Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 10
AFMÆLI Hundrað ára afmæli Eyrarbakkahrepps Eyrarbakkahreppur heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í ár en á ár- inu 1897 var Stokkseyrarhreppi skipt í Eyrarbakkahrepp og Stokks- eyrarhrepp. Á sumardaginn fyrsta hófst fyrsta atriði hátíðarhalda í tilefni af afmæl- inu, sýning á vatnslitamyndum Rut- ar Magnúsdóttur í samkomuhúsinu Stað. Hinn 4. maí hófst á sama stað ljósmyndasýning Völu Dóru Jóns- dóttur, ljósmyndanema í Edinborg, „Þorpið mitt“, og hinn 17. maí skjalasýning, „Skjölin segja sögu“, sem haldin er í samstarfi við Hér- aðsskjalasafn Ámesinga. Á hvítasunnudag, hinn 18. maí, er rétt 100 ár voru frá því að gefið var út landshöfðingjabréf um skiptingu Stokkseyrarhrepps í tvö sveitarfélög árið 1897, var hátíðisdagur á Eyrar- bakka. Hátíðarguðsþjónusta var í Eyrarbakkakirkju og hátíðarsam- koma að Stað. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heim- sóttu Eyrbekkinga og tóku þátt í há- tíðarhöldunum. Gestum var boðið kaffi og afmælisterta í tjaldi á Garðstúni og um kvöldið var af- mælisdansleikur. Sögufélag Ámesinga hélt hinn 22. maí fræðslufund þar sem Páll Berg- þórsson, fv. veðurstofustjóri, hélt er- indi um Eyrbekkinginn Bjama Herj- ólfsson, siglingar Islendinga um Norður-Atlantshaf og fund megin- lands Norður-Ameríku fyrir 1000 árum. Þá hófst hinn 31. maí sýning á bátamyndum frá Eyrarbakka og var kölluð „Saga bátanna". Hinn 8. júlí verður haldinn hátíð- arfundur hreppsnefndarinnar er rétt hundrað ár verða frá fyrsta fundi hreppsnefndar Eyrarbakkahrepps. í tilefni afmælisins héldu þeir Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, og Haukur Gíslason organisti orgeltónleika í Eyrarbakkakirkju. Sýning verður á verkum Halldórs Gunnlaugssonar myndlistarmanns á Vesturbúðar- hólnum, haldin verður bókmennta- dagskrá í Húsinu í samstarfi við Byggðasafn Ámesinga, haldið ljós- myndamaraþon og efnt til fugla- skoðunar í nýju friðlandi fugla við Ölfusá. Á árinu verða í samkomuhúsinu sýndar gamlar kvikmyndir, sem Sigurður Haraldsson, Bjarnfinnur Ragnar Jónsson, Jón A. Jónsson o.fl. hafa tekið á Eyrarbakka. Þerna- verkefni verður í Bamaskólanum á Eyrarbakka með sýningu og út kem- ur bókin „Eyrarbakki í 100 ár“. Á árinu verður staðfest nýtt aðal- skipulag Eyrarbakka og í tilefni af því haldin sýning á því og ömefna- kortum þar sem kynnt verður þróun byggðar á Bakkanum á uppdráttum og ljósmyndum. Afmælisár á Króknum Á afmælisári hefur afmælisnefnd Sauðárkróks staðið fyrir fjölbreyttri dagskrá í samvinnu við ýmsa aðila í bænunt. Við gerð þessarar dagskrár hefur verið reynt að ná fram þremur markmiðum. „í fyrsta lagi hefur verið haft að leiðarljósi að rifja upp þann menningararf sem við Króks- arar eigutn," sagði Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri afmælishátíðar- innar, er hann skýrði Sveitarstjóm- armálum frá þeim. „I öðm lagi höf- um við reynt að horfa til framtíðar og taka á ýmsum framfaramálum og síðast en ekki síst höfum við reynt að gera okkur glaðan dag,“ sagði Páll. Afmælisárið hófst með upp- hafshátíð sem fram fór í blíðskapar- veðri helgina 20.-21. júlí 1996. Þessa helgi gerðu Króksarar og gestir þeirra sér glaðan dag, en þá var útiskemmtun, karneval, bryggjuball, leiktæki, gönguferðir o.fl. Flutt hefur verið dagskrá í tali og tónum um ýmsa aðila er lagt hafa drjúgan skerf í menningararftnn; rit- höfundana Guðrúnu frá Lundi og Gyrði Elíasson, tónskáldið og heið- ursborgarann Eyþór Stefánsson, Pétur Sigurðsson tónskáld og Frið- rik Hansen Ijóðskáld, listmálarana frá Króknum og Krókinn í ævisög- um. í upphafi Sæluviku voru danskir dagar til að minna á að Danimir á Króknum áttu stóran þátt í uppgangi leik- og tónlistarlífs í bænum. Á danska daga komu ýmsir góðir gest- ir, bæði danskir og íslenskir. Þá buðu ýmis fyrirtæki í bænum dansk- ar vömr í meira magni en venjulega og kynntu þær sérstaklega. Hópur norrænna blaðamanna, sem voru í heimsókn á vegum Norðurlanda- 7 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.