Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 8
AFMÆLI
Litagleði i Laugatúni.
Ljósm. Óli Arnar
Brynjarsson.
langrar framtíðar. Nú standa yfir viðræður við nágranna-
sveitarfélögin um sölu á vatni til þeirra. A vegun hita-
veitunnar er rekin gróðrarstöð og sér hún um að full-
nægja þörf bæjai'yl'irvalda fyrir sumarblóm og trjáplönt-
ur.
Þjónusta
Félagsþjónusta á Sauðárkióki er með því besta sem
gerist. Sérdeild er við grunnskólana og Svæðisstjóm um
málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra hefur aðstöðu á
Sauðárkróki. Sambýli fyrir fatlaða er rekið á þremur
stöðum en einnig er rekin dagdeild við þessar stofnanir.
Til að þjónusta þessa einstaklinga sem best rekur Sauð-
árkróksbær sérútbúna bifreið fyrir fatlaða, sem mjög
mikið er notuð.
Væntanlega verður hafist handa við byggingu sam-
býlis fyrir geðfatlaða á þessu ári.
Sjúkrahús Skagfirðinga er stærsti vinnustaðurinn á
Sauðárkróki. Sjúkrahúsið tók til starfa árið 1906 í húsi
sem nú er nýtt sem safnaðarheintili, en núverandi
sjúkrahús á Sauðárhæðum var tekið í notkun 1961. Síð-
an flutt var þangað hefur mikið verið byggt við húsið,
og þar er nú heilsugæslustöð sem tók til starfa 1985.
Hjúkrunar- og dvalarheimili var einnig byggt í tengslum
við sjúkrahúsið og var fyrsti áfangi þess tekinn í notkun
1986. Alls eru nú 76 sjúkrarúm á sjúkrahúsinu, sem
skiptast þannig að 20 rúm eru á sjúkradeild og 56 rúm á
hjúkrunardeildunt. Starfsemi stoðdeilda, rannsóknar-
stofu og endurhæfingardeildar hefur aukist mjög á síð-
ustu árunt og má segja að héraðshlutdeild sjúkrahússins
sé með því mesta sem gerist á landsbyggðinni.
Skólamál
Á Sauðárkróki er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra,
sem er rekinn í samvinnu við héraðsnefndir Húnvetninga
og Siglufjarðarbæ. I fjölbrautaskólanum eru hátt á
fimmta hundrað nemendur og við skólann er heimavist,
sem tekur 140 nemendur. Árið 1994 var tekið í notkun
bóknámshús fjölbrautaskólans, en áður hafði starfsemi
skólans verið dreifð um bæinn í leiguhúsnæði og í kjall-
ara og göngurn heimavistar, auk verknámshúss skólans
sem tekið var í notkun árið 1983. Þrátt fyrir þessa stækk-
un á húsnæði skólans er brýnt að haldið verði áfram við
byggingu bóknámshússins en u.þ.b. þriðjungur hússins
er óbyggður. Næsta skref í uppbyggingu skólans verður
að auka við heimavistarrými sem nú þegar er orðið mjög
aðkallandi og verður vonandi hafist handa við það sem
fyrst.
Fyrirsjáanlegar em verulegar framkvæmdir á Sauðár-
króki vegna löggjafar um einsetningu grunnskóla. Árið
1947 var núverandi húsnæði Barnaskóla Sauðárkróks
tekið í notkun og hýsti þá Barna-, Unglinga-, síðar
Gagnfræðaskóla og Iðnskóla Sauðárkróks. Með vaxandi
íbúafjölda varð húsnæði skólans brátt alltof lítið og nú-
verandi gagnfræðaskólahús var tekið að hluta í notkun
1968. Innan veggja bamaskólans stunda 1.-5. bekkur
7 0