Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 17
FERÐAMÁL
auki verða að koma til marg-
víslegar framkvæmdir sem
grundvallast á þeirri hugsun
að ánægðir ferðamenn séu
besta auglýsing sem svæðið
getur fengið. Markaðssetning
má aldrei vera fólgin í innan-
tómum frösum um frábæra
skemmtun, sögustaði, ómeng-
að land og náttúruperlur, sem
ferðamenn verða síðan hvergi
varir við. Ekkert er hættulegra
fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Vemdun og viðhald minja um
liðna tíð verða að fá aukið
vægi og einnig umhverfis-
vemd og landhreinsun. Svæð-
ið verður að standa undir
ímyndinni. Án þess verður öll
markaðssetning hjáróma
froðusnakk.
II. Aö láta verkin tala
Til allrar hamingju átti ekki
fyrir hugmyndaplagginu Ferðaþjónusta og þjóðmenn-
ing að liggja að lokast niðri í loftlítilli skúffu, eins og
stundum vill brenna við. Eftir að hafa kynnt sér efni
skýrslunnar ákvað héraðsnefnd að láta til skarar skríða,
koma hugmyndafræðinni á framfæri heima fyrir og
hrinda ýmsum tillögum í framkvæmd. Til þess vom Jón
Eigendur Café-Riis, hjónin Magnús Magnusson og Þorbjörg Magnúsdóttir, standa viö einn bar-
inn sem prýöir hundraö ára gamalt húsiö. Greinarhöfundur tók myndina.
Börn aö leik í rekaviöarfjöru í Bjarnarfirði. Fyrr á öldum voru Strandamenn þekktir fyrir smíöar á
listmunum og nytjavöru úr rekaviöi og seldu búsáhöld víöa. Ljósm. Ester Sigfúsdóttir.
Jónsson og þjóðfræðineminn Rakel Pálsdóttir ráðin lil
starfa heima í héraði sumarið 1996.
Suinarstarfið ó Ströndum
Verkefni starfsmannanna var fyrst og fremst að varpa
á loft ýmsum tillögum um framtak og úrbætur og ræða
þær fram og aftur við heima-
menn. Af öllum mætti var þó
forðast að þröngva hugmynd-
um upp á fólk, enda skiptir
öllu að framtak í ferðaþjón-
ustu sé samstiga vilja þjón-
ustuaðila og að frumkvæði til
breytinga komi frá heima-
mönnum. En starfsfólkið
gerði ýmislegt fleira en að
viðra misgóðar hugmyndir við
misjafnar undirtektir. Það var
ferðaþjónum innan handar og
aðstoðaði eftir megni við allt
sem tengist afþreyingu, bækl-
ingagerð, kynningu og sýn-
ingarhaldi.
Uppbygging afþreyingar
var þó í öndvegi, enda óhætt
að segja að Strandamenn hafi
verið nokkuð á eftir nágrönn-
um sínum á því sviði. Ymsar
markverðar nýjungar komust
á koppinn, margar með aðstoð
starfsmanna eða fyrir frum-
7 9