Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 48
FJARMAL
verði tekin út úr viðmiðunartekjum enda haft slík álagn-
ing veruleg áhrif á viðmiðunartekjur viðkomandi flokks.
Sveitarfélag fái framlag sem nemur mismuni á há-
markstekjum þess á hvem íbúa og 96% af viðmiðunar-
tekjum. Hér er því ekki gert ráð fyrir að sveitarfélög fái
100% jöfnun.
Greiðsla tekjujöfnunarframlaga
Lagt er til að tekjujöfnunarframlögin verði greidd í
einu lagi líkt og gert hefur verið hingað til.
Þjón ustuframlög
Hlutverk þjónustuframlaganna verði að jafna mis-
munandi útgjaldaþörf sveitarfélaga með sérstöku tilliti
til stærðarhagkvæmni þeirra. Samkvæmt tekjustofnalög-
unum er núverandi hlutverk þjónustuframlaganna það
að úthluta framlögum „til sveitarfélaga sem skortir tekj-
ur til að halda uppi þeirri þjónustu sem eðlilegt má telja
að sveitarfélög af þeirri stærð veiti“. Tillögumar fela því
í sér að meira verði horft á útgjaldaþörf sveitarfélaga
heldur en þjónustustig. Ennfremur er gert ráð fyrir að
horfið verði frá þeim skörpu skilum sem nú em í þjón-
ustuframlögunum miðað við tiltekinn íbúafjölda.
Talið er að eftirfarandi þættir (viðmiðanir) geti endur-
speglað útgjaldaþörf sveitarfélaga:
1. íbúafjöldi 0 - 5 ára
Endurspeglar útgjaldaþörf vegna leikskóla.
2. íbúafjöldi 6 - 15 ára
Endurspeglar útgjaldaþörf t.d. vegna tónlistarskóla og
æskulýðs- og íþróttamála.
3. íbúafjöldi 70 - 80 ára
Endurspeglar útgjaldaþörf vegna ákveðinna þátta í
öldrunarmálum.
4. íbúafjöldi 81 árs og yftr
Endurspeglar útgjaldaþörf vegna ákveðinna þátta í
öldmnarmálum.
5. Snjómokstur (vegalengdir ákveðinna gatna)
Endurspeglar útgjaldaþörf vegna snjómoksturs.
6. Fjarlægðir. Vegalengdir, fjöldi km
Endurspeglar útgjaldþörf vegna fjarlægða innan sveit-
arfélags.
7. Vegalengdir skólaaksturs (fjöldi km)
Endurspeglar kostnað við skólaakstur, heimavistir,
mötuneyti og gæslu bama úr dreifbýli.
8. Kennslutímafjöldi í skólum
Endurspeglar kostnað sveitarfélaga vegna gmnnskóla
ef hugmyndir um yfirtöku sveitarfélaga á grunnskóla-
kostnaði ríkisins verða að veruleika.
I desember sl. var geftn út breyting á reglugerðinni um
jöfnunarsjóðinn varðandi tekjujöfnunarframlögin í sam-
ræmi við tillögumar. (Reglugerð nr. 643/1994). Kemur
sú breyting til framkvæmda á næsta ári.
Til þess að tillögumar varðandi þjónustuframlögin geti
náð fram að ganga þarf að breyta jöfnunarsjóðskafla lag-
anna um tekjustofna sveitarfélaga. Stefnt er að því að
frumvarp um það efni verði lagt fram á Alþingi næsta
haust og hljóti samþykki fyrir áramótin þannig að breyt-
ingamar geti öðlast gildi í ársbyrjun 1996.
Þótt tillögumar um þjónustuframlögin liggi fyrir á eftir
að útfæra þær nánar í einstökum atriðum. Verður unnið
að því á næstu mánuðum í samráði við Samband ís-
lenskra sveitarfélaga.
Nefnd um málefni meðlagsgreiðenda og meðlagsmóttakenda
Stjóm sambandsins hefur tilnefnt
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann
þess, og Magnús Karel Hannesson,
oddvita Eyrarbakkahrepps, til þess
að taka sæti í fimm manna nefnd
sem skipuð hefur verið til þess að
„leggja fram tillögur til úrbóta í
málefnum meðlagsgreiðenda og
meðlagsmóttakenda, sem miði var-
anlega að því að fjárvöntun Inn-
heimtustofnunar sveitarfélaga verði
undir 300 millj. kr. á ári, til þess að
ekki þurfi framar að taka lán vegna
óinnheimtra meðlaga og að Jöfnun-
arsjóður sveitarfélaga geti sinnt
hlutverki sínu í framtíðinni", eins og
segir í samkomulagi sambandsins
og ríkisstjómarinnar frá 12. desem-
ber sl. sem kynnt var í 6. tbl. 1994.
Aðrir í nefndinni em Dögg Páls-
dóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu, til-
nefnd af því, Ólafur Hjálmarsson,
deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu,
og tilnefndur af því og Ingvar Vikt-
orsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði,
sem hefur verið skipaður formaður
án tilnefningar.
í áðurgreindu samkomulagi ríkis-
stjómarinnar og stjómar sambands-
ins frá 12. desember sl. segir m.a.
að ríkisstjómin myndi beita sér fyrir
því að tillögur nefndarinnar, sem
fjallaði á síðasta ári um fjárhags-
vanda Innheimtustofnunar sveitarfé-
laga, er lúta að réttarstöðu krafna,
skuldajöfnun og samningum við
skuldara komi til framkvæmda sem
fyrst til að bæta skil við stofnunina.
1 1 O