Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 10
AFMÆLI
Hundrað ára afmæli
Eyrarbakkahrepps
Eyrarbakkahreppur heldur upp á
hundrað ára afmæli sitt í ár en á ár-
inu 1897 var Stokkseyrarhreppi
skipt í Eyrarbakkahrepp og Stokks-
eyrarhrepp.
Á sumardaginn fyrsta hófst fyrsta
atriði hátíðarhalda í tilefni af afmæl-
inu, sýning á vatnslitamyndum Rut-
ar Magnúsdóttur í samkomuhúsinu
Stað. Hinn 4. maí hófst á sama stað
ljósmyndasýning Völu Dóru Jóns-
dóttur, ljósmyndanema í Edinborg,
„Þorpið mitt“, og hinn 17. maí
skjalasýning, „Skjölin segja sögu“,
sem haldin er í samstarfi við Hér-
aðsskjalasafn Ámesinga.
Á hvítasunnudag, hinn 18. maí, er
rétt 100 ár voru frá því að gefið var
út landshöfðingjabréf um skiptingu
Stokkseyrarhrepps í tvö sveitarfélög
árið 1897, var hátíðisdagur á Eyrar-
bakka. Hátíðarguðsþjónusta var í
Eyrarbakkakirkju og hátíðarsam-
koma að Stað. Forseti íslands, hr.
Ólafur Ragnar Grímsson, og frú
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heim-
sóttu Eyrbekkinga og tóku þátt í há-
tíðarhöldunum. Gestum var boðið
kaffi og afmælisterta í tjaldi á
Garðstúni og um kvöldið var af-
mælisdansleikur.
Sögufélag Ámesinga hélt hinn 22.
maí fræðslufund þar sem Páll Berg-
þórsson, fv. veðurstofustjóri, hélt er-
indi um Eyrbekkinginn Bjama Herj-
ólfsson, siglingar Islendinga um
Norður-Atlantshaf og fund megin-
lands Norður-Ameríku fyrir 1000
árum. Þá hófst hinn 31. maí sýning
á bátamyndum frá Eyrarbakka og
var kölluð „Saga bátanna".
Hinn 8. júlí verður haldinn hátíð-
arfundur hreppsnefndarinnar er rétt
hundrað ár verða frá fyrsta fundi
hreppsnefndar Eyrarbakkahrepps.
í tilefni afmælisins héldu þeir
Haukur Guðlaugsson, söngmála-
stjóri Þjóðkirkjunnar, og Haukur
Gíslason organisti orgeltónleika í
Eyrarbakkakirkju. Sýning verður á
verkum Halldórs Gunnlaugssonar
myndlistarmanns á Vesturbúðar-
hólnum, haldin verður bókmennta-
dagskrá í Húsinu í samstarfi við
Byggðasafn Ámesinga, haldið ljós-
myndamaraþon og efnt til fugla-
skoðunar í nýju friðlandi fugla við
Ölfusá.
Á árinu verða í samkomuhúsinu
sýndar gamlar kvikmyndir, sem
Sigurður Haraldsson, Bjarnfinnur
Ragnar Jónsson, Jón A. Jónsson
o.fl. hafa tekið á Eyrarbakka. Þerna-
verkefni verður í Bamaskólanum á
Eyrarbakka með sýningu og út kem-
ur bókin „Eyrarbakki í 100 ár“.
Á árinu verður staðfest nýtt aðal-
skipulag Eyrarbakka og í tilefni af
því haldin sýning á því og ömefna-
kortum þar sem kynnt verður þróun
byggðar á Bakkanum á uppdráttum
og ljósmyndum.
Afmælisár á Króknum
Á afmælisári hefur afmælisnefnd
Sauðárkróks staðið fyrir fjölbreyttri
dagskrá í samvinnu við ýmsa aðila í
bænunt. Við gerð þessarar dagskrár
hefur verið reynt að ná fram þremur
markmiðum. „í fyrsta lagi hefur
verið haft að leiðarljósi að rifja upp
þann menningararf sem við Króks-
arar eigutn," sagði Páll Brynjarsson,
framkvæmdastjóri afmælishátíðar-
innar, er hann skýrði Sveitarstjóm-
armálum frá þeim. „I öðm lagi höf-
um við reynt að horfa til framtíðar
og taka á ýmsum framfaramálum og
síðast en ekki síst höfum við reynt
að gera okkur glaðan dag,“ sagði
Páll. Afmælisárið hófst með upp-
hafshátíð sem fram fór í blíðskapar-
veðri helgina 20.-21. júlí 1996.
Þessa helgi gerðu Króksarar og
gestir þeirra sér glaðan dag, en þá
var útiskemmtun, karneval,
bryggjuball, leiktæki, gönguferðir
o.fl.
Flutt hefur verið dagskrá í tali og
tónum um ýmsa aðila er lagt hafa
drjúgan skerf í menningararftnn; rit-
höfundana Guðrúnu frá Lundi og
Gyrði Elíasson, tónskáldið og heið-
ursborgarann Eyþór Stefánsson,
Pétur Sigurðsson tónskáld og Frið-
rik Hansen Ijóðskáld, listmálarana
frá Króknum og Krókinn í ævisög-
um.
í upphafi Sæluviku voru danskir
dagar til að minna á að Danimir á
Króknum áttu stóran þátt í uppgangi
leik- og tónlistarlífs í bænum. Á
danska daga komu ýmsir góðir gest-
ir, bæði danskir og íslenskir. Þá
buðu ýmis fyrirtæki í bænum dansk-
ar vömr í meira magni en venjulega
og kynntu þær sérstaklega. Hópur
norrænna blaðamanna, sem voru í
heimsókn á vegum Norðurlanda-
7 2