál og ekki sjálfgefið að litlir skólar eins og okkar lifi áfram. Brautarholtsskóli er ekki aðeins fræðslustofnun heldur einnig menningarstofnun sveitarinnar. Við skulum því slá um hann skaldborg, verja hann og efla í framtíðinni. Til hamingju með 60 ára afmælið. Heimildir: Bœkur og skjöl SkeiÖahrepps og Brautarholtsskóla. Dagbók Eiríks Jónssonar, Vorsabæ. Bókin Þjóð í önn. Greinin er að stofni til ræða sem flutt var á hátíðarsamkomu 11. desem- ber 1993 í tilefni af 60 ára afmæli Brautarholtsskóla. Henni hefur lítið eitt verið breytt. 8 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.