Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 16
FERÐAMÁL
Steintröll á Ströndum sem gleymdu sér viö aö grafa Vestfirði frá meginlandinu og dagaöi uppi i
Drangavík viö Kollafjaröarnes. Þriöja trölliö varö aö steindrangi þeim sem þorpiö Drangsnes er
kennt viö. Ljósm. Stefán Gíslason.
stöðum, eins og annars staðar á landinu. Eyðibyggðimar
norðan við Ófeigsfjörð - með öllum sínum náttúruperl-
um - heilla margan göngumanninn, Trékyllisvík var
vettvangur galdrabrenna á 17. öld og á Gjögri var
stærsta hákarlaveiðistöð landsins. 1 Djúpavík og á Eyri
við Ingólfsfjörð standa risavaxnar og yfirgefnar sfldar-
verksmiðjur sem minnisvarðar um fallvaltleika mann-
lífsins, og verslunarstaðurinn Kúvíkur er nú rústir einar.
í fjallið Kaldbak gekk galdrameistarinn Svanur á Svans-
hóli eftir dauða sinn og skriðumar í Kaldbakskleif vom
forðum vígðar af Guðmundi góða, rétt eins og gömul
setlaug á Laugarhóli. Þar liggur trú á lækningamætti
vatnsins. Á Kaldrananesi, Ámesi og Stað í Steingríms-
firði em gömul og glæsileg guðshús - byggð skömmu
eftir miðja síðustu öld, og á Felli í Kollafirði er gamall
og gróinn kirkjugarður. Þar er líka Svartfoss sem Fjalla-
Eyvindur faldist á bak við á flótta undan réttvísinni. Á
Óspakseyri í Bitru varðist óeirðaseggurinn Óspakur
mönnum Snorra goða úr virki sínu og í Hrútafirði er
þorpið Borðeyri sem á sér ótrúlega merka verslunar-
sögu.
Söguleg sérstaða héraðsins er einnig allmikil.
Strandasýsla var harðbýl fyrr á öldum, hafís lá oft að
ströndum og vetrarrfld getur verið mikið. Hlunnindi eins
og selveiðar og rekaviður, sem gnótt er af, skiptu meira
máli en víðast annars staðar. Fjölmargar jarðir eru falln-
ar úr byggð, en eins og menn vita þykir fróðlegt að litast
um á eyðilendum. Þá eru þjóðsögur, þjóðtrú og galdrar
býsna umfangsmikill þáttur í sögu sýslunnar.
En hvemig má nýta sérstöðuna - hvemig á að koma
henni á framfæri? Upplýs-
ingaþjónusta og ýmiss konar
útgáfa skiptir vissulega mestu
máli, en hugmyndin er að sög-
unni verði komið til skila á
margvíslegan annan hátt, t.d.
með hátíðahöldum og kvöld-
vökum. Gömul hús, sem hafa
verið friðuð, er sjálfsagt að
gæða lífi sem höfuðstöðvar
sýningarhalds eða upplýsinga-
þjónustu. Þetta á t.d. við um
Riis-húsið á Borðeyri, sem nú
er verið að lagfæra, en það var
reist á sjöunda áratugi 19. ald-
ar. Þá vilja ferðamenn eiga
þess kost að komast í skipu-
lagðar ferðir með vandaðri
leiðsögn um óspillta og stór-
brotna náttúru, eyðislóðir og
sögustaði. Nóg er af slíkum
leiðum á Ströndum.
Ekki er á dagskrá að setja
upp söfn í héraðinu, enda eru
Strandamenn aðilar að
Byggðasafninu á Reykjum þar sem hákarlaveiðar og
rekanytjar eru í forgrunni. Uppsetning safna er dýr, kall-
ar á geymslupláss, rannsóknir og rnikið söfnunar- og
skráningarstarf. Hætta er á að slík framkvæmd myndi
gleypa alla aura sem renna til menningarmála. Vænlegri
valkostur er að á hverjum tíma verði í gangi nokkrar litl-
ar sýningar á Ströndum. Þar verði tekið á afmörkuðum
þemum sem tengjast sögu sýslunnar - göldrum, hákarla-
veiðum, vinnslu úr rekaviði, verslunarsögu og fleiri
mannlífsþáttum. Því miður virðist ekki einu sinni sumt
safnafólk gera sér grein fyrir muninum á sýningu og
safni, og því er sveitarfélögum hætt við að reisa sér
hurðarás um öxl með minjasöfnum sem varla standa
undir nafni.
Að byggja upp íwyiid
Með markvissum aðgerðum er þannig ætlunin að gera
ferðamönnum um Strandir kleift að komast í kynni við
áhugaverða og spennandi fortíð, atvinnuhætti og atburði,
þjóðlíf og þjóðtrú. Þetta virðist m.a. nauðsynlegt vegna
þess að um allar jarðir gera ferðaþjónar út á „einstæða
og ómengaða náttúru". Náttúran er dulúðug og stórbrotin
á Ströndum og vegur þungt í ímyndinni, en markmiðið
er að styrkja söguna, hughrif hennar og hlutfallslegt
vægi. Það auðveldar leikinn að í huga íslendinga hafa
Strandir orð á sér sem hrífandi snertiflötur við fortíðina
og sagt er að sambúð manns og náttúru hafi óvíða verið
nánari.
Hér verður að undirstrika að ekki er nóg að kynna eitt-
hvert hérað og halda vel úthugsaðri ímynd á lofti. Að