Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 25
SOFN
til góða á ýmsan hátt. Samkvæmt skilgreiningu alþjóða-
samtaka safnmanna (ICOM) er safn varanleg stofnun,
opin almenningi, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni,
heldur í þágu þjóðfélags og framþróunar. Stofnun sem
safnar áþreifanlegum heimildum um manninn og um-
hverfi hans. Stofnun sem verndar þessar heimildir,
stuðlar að rannsóknum á þeim, miðlar upplýsingum um
þœr og hefurþœr til sýnis. Nú orðið eru gerðar ákveðnar
kröfur til safna, sérstaklega þarf geymsluhúsnæði að
uppfylla ákveðnar gæðakröfur, eins og áður var nefnt,
skráning safngripa þarf að vera í lagi o.þ. Svo ekki sé
talað um tækni og aðferðir við sýningahald sem er um-
fangsmikil fræðigrein. Auk þess eiga söfnin að sinna
rannsóknar- og fræðsluskyldu. Þeir sem taka að sér söfn
á landsbyggðinni fá oft á sína könnu gömul hús og fom-
minjar í héraðinu að auki. Söfn hér á landi eru miklu
verr mönnuð en tíðkast í nágrannalöndunum. Menn
verða að gera sér grein fyrir því að söfn kosta peninga.
En þau geta líka skapað verðmæti sé vel á málum hald-
ið, því að fyrir utan almennt menningar- og fræðslugildi
eru góð söfn verulegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem
allir vilja jú fá heim á hlað og þjóna.
Er grundvöllur fyrir sérhæfingu safna?
En snúum okkur aftur að söfnunarstefnunni. Er ein-
hver grundvöllur fyrir sérhæfingu og verkaskiptingu
milli safnanna hjá þeim sem raunverulega ráða yfir
þeim, þ.e. sveitarstjómunum? Það hefur í áranna rás
töluvert borið á sveitaríg í safnamálunum. Eru menn t.d.
tilbúnir að gefa eða lána af ofgnótt sinni til hinna þurf-
andi og vísa á næstu söfn þegar þeim er boðið eitthvað
sem þeir eiga nóg af sjálfir - eða leggja sig ekki sérstak-
lega eftir? Safnmenn hafa nýlega farið fram á það við
þjóðminjaráð sem er æðsta yfirvald minjavörslu í land-
inu að það hlutist til um að sett verði á laggimar nefnd
sem móti íslenska söfnunarpólitík og senn mun koma til
kasta sveitarstjómarmanna að taka þátt í þessari stefnu-
mótum. Hafa sveitarstjómarmenn leitt hugann að því
hvernig best er að skipuleggja minjavörsluna í þeirra
héraði? Er eitthvert sérstakt minjasvið sem heppilegt
væri að leggja áherslu á fyrir utan byggðarsérkenni? Er
æskilegt að hafa fleiri litlar sýningar án rannsóknar- eða
fræðsluskyldu eða byggðasafn sem annast alla þætti
minjavörslunnar og sér um sýningar þar sem á þarf að
halda? Samræmdar aðgerðir ættu að kosta minna.
Skipting landsins í minjasvæöi
I framhaldi af þessu viljum við vekja athygli sveitar-
stjómarmanna á því að samkvæmt gildandi lögum á að
skipta landinu upp í minjasvæði og á hverju svæði eiga
að starfa minjaverðir á vegum Þjóðminjasafns. Þeir eiga
að hafa umsjón með menningarminjum og fornleifa-
vörslu, skráningu og eftirliti fomgripa og gamalla bygg-
inga og vera byggðasöfnum til ráðuneytis og aðstoðar.
(Stjtíð. A, nr. 98/1994. Lög um breyting á þjóðminjalög-
um, nr 88/1989, sbr. lög nr. 43/1991. 3.gr.) Umræddir
minjaverðir hafa hvergi verið ráðnir ennþá. Það er allra
hagur að þrýst verði á um framkvæmd þessara laga sem
fyrst. Með stöðum minjavarðanna skapast vonandi tæki-
færi til að bæta verulega þá aðstöðu sem söfnin úti um
landið hafa, t.d. til samvinnu, rannsókna og faglegrar að-
stoðar.
FRÁ STJÓRN SAMBANDSINS
Stjórn Fasteignamats ríkisins
Samkvæmt lögum nr. 51/1994
skal fjármálaráðherra skipa þrjá
menn í stjóm Fasteignamats ríkisins
(FMR) til fjögurra ára. Stjóm sam-
bandsins tilnefnir einn þeirra, Sam-
band íslenskra tryggingafélaga ann-
an og fjármálaráðherra þann þriðja
án tilnefningar.
Stjóm sambandsins hefur nú skip-
að Olaf Hilmar Sverrisson, bæjar-
stjóra í Stykkishólmi, sem aðalfull-
trúa í stjórnina og Magnús Karel
Hannesson, oddvita Eyrarbakka-
hrepps, sem varafulltrúa hans. Af
hálfu Sambands íslenskra trygg-
ingafélaga er Sigmar Ármannsson,
framkvæmdastjóri þess, áðalmaður
og Daníel Hafsteinsson tæknifræð-
ingur varamaður hans. Formaður
stjórnarinnar er Þórhallur Arason,
skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt-
inu, og varafulltrúi hans Guðmund-
ur Jóhannsson, viðskiptafræðingur í
sama ráðuneyti.
Stjóm FMR á samkvæmt hinum
nýju lagaákvæðum að móta starf og
innra skipulag stofnunarinnar og
hafa eftirlit með rekstri hennar. Hún
gerir tillögur að gjaldskrá stofnunar-
innar sem ráðherra síðan staðfestir.
Þá bætist ný málsgrein við 9. gr.
laganna um skráningu og mat fast-
eigna númer 94/1976 á þá lund að
FMR skuli hafa eftirlit með því að
sveitarfélög sinni upplýsingaskyldu
sinni. í því skyni skal stofnunin
halda skrár er sýni hve margar fast-
eignir em metnar í einstökum sveit-
arfélögum á ári hverju. Ennfremur
að FMR skuli árlega senda fjár-
málaráðuneytinu og félagsmála-
ráðuneytinu skýrslu um matsstörf í
einstökum sveitarfélögum.
87