Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 8
AFMÆLI Litagleði i Laugatúni. Ljósm. Óli Arnar Brynjarsson. langrar framtíðar. Nú standa yfir viðræður við nágranna- sveitarfélögin um sölu á vatni til þeirra. A vegun hita- veitunnar er rekin gróðrarstöð og sér hún um að full- nægja þörf bæjai'yl'irvalda fyrir sumarblóm og trjáplönt- ur. Þjónusta Félagsþjónusta á Sauðárkióki er með því besta sem gerist. Sérdeild er við grunnskólana og Svæðisstjóm um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra hefur aðstöðu á Sauðárkróki. Sambýli fyrir fatlaða er rekið á þremur stöðum en einnig er rekin dagdeild við þessar stofnanir. Til að þjónusta þessa einstaklinga sem best rekur Sauð- árkróksbær sérútbúna bifreið fyrir fatlaða, sem mjög mikið er notuð. Væntanlega verður hafist handa við byggingu sam- býlis fyrir geðfatlaða á þessu ári. Sjúkrahús Skagfirðinga er stærsti vinnustaðurinn á Sauðárkróki. Sjúkrahúsið tók til starfa árið 1906 í húsi sem nú er nýtt sem safnaðarheintili, en núverandi sjúkrahús á Sauðárhæðum var tekið í notkun 1961. Síð- an flutt var þangað hefur mikið verið byggt við húsið, og þar er nú heilsugæslustöð sem tók til starfa 1985. Hjúkrunar- og dvalarheimili var einnig byggt í tengslum við sjúkrahúsið og var fyrsti áfangi þess tekinn í notkun 1986. Alls eru nú 76 sjúkrarúm á sjúkrahúsinu, sem skiptast þannig að 20 rúm eru á sjúkradeild og 56 rúm á hjúkrunardeildunt. Starfsemi stoðdeilda, rannsóknar- stofu og endurhæfingardeildar hefur aukist mjög á síð- ustu árunt og má segja að héraðshlutdeild sjúkrahússins sé með því mesta sem gerist á landsbyggðinni. Skólamál Á Sauðárkróki er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, sem er rekinn í samvinnu við héraðsnefndir Húnvetninga og Siglufjarðarbæ. I fjölbrautaskólanum eru hátt á fimmta hundrað nemendur og við skólann er heimavist, sem tekur 140 nemendur. Árið 1994 var tekið í notkun bóknámshús fjölbrautaskólans, en áður hafði starfsemi skólans verið dreifð um bæinn í leiguhúsnæði og í kjall- ara og göngurn heimavistar, auk verknámshúss skólans sem tekið var í notkun árið 1983. Þrátt fyrir þessa stækk- un á húsnæði skólans er brýnt að haldið verði áfram við byggingu bóknámshússins en u.þ.b. þriðjungur hússins er óbyggður. Næsta skref í uppbyggingu skólans verður að auka við heimavistarrými sem nú þegar er orðið mjög aðkallandi og verður vonandi hafist handa við það sem fyrst. Fyrirsjáanlegar em verulegar framkvæmdir á Sauðár- króki vegna löggjafar um einsetningu grunnskóla. Árið 1947 var núverandi húsnæði Barnaskóla Sauðárkróks tekið í notkun og hýsti þá Barna-, Unglinga-, síðar Gagnfræðaskóla og Iðnskóla Sauðárkróks. Með vaxandi íbúafjölda varð húsnæði skólans brátt alltof lítið og nú- verandi gagnfræðaskólahús var tekið að hluta í notkun 1968. Innan veggja bamaskólans stunda 1.-5. bekkur 7 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.