Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 43
HAFNAMÁL taki tillit til svæðisbundinna sjónar- miða. Skorað er á samgönguráð- herra að hraða setningu nýrrar reglugerðar um hafnamál, þar sem sett verði skýr ákvæði um styrk- hæfni hafnargerðar. Vakin er at- hygli á þýðingu aukinna fjárfram- laga undanfarinna ára til hafnar- gerðar sem bætt hafi stöðu hafnar- sjóða. Jafnframt er lýst óánægju með tillögu um fjárframlög til hafn- argerðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1995. Vakin er athygli á þeirri þróun að með aukinni þjónustu við erlend fiskiskip í höfnum aukist þörftn fyrir góðar og vel búnar hafn- ir með öruggri innsiglingu. Verði dregið úr framkvæmdum við hafnimar blasi sú hætta við að þær verði vanbúnar til að þjóna auk- inni umferð. • Bent er á mikilvægi viðskipta við erlend skip fyrir rekstur hafna og atvinnulífið víða um land og talið brýnt að aflétta hindrunum sem enn kunna að standa í vegi fyrir áframhaldandi þróun þessara við- skipta. • Þeim tilmælum var beint til stjómar Hafnasambandsins að reyna að ná fram breytingu á lögum um úreldingu ftskiskipa þannig að hags- munir hafnarsjóðanna verði ekki fyrir borð bomir. í því sambandi sé hugað að ákvæðum um að við úr- eldingu skipa verði förgun þeirra tryggð, að við úreldingu skipa, sem gerð verða út utan fiskveiðilögsög- unnar, verði ákveðnu hlutfalli úreld- ingarverðmætisins haldið eftir sem nokkurs konar skilagjaldi þar til förgun hefur verið tryggð eða skipið selt úr landi og það farið út úr ís- lenskri efnahagslögsögu og að við úreldingu skips verði tryggt að kröf- ur hafnarsjóðanna, s.s. hafnagjöld, orkukostnaður o.þ.h., verði greidd- ar. • Loks var því beint til stjómar- innar að hún vinni að því að lög- gilding hafnarvoga verði fram- kvæmd á sem hagkvæmastan hátt og að hafnimar greiði einungis fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt í þessu sambandi. Stjórn Hafnasambandsins I stjóm Hafnasambands sveitarfé- laga til eins árs voru kjömir Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri í Keflavík- Njarðvík-Höfnum, Arni Þór Sig- urðsson, formaður stjómar Reykja- víkurhafnar, Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á ísafirði, Brynjar Pálsson, formaður hafnarstjómar á Sauðárkróki, Guðmundur Sigur- bjömsson, hafnarstjóri á Akureyri, Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisftrði, og Ólafur M. Kristins- son, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. Formaður stjórnar var kosinn Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísaftrði. Sem endurskoðendur hlutu kosn- ingu Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi í stjóm Reykjavíkurhafnar, og Sig- urður Valur Ásbjarnarson, bæjar- stjóri í Sandgerði. Ársfundinn sátu 114 fulltrúar og gestir, en í Hafnasambandinu em 58 hafnir. Skoöunarferó um Snæ- fellsnes I lok fyrri fundardagsins var farið í skoðunarferð um hafnimar á norð- anverðu Snæfellsnesi. Staldrað var við í Grundarfirði og í Ólafsvík þar sem snæddur var kvöldverður í boði bæjarstjómar Snæfellsbæjar. Skjalaskápar E á góðu verði! a. f H I? .1 | Kr. 21.999 Kr. 16.415 Kr. 19.254 SHEER PRIDE (Éláifiidís a <g® imih, Sundaborg 5 104 Reykjavík Sími: 684800 1 05

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.