Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 46
FJÁRMÁL Endurskoðun reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Húnbogi Þorsteinsson, skrifitofústjóri ífélagsmálaráðuneytinu í febrúarmánuði 1992 skipaði þáv. félagsmálaráðherra nefnd til að endur- skoða ákvæði reglugerðar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um jöfnunarframlög, þ.e. 13. og 14. gr. reglugerðar nr. 390/1991. Nefndina skipuðu í upphafi Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmála- ráðuneytinu, sem var formaður, Guð- mundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Gunnlaugur Stefánsson al- þingismaður, Sturla Böðvarsson alþingis- maður og Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps. Ritari nefndarinnar var Elín Pálsdóttir deildarstjóri. Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur á skrifstofu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, vann með nefndinni. Þær breytingar urðu síðan á nefndinni að Þórður Skúlason framkvæmdastjóri kom í stað Guðmundar Áma Stefánssonar þegar hann tók við starfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1993 og Gísli Einarsson al- þingismaður kom í stað Gunnlaugs Stefánssonar þegar hann óskaði að hverfa úr nefndinni vegna annarra starfa í maí 1994. Tveir starfshópar unnu að einstökum verkefnum á vegum nefndarinnar. Starfshópur, sem vann að tillögu- gerð varðandi framlög vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu á grunnskólakostnaði frá ríki til sveitarfélaga, var skipað- ur Garðari Jónsssyni, Guðmundi Þór Ásmundssyni, skrifstofustjóra á fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra á Akureyri, og Valgarði Hilmarssyni oddvita. Starfshópur, sem vann að tillögugerð varðandi aðra þætti þjónustu- framlaga, var skipaður Garðari Jónssyni, Gísla Einars- syni, Guðjóni Ingva Stefánssyni, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, og Þórði Skúlasyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveit- arfélaga. í nóvember 1992 var vinna nefndarinnar komin á það stig að hún bjó sig undir að leggja fram endanlegar til- lögur. Þá gerðust þær óvæntu breytingar í tekjustofna- málum sveitarfélaganna að samkomulag náðist milli rík- isins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að aðstöðugjaldið yrði fellt niður. Hins vegar var þá ekki gengið frá því hvaða frambúðartekjustofn sveitarfélögin fengju í staðinn. Hér var um svo viðamikla breytingu að ræða á tekjuöflun sveitarfélaganna að rétt þótti að bíða með endurskoðun reglugerð- arinnar þar til fyrir lægi hvaða tekjur sveit- arfélögin fengju í stað aðstöðugjaldsins. Það þótti einnig eðlilegt að bíða eftir niður- stöðum kosninganna um sameiningu sveit- arfélaganna í nóvember 1993 enda brýn þörf á að taka tillit til þeirra við endurskoðun á reglugerð jöfnunarsjóðsins. f desember 1993 var gengið frá breytingum á lögunum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem sveitarfélögunum voru tryggðar tekjur í stað aðstöðugjaldsins þannig að óvissu í því efni var eytt. Einnig lá fyrir í stórum dráttum í byrjun árs 1994 hver árangurinn hafði orðið í bili af átakinu í sameiningu sveitarfélaga. Nefndin hóf þá starf að nýju og tók þá að sjálfsögðu mið af þeim breyttu að- stæðum sem skapast höfðu við niðurfellingu aðstöðu- gjaldsins og áfangann í sameiningu sveitarfélaga. Mikilla upplýsinga hefur verið aflað um tekjustofna- kerfi sveitarfélaganna annars staðar á Norðurlöndum og fyrirkomulag jöfnunargreiðslna til sveitarfélaga og þar er að sjálfsögðu að finna margt sem við getum lært af. Þar hefur fyrirkomulag jöfnunargreiðslna til sveitarfélaga þróast í áttina frá svokölluðum eymamerktum framlög- um, sem t.d. fela í sér greiðslu á ákveðnu hlutfalli af kostnaði við skólaakstur eða af byggingarkostnaði við íþróttahús, yfir í svonefnd rammaframlög en með þeim er talið að almannafé nýtist íbúunum betur. í Evrópusátt- málanum um sjálfsstjóm sveitarfélaga, sem ísland er að- ili að, er lögð áhersla á að framlög til sveitarstjóma skuli ekki, ef unnt er, eymamerkja til fjármögnunar á ákveðn- um verkefnum. Á íslandi hafa tekjujöfnunarframlög á undanfömum ámm haft meira vægi en þjónustuframlög, en þessu er 1 08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.