Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 21
AFMÆLI
svo dýrmæt sem metur þau réttilega að hreppstjórinn
verður að hafa gleði af að uppskera þar sem hann sáir og
vera bæði vinsæll og mikils metinn af hreppsbændun-
um. En það mun honum best heppnast ef embættisstörf
hans liggja ljós og opinber fyrir almenningssjónum.
Góðir menn hafast ekkert að sem skýlu þarf yfir að
draga og hvar sem athafnir embættismanna eru huldar í
þoku, þar er líka tortryggnin á aðra hönd og spáir í eyð-
umar og spinnur togann milli hinna einstöku atgjörða
sem almenningur þekkir, þangað til allt sýnist vera orðið
að neti yfir einhvurri gröf eða gildru sem hún bendir
mönnum á og biður þá að forðast vélina.
2. Hreppsbóndanum ríður
þó enn meira á að sveitarinn-
ar ástand sé lagt fyrir al-
menningssjónir og það lítur
svo út að hann eigi fullan rétt
á að krefjast þess. Hvað
mættu þeir segja hrepps-
bændumir sumir hvurjir sem
svara til sveitar og halda
hreppsómaga og vinna baki
brotnu til að geta staðið í
skilum og vita þó ekki á
hvaða grundvelli félag þeirra
er byggt og hvurt því er
skynsamlega fyrir komið, því
síður að þeir viti nokkurn
hlut hvurt þeir bera byrðina
með öðrum hreppsbændum
eftir réttum jöfnuði eða hvurt
á þá er hallað af hlutdrægni
embættismanna. Engin von
er á að þessir menn gjaldi
góðfúslega það sem þeim ber
úti að láta til almennings-
þarfa, af því þeir geta ekki
lifað við þá tilhugsun að þeir
séu bræður í nytsömu félagi
og viti hvurs það þurfi við;
því það verða þeir að vita, eigi þeir að þjóna því með
góðu geði. Besta ráðið að rýma burt þessari vanþekking
á sínum högum og ógeði á að taka þátt í almennings-
kjörum er eflaust það að birta þeim hreppsreikningana
öllum saman, hvurt þeir vilja það eða ekki - því sumir
hafa líklega ekki sinnu á að íhuga þá í fyrstunni - og
skýra þeim frá öllu ástandi sveitarinnar eins greinilega
og orðið getur. Þá mun ekki líða langt um áður félags-
andinn vakni í bændunum og þá er ekki unnið til ónýtis;
því þegar hann er vaknaður, greiða þeir allt með góðum
hug sem félag þeirra við þarf og sé á einhvum hallað,
hvurt sem þar er vísvitandi eða ekki, kemst það upp í
tækan tíma svo rangindum og hlutdrægni verður ekki
framgengt.
Hvað hreppana svertir þurfa samt ekki þeirra peningar
að liggja arðlausir í handraðanum. Það er handvömm og
ætti hvurgi að viðgangast! Konungurinn hefur leyft að
peningar allra almenningsfjársjóða á íslandi og þeirra
sem eru ekki ráðandi fjár síns, megi koma á rentu í jarða-
bókarkassann við skuldabréfum er segja má upp með
missiris fresti, hvunær sem eigandi vill. Að vísu hafa
margir séð hvaða hagnaður þetta er og orðið til að nota
sér konungsleyfið, en samt fer varla hjá því að það eru
miklu fleiri sem enn þá geyma peningana heima - að
minnsta kosti var það svo fyrir tveimur árum, og sást
best á því hvað tvær eða þrjár sýslur sköruðu langt frarn
úr öllum hinum. Það er nú vonandi að hreppamir færi sér
í nyt þessa ráðstöfun og eng-
inn láti hirðuleysi eða
heimskulega tortryggni aftra
sér frá að lofa eignum þeirra
að ávaxtast.
Enn verður að minnast á
eitt sem kemur að sönnu ekki
höfuðefninu við en þykir þó
vera svo áríðandi að ekki
megi ganga fram hjá því; það
er hreppstjórakosningin. Það
er nú auðvitað að því vinsælli
sem hreppstjórinn er og því
meira traust sem bændur hafa
á dugnaði hans og réttsýni,
þess hægra á hann með að
koma öllu góðu til leiðar í
sveitinni og þess meiri not
verða almenningi að stjórn
hans og umsýslu. Menn ættu
því að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til þess hvur
sveit fái þvílíka hreppstjóra,
og er þá mest komið undir
því hvurnig kosningunni er
háttað. Sýslumenn ættu að
koma því til leiðar að hrepp-
stjórar yrðu teknir á vorþingi
eftir atkvæðafjölda og allir bændur ættu þar að kjósa.
Þetta er svo fyrirhafnarlaust og allt virðist að mæla svo
fram með því, að það er vonandi yfirvöldin verði því
ekki mótdræg. Þegar svona er að farið fá þeir embættið
sem flestir mundu kjósa, og þeir sem kosnir eru fá um
leið ljósasta vitni um traust það og virðingu sem félags-
bræður þeirra hafa á þeim og getur þá ekki hjá því farið
að þetta fremur öllu öðru upphvetji þá til dugnaðar og at-
orku í embætti sínu og hreppstjórinn þjóni því með gleði
og endurgjaldi svo í verki hylli sinna félagsbræðra. Það
er nú sjálfsagt bágt, og einhvur mesta ógæfan fyrir
hreppana að hreppstjóramir fá ekkert, að kalla má, fyrir
alla sína mæðu og fyrirhöfn. Margur dugandi maður,
sem á erfitt uppdráttar, verður því að hafa sig undanþeg-
inn, þó það hvurki komi til af leti né hugsunarleysi á al-
I-ÁEÍX o n D
um hreppanu á Istaudi.
Eítt al' j>ví, tcin vorir dagar hvíinla af livurri
stjórn, er lieíta vill réttvís og góð og ávinna scr
livlli siiina undirinanna, er jiað: að skýlaus jjrciu
se (cjörð fyrir meðferð á öliu Jiví fé, sein al-
menníngur liefur greítt af liendi til einllvurra
nota fyrir jijóðina. J)cssi krafa er ekki eímingis
sanngjörn jiegar gjöra er um fjársjóðu lauda og
ríkja, hehlur ber lienni eínnig að fulluægja í
hinum smœrri félögum, sem skotið liafa fé sanian
til franikvæmdar eínlivurjiini ásetníugi; og jiað
er margreýnt, að jiau feliig, sem gjöra Ijósa og
skýlausa greín fyrír atgjörðum síuuin, koinast
æfinlega í mestau blóma, og keinur jiað til af
mörgu, sein hér skal verða drepið á seínna meir.
EÍU af jiessum félögum eru hreppamir.
Hændurnir í hvurjum lirepp eru R-lagsbræður sein
allir eíga að hjálpast til að auka velgengni i sveít-
inni. og koma góðri reglu á, so lilið verði jieim
Fremsta síðan í grein Jónasar i Fjölni 1835.
83