Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 46
FJÁRMÁL
Endurskoðun reglugerðar
um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Húnbogi Þorsteinsson, skrifitofústjóri ífélagsmálaráðuneytinu
í febrúarmánuði 1992 skipaði þáv.
félagsmálaráðherra nefnd til að endur-
skoða ákvæði reglugerðar Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga um jöfnunarframlög, þ.e. 13.
og 14. gr. reglugerðar nr. 390/1991.
Nefndina skipuðu í upphafi Húnbogi
Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmála-
ráðuneytinu, sem var formaður, Guð-
mundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, Gunnlaugur Stefánsson al-
þingismaður, Sturla Böðvarsson alþingis-
maður og Valgarður Hilmarsson, oddviti
Engihlíðarhrepps.
Ritari nefndarinnar var Elín Pálsdóttir deildarstjóri.
Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur á skrifstofu Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, vann með nefndinni.
Þær breytingar urðu síðan á nefndinni að Þórður
Skúlason framkvæmdastjóri kom í stað Guðmundar
Áma Stefánssonar þegar hann tók við starfi heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra 1993 og Gísli Einarsson al-
þingismaður kom í stað Gunnlaugs Stefánssonar þegar
hann óskaði að hverfa úr nefndinni vegna annarra starfa
í maí 1994.
Tveir starfshópar unnu að einstökum verkefnum á
vegum nefndarinnar. Starfshópur, sem vann að tillögu-
gerð varðandi framlög vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu á
grunnskólakostnaði frá ríki til sveitarfélaga, var skipað-
ur Garðari Jónsssyni, Guðmundi Þór Ásmundssyni,
skrifstofustjóra á fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra á
Akureyri, og Valgarði Hilmarssyni oddvita. Starfshópur,
sem vann að tillögugerð varðandi aðra þætti þjónustu-
framlaga, var skipaður Garðari Jónssyni, Gísla Einars-
syni, Guðjóni Ingva Stefánssyni, framkvæmdastjóra
Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, og Þórði
Skúlasyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveit-
arfélaga.
í nóvember 1992 var vinna nefndarinnar komin á það
stig að hún bjó sig undir að leggja fram endanlegar til-
lögur. Þá gerðust þær óvæntu breytingar í tekjustofna-
málum sveitarfélaganna að samkomulag náðist milli rík-
isins og Sambands íslenskra sveitarfélaga
um að aðstöðugjaldið yrði fellt niður. Hins
vegar var þá ekki gengið frá því hvaða
frambúðartekjustofn sveitarfélögin fengju í
staðinn.
Hér var um svo viðamikla breytingu að
ræða á tekjuöflun sveitarfélaganna að rétt
þótti að bíða með endurskoðun reglugerð-
arinnar þar til fyrir lægi hvaða tekjur sveit-
arfélögin fengju í stað aðstöðugjaldsins.
Það þótti einnig eðlilegt að bíða eftir niður-
stöðum kosninganna um sameiningu sveit-
arfélaganna í nóvember 1993 enda brýn
þörf á að taka tillit til þeirra við endurskoðun á reglugerð
jöfnunarsjóðsins.
f desember 1993 var gengið frá breytingum á lögunum
um tekjustofna sveitarfélaga þar sem sveitarfélögunum
voru tryggðar tekjur í stað aðstöðugjaldsins þannig að
óvissu í því efni var eytt. Einnig lá fyrir í stórum dráttum
í byrjun árs 1994 hver árangurinn hafði orðið í bili af
átakinu í sameiningu sveitarfélaga. Nefndin hóf þá starf
að nýju og tók þá að sjálfsögðu mið af þeim breyttu að-
stæðum sem skapast höfðu við niðurfellingu aðstöðu-
gjaldsins og áfangann í sameiningu sveitarfélaga.
Mikilla upplýsinga hefur verið aflað um tekjustofna-
kerfi sveitarfélaganna annars staðar á Norðurlöndum og
fyrirkomulag jöfnunargreiðslna til sveitarfélaga og þar er
að sjálfsögðu að finna margt sem við getum lært af. Þar
hefur fyrirkomulag jöfnunargreiðslna til sveitarfélaga
þróast í áttina frá svokölluðum eymamerktum framlög-
um, sem t.d. fela í sér greiðslu á ákveðnu hlutfalli af
kostnaði við skólaakstur eða af byggingarkostnaði við
íþróttahús, yfir í svonefnd rammaframlög en með þeim
er talið að almannafé nýtist íbúunum betur. í Evrópusátt-
málanum um sjálfsstjóm sveitarfélaga, sem ísland er að-
ili að, er lögð áhersla á að framlög til sveitarstjóma skuli
ekki, ef unnt er, eymamerkja til fjármögnunar á ákveðn-
um verkefnum.
Á íslandi hafa tekjujöfnunarframlög á undanfömum
ámm haft meira vægi en þjónustuframlög, en þessu er
1 08