Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 7
AFMÆLI
Stjórnsýsluhúsið á Sauöárkrókl.
Ljósm. Stefán B. Pedersen.
sem er með höfuðstöðvar sínar í nýlegu stórhýsi við Ár-
torg. Þetta vöruhús er stærsta verslun á Norðurlandi
vestra.
Ársverkum í þjónustu hefur farið fjölgandi á Sauðár-
króki, enda er staðurinn miðsvæðis og samgöngur greið-
ar til allra átta.
Iðnaður er blómlegur á Sauðárkróki, en þar er stein-
ullarverksmiðja og öflugur byggingariðnaður, sem sést
best á því að iðnaðarmenn frá Sauðárkróki hafa verið
fengnir til að vinna mörg verk við opinberar byggingar í
Reykjavík. Má þar nefna að Trésmiðjan Borg sá um
innréttingar í Ráðhús Reykjavíkur og hús Hæstaréttar,
svo eitthvað sé nefnt. Fiskvinnsla hefur verið töluverð,
en nú eru breytingar að verða á landvinnslu, sem á mjög
undir högg að sækja þegar frysting er að hverfa úr hinum
hefðbundnu frystihúsum og að flytjast út á sjó. Hefur
þetta skapað allnokkra erfiðleika í atvinnulífi á Sauðár-
króki á síðasta ári.
Hitaveita
Hitaveita Sauðárkróks tók til starfa árið 1953 en þá var
fyrsta húsið tengt við veituna. Hitaveitan er ein mesta
auðlind sem Sauðárkróksbúar eiga og húshitunarkostn-
aður er með því lægsta sem þekkist á landinu. Boraður
hefur verið hátt á annan tug hola, en nú eru fjórar holur í
notkun og virðist vatn á veitusvæðinu vera nægjanlegt til