Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 51

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 51
ÝMISLEGT fá atkvæði til umráða í hlutfalli við íbúafjölda. Hver verður í meirihluta? Hugsum okkur mál sem er þannig vaxið að togast á sjónarmið þeirra sveitarfélaga sem eru fólksflest og þeirra sem eru fámenn. Þrjú afbrigði koma til greina, eitt í þágu fjöl- mennisins, annað í þágu strjálbýlis- ins og þriðja afbrigðið þar á milli. Atkvæði eru boðin í samræmi við þetta. Niðurstaðan getur orðið sú að flest atkvæði bjóðist á þriðja af- brigðið sem hvor hlutinn setur á næstflest atkvæði. Þá verður ekki sagt hvor var í meirihluta. Lrka get- ur farið svo að afbrigðið sem fjöl- mennið mat hæst með atkvæðum sínum hljóti flest atkvæði. Það verð- ur til þess að fámennið verður að þola niðurstöðu gegn vilja sínum, en hefur óskerta atkvæðatölu og því betri ástæður í næstu málum til að fylgja málstað sínum eftir. Fjöl- mennið fékk það sem það vildi, en skerðist um atkvæði sem svarar til stuðnings fámennisins við eigin málstað. Upprunalegur tilgangur með aðferðinni Markaðsatkvæði voru upphaflega hugsuð sem ráð til þess að fámenn- ur félagsskapur, t. a. m. sveitarfélag, sem gengur upp í stærri heild, ætti ekki á hættu að verða undir í öllum málum. Með markaðsatkvæðum á hann að geta notið ávinnings af þátt- töku í öflugri félagsskap, lagað á- lyktanir hans og ákvarðanir að sjón- armiðum sínum og hagsmunum og jafnvel, ef það varðar hann miklu, ráðið þegar viðhorfín eru mjög ólík. Fleira virðist hljótast af aðferð- inni. Forstaða félagsskapar fær tækifæri til að meta viðbrögð við ýmsum afbrigðum í máli. Mál verð- ur þá ekki lagt fyrir eins og nú vill verða sem eitt úrræði sem forstaðan verður að standa eða falla með. Al- menningur fær tölulega vitneskju um atbeina einstakra þátttakenda í hverju máli; hún birtist í atkvæða- tilboðum þeirra. Þannig verður skýrara hver ber ábyrgð á máli. Skýrari ábyrgð verður hvatning til þátttöku í félagsmálum. Enginn verður hunsaður til lengdar og ekki er ástæða fyrir neinn að vera til lengdar ábyrgðarlaus gagnrýnandi í minnihluta. Rannsókn mín er fólgin í því að athuga hvort framangreindar hug- myndir um eiginleika atkvæðamark- aðar standist í reynd. Ohætt er að fullyrða að rannsóknarefnið er það sem fremst er gert í framþróun lýð- ræðisskipulagsins. SKÓGRÆKT RÍKISINS Garðeigendur - sumarbústaðaeigendur Skógrækt ríkisins selur plöntur á eftirtöldum stöðum: MÓGILSÁ, Kjalarnesi, sími 566 6014 og 566 6071 - Opið 8-18 virka daga og 9-17 um helgar. HVAMMI, Skorradal - sími 437 0061 - Opið virka daga og eftir samkomulagi. LAUGABREKKU við Varmahlíð, Skagafirði - sími 453 8216 - Opið virka daga kl. 9-17.30 og um helgar kl. 13-16 (maí og júní). VÖGLUM, Fnjóskadal - sími 462 5715 - Myndsendir 462 7868 - Opið virka daga kl. 9-17.30 og um helgar kl. 13-16 (maí og júní). Símatími kl. 10-12 virka daga og 11-12 um helgar. HALLORMSSTAÐ á Fljótsdalshéraði - sími 471 1774 - Opið virka daga kl. 8-17.00. TUMASTÖÐUM í Fljótshlíð - sími 487 8345 - Opið virka daga kl. 8-17.30. Starfsfólk skógræktarstöövanna leióbeinir við plöntuval og útvegar plöntur frá öðrum skógræktarstöövum ef á þarf að halda. __________________________________________________________________/ 1 1 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.