Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 15
FERÐAMAL Margt smátt gerir eitt stórt Hugmyndaskýrslan hlaut góðar viðtökur og vakti verðskuldaða athygli á verkefninu, sem m.a. var eitt af þremur sem fengu Nýsköpunarverðlaun forseta Islands árið 1996. Segja má að inntak skýrslunnar sé að margt smátt geri eitt stórt. Litlar hugmyndir, sem eru tiltölu- lega auðveldar í framkvæmd, eru í fyrirrúmi. Leitast er við að byggja á því sem þegar hefur verið gert vel - þjónustu og afþreyingu sem fyrir er í sýslunni - um leið og tekið er mið af hugmyndafræði umhverfisvænnar ferðaþjónustu. Hugmyndir um markaðssókn og úrbætur eru miðaðar við þá hópa ferðafólks sem Strandamenn vilja helst fá í heimsókn, enda verður að teljast æskilegt að hafa stjóm á fjölda ferðamanna og álagi á einstök svæði. Það hlýtur að vera skynsamlegt að byggja ferða- þjónustuna upp í jafn mikilli sátt við umhverfið og kost- ur er. Því er markmið héraðsnefndar að höfða einkum til fjölskyldufólks og rólyndra unnenda náttúru og sögu. í skýrslunni eru útfærðar nákvæmar leiðir til að nýta sérstöðuna, enda er helsti galli úttekta sem þessarar oft að markmið eru skilgreind en leiðir til að nálgast þau verða útundan. Hugmyndavinnan beinist að Stranda- sýslu allri og þeim þáttum sem eðlilegt er að Stranda- menn vinni sjálfir og hafi frumkvæði að. Svipuð hug- myndavinna hentar vissulega fleiri svæðum, en Strandir eru þó afar heppilegar fyrir tilraunaverkefni af þessu tagi. Möguleikar til að ná árangri í ferðaþjónustu eru góðir - öll uppbygging er skammt á veg komin, svo hægt er að standa vel að málum frá upphafi. Ef vel tekst til skapast nokkur ársstörf við ferðaþjónustu til viðbótar á Ströndum og aukatekjur fyrir býsna marga. Listin að skemmta ferðamönnum Kröfur ferðamanna hafa breyst mikið á síðustu árum. Þótt það sé enn stórbrotin og óspillt náttúra sem laðar fólk á Strandir og til Vestfjarða dugar hún ekki lengur ein og sér til að skemmta ferðalöngum. Þeir leita vissu- lega að fögrum hlíðum og fjallasýn, en vilja einnig láta leiða sig á vit sögunnar og að landinu sé gefið líf með faglegri upplýsingamiðlun. Eins vilja ferðamenn að ým- is skemmtun standi til boða og sjá ekki eftir að borga hóflegt verð fynr vandaða afþreyingu. Á þessu breytta viðhorfi hafa Islendingar víða verið lengi að átta sig. Umbætur þurfa ekki endilega að kosta mikið og margt smálegt er vel til þess fallið að krydda tilveru ferða- langsins. Lítil en skemmtileg ljósmyndasýning getur sem best verið fólgin í tíu vel völdum mannlífsmyndum og vönduðum myndatextum. Þá er auðvelt að merkja gönguleiðir að sögustöðum með vörðum, smíða prílur yfir hindranir eða afmarka göngustíg með steinum. Á Ströndum er t.d. kjörið að bjóða ferðamönnum að rétta úr sér og rölta að steintröllunum sem forðum ætluðu að grafa Vestfjarðakjálkann frá meginlandinu og hafa út af fyrir sig. Til þess þarf aðeins að setja upp söguskilti við þjóðveginn og vísa veginn. Til þess að skemmta ferðamönnum með hjálp sögunn- ar þarf að bjóða fram fjölbreytilegustu afþreyingu. Mik- ilvægt er að handverk sem tengist sérstöðu svæðisins sé á boðstólum, og jafnvel má setja sögulega sérstöðu fram á matseðlum veitingahúsa. Sögustaði þarf að gera að- gengilega með merkingum, kortum, bæklingum, skiltum og göngustígum án þess þó að ofbjóða umhverfinu. Upp- lýsingaþjónusta verður að vera þaulskipulögð og mark- viss. Einnig verða skipulagðar ferðir að standa til boða - gjaman á fjölbreyttum fararskjótum. Hátíðahöld af ýmsu tagi þurfa að byggja á sérstöðunni, og misviðamiklar minja- og myndasýningar eru góð aðferð til að koma sögu á framfæri. Söguslóðir á Ströndum I Strandasýslu er fjöldinn allur af stórmerkum sögu- 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.