Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 65

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 65
ERLEND SAMSKIPTI hópi tæknimanna og sérfræðinga til þess að skiptast á skoðunum og reynslu um málefni sem varðar upp- byggingu og enduruppbyggingu borga og bæja. Rædd verða ýmis málefni er varða uppbyggingu þéttbýlis, s.s. hlutverk tæknideilda í uppbyggingu og þróun, umhverfismál, endur- vinnsla, gagnavinnsla og tölvumál, uppbygging gatna og gatnastaðla, kostnaðarþátttaka rikis og sveitarfé- laga í uppbyggingu mannvirkja o.fl. Meðal frummælenda verða fulltrúar frá borgarverkfræðingsembættinu í London, vatnsveitu Kaupmanna- hafnar, finnska umhverfisráðuneyt- inu, fínnsku vegagerðinni, húsnæð- isstofnun Berlínar, borgarverkfræð- ingi Björgvinjar, Sambandi franskra sveitarfélaga og borgarstjómarskrif- stofum St. Pétursborgar. Ráðstefnan verður í tveimur hlut- um. Fyrri tveir dagamir fara fram í Helsinki og þeir síðari í St. Péturs- borg. Farið verður með ferju á milli. I Helsinki verður ráðstefnan í Fin- landiahöllinni og í St. Pétursborg verður hún í Mariinskyhöllinni. Samhliða ráðstefnunni verða sýn- ingar frá ýmsum borgum og bæjum ásamt kynningu á vöm og þjónustu sem sveitarfélögum stendur til boða. Einnig gefst þátttakendum kostur á skoðunarferðum til vatnsveitunnar og borgar- og umferðarskipulags- deildar í St. Pétursborg. Þátttökugjald á þeim hluta ráðstefnunnar sem fram fer í Helsinki er 51 þús. ísl. kr. og í St. Pétursborg 9 þús. kr. og siglingin milli bæjanna að meðtöldu fæði og gistingu um borð er 33 þúsund ísl. krónur. Aðaltungumál ráðstefnunnar er enska. Almennur skráningarfrestur er til 31. maí nk., en þá hækkar skráning- argjaldið um 10%. Lokafrestur er til 15. ágúst nk. Frekari upplýsingar um ráðstefnur þessar veitir Unnar Stefánsson í síma 581-3711. rltlll 3 ---------------------------TT7---------------------------------------------- Vænn kostur þar sem tími og peningar skipta máli Einingarnar koma á byggingarstað tilbúnar að utan og innan. Uppsetningin er eftir því fljótleg eða 500-1000 m2 á dag. Lett-tak er vinsælasta þakeiningin í Noregi. Þar hafa Lett-tak einingar verið notaðar á þök póstþjónustunnar, á flugskýli SAS og á fjölmörg íþrótta- og verslunarhús, að ógleymdum þúsundum fermetra í Lillehammer. Frábær hitaeinangrun, steinull frá 25 cm þykkt. Frábær hljóðeinangrun, Rw gildi frá 50 DB. Burðarhaf eininganna er allt að 12 metrum. Þyngd eininga er aðeins 45 kg hver fermetri. Ytri klæðning getur verið Sarnafil dúkur eða bárujárn. Mjög hagstætt verð. fagtún hf Póstmiðstöð Jönköping Sími 621370 Fax 621365 Verslunarmiðstöð í Karlstad l 27

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.