Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 29
SOFN Núverandi hús héraðsskjalasafnsins á Egilsstööum en þar var áður sím- stöö. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson. Árið 1976 eru áætlaðar kr. 450 þús. til bókasafnanna. Viðhorf sýslunefndar í málefnum bókasafna var það að hvert og eitt sveitarfélag skyldi fá að greiða bóka- safnsframlag sitt til heimabókasafns uns breyttri skipan um bókasafnshverfi yrði komið á. Hún er þó ekki á móti héraðsbókasöfnum sem geta náð yfir marga hreppa en telur fráleitt að skipa öllum byggðarlögum sunnan Eski- fjarðar í eitt bókasafnshérað (með safni í Breiðdal). Ekki er með öllu útilokað að héraðsbókasöfnin hafi dregið úr bókaútlánum, t.d. í fjarlægari hreppum. Til dæmis er líklegt að fólk úr Fáskrúðsfirði og Geithellna- hreppi noti lítt héraðsbókasafn í Breiðdal sökum fjar- lægðar, enda kemur í ljós að slfk hreppsbókasöfn skirr- ast við að leggja heimabókasöfnin niður, og á sýslufundi 1977 styður sýslunefnd þá hugmynd að einstök sveitar- félög fái að hafa áfram heimasöfn sín og greiða framlag sitt til þeirra. Árið 1980 er oddvita sýslunefndar falið að athuga þetta mál við bókafulltrúa. Það gerir oddviti og skýrir frá því á sýslufundi að von sé á breyttri skipan bókasafnsumdæmanna. Eftir 1980 er ekki minnst á bókasafnsmál á sýslufund- um og líklegt að horfið hafi verið frá of einstrengings- legri reglu um héraðsbókasöfn. Árið 1979 fá héraðsbókasöfn 800 þús. kr. úr sýslu- sjóði og árið 1981 kr. 18 þús. (peningaskipti). Bæði sveitarbókasöfn og héraðsbókasöfn eru út- lánasöfn og bókakaup til þeirra tilviljunarkennd og mið- uð helst við almenna eftirspum eftir bókum til lestrar. Bækur eru til tvennra nota, sumar til að lesa þær, aðrar til að fletta upp í þeim - heimildarrit. í héraðs- og sveit- arbókasöfnun em aðallega fyrrtöldu bækumar. Safnhugmyndin, sem áður var minnst á, var býsna snjöll, sýslusafn með völdum bókakosti og héraðsskjala- safn í einu lagi og útlán takmörkuð. Þessi hugmynd var aftur upp tekin kringum 1974 og komst þá í framkvæmd. (Sjá Héraðsskjalasafn). Héraösskjalasafn Austfiröinga Þegar leið að ellefu hundmð ára afmæli byggðar á ís- landi kaus sýslunefnd nefnd til að minnast þess. Það var árið 1970 og voru í nefndina kosnir Ármann Halldórs- son, Kristján Ingólfsson og Magnús Guðmundsson, tveir fyrrtöldu utan sýslunefndar en Magnús sýslunefndar- maður. Þessi nefnd kom fljótlega saman og ræddi þá um væntanleg hátíðahöld í sýslunni, og von bráðar komu Norðmýlingar og kaupstaðimir, Nes- og Seyðisfjarðar- kaupstaður, í umræðumar og varð samkomulag um sam- eiginleg hátíðahöld Múlaþings alls. Segir frá þeim í kafl- anum Þjóðhátíðir. Einnig barst í tal - að fmmkvæði Kristjáns Ingólfsson- ar - að minnast ellefu alda byggðar auk þess með varan- legri hætti, menningarlegu átaki sem hefði framtíðar- gildi. Kristján lagði til að stofnað yrði héraðsskjalasafn á Austurlandi. Árið 1971 komu þeir Kristján og Ármann á sýslu- nefndarfund en Magnús var þar fyrir sem sýslunefndar- maður Reyðarfjarðarhrepps. Þar lagði nefndin fram til- lögu sína um stofnun héraðsskjalasafns og er skemmst frá að segja að henni var vel tekið og hún samþykkt. Til- lagan var á þessa leið: „Sýslunefnd Suður-Múlasýslu samþykkir að minnast ellefu alda afmœlis íslandsbyggðar með framkvæmd er hafi menningarlegt framtíðargildi. Því samþykkir sýslu- nefndin að stofna héraðsskjalasafn á Austurlandi og ennfremur að leita samstaifs um það mál við önnur lög- sagnarumdœmi í hinuforna Múlaþingi. “ Safninu skyldi tryggja rekstur af eignaraðilum þess og það skyldi starfa eftir lögum og reglugerð um héraðs- 9 1

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.