Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 18
FERÐAMÁL
Hólmavík á fögrum haustdegi, þjónustumiðstöö og höfuöstaöur Strandasýslu. Ljósm. Stefán
Gíslason.
kvæði þeirra. Svo dæmi séu tekin voru skipulagðar
gönguferðir með leiðsögn í samráði við svæðisleiðsögu-
menn og valda heimamenn, og í fyrsta sinn var á
Ströndum gefinn kostur á skipulögðum hestaferðum. I
sjávarþorpinu Drangsnesi var haldin vegleg bryggjuhá-
tíð, kaffileikhús var vikulega á veitingahúsinu Café-Riis
á Hólmavík og þar var einnig sett upp ljósmyndasýning
um mannlíf á Hólmavík. Þegar sumri fór að halla var
haldin á Hótel Laugarhóli þjóðsagnakvöldvaka - þar
sem sagt var frá dvergum og draugum, álfum og tröllum
- og galdrakvöld voru haldin á Hólmavík og í Djúpavík.
Þar voru gestir fræddir um galdrabrennur á Ströndum og
galdrakúnstir kenndar. Veitingasalar og áhugaleikarar
héldu fjölskyldudaga, og ferðamenn áttu þess kost að
komast í smalamennsku og réttir. Margt af þessu verður
eflaust að árvissum viðburðum, annað sem ekki er nefnt
í þessari upptalningu var áður til staðar, og fleiri við-
burðir og sýningar eru í burðarliðnum.
Café-Riis og Strandahestar
Ferðaþjónusta á Ströndum virðist með öðrum orðum
á réttri braut. Nýjungamar eru margar, en mikilvægast
er jákvætt viðhorf ferðaþjóna á svæðinu. Samstarf hefur
stóraukist, og allir virðast velta fyrir sér einhverri ný-
breytni og leita leiða til að styrkja ímynd svæðisins og
skemmta ferðamönnum með hjálp sögunnar.
Eins skiptir miklu að ný fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa
markvisst tekið mið af sögulegri sérstöðu sýslunnar. I
elsta húsi Hólmavíkur - sem verður 100 ára nú í sumar
- er nú rekið stórglæsilegt veitingahús sem kallað er
Café-Riis, eftir kaupmannin-
um Riis sem reisti húsið.
Byggingin er nýlega uppgerð í
samráði við húsafriðunar-
nefnd, og var reynt að nálgast
upprunalegt útlit hennar sem
mest. Húsið er t.d. málað í lit-
um sem oft prýddu slík stór-
hýsi um síðustu aldamót. Þar
sem endumýja þurfti gólf var
notaður rekaviður úr Ofeigs-
firði á Ströndum, og barina
þrjá sem prýða hver sinn sal-
inn skreytti Erlendur Magnús-
son frá Hvolsvelli með galdra-
stöfum og útskurði. Café-Riis
er í senn veitinga- og pizzu-
staður, kaffihús og krá.
Síðasta sumar höfðu heima-
menn einnig í fyrsta sinn á
boðstólum skipulagðar hesta-
ferðir, stuttar og langar skoð-
unarferðir frá Hólmavík.
Kvöldferðir eru vinsælar, en
þá liggur leiðin oftast í kring-
um Þiðriksvallavatn þar sem eyðibyggðir og fagurt út-
sýni gleðja leiðangursmenn. Hjá Strandahestum er lögð
áhersla á að lífga upp á ferðimar með vandaðri leiðsögn
og fræðslu um liðna tíð.
Upplýsingaþjónusta og skipnlagsmál
Enda þótt uppbygging afþreyingar hafi skipað heiðurs-
sess hjá starfsmönnum verkefnisins, fengu upplýsinga-
þjónusta og skipulagsmál einnig nokkra athygli. Svo
dæmi séu tekin var gefið út atburðadagatal fyrir svæðið
og Ferðamálafélag Strandasýslu vakið af væmm blundi.
Félagið hefur starfað ötullega síðan, undir öruggri stjóm
Sigríðar Elínar Óladóttur, hótelstým á Laugarhóli. M.a.
hefur það gefíð út þjónustubækling þar sem ferðamönn-
um er kynnt hvaða þjónusta stendur til boða í sýslunni.
Atburðadagatalið er allmerkilegt fyrirbæri og ættu sem
flest svæði landsins, sem ekki hafa þegar hafið slfka út-
gáfu, að gera það. Víða gætir þess misskilnings að ferða-
fólk búi yfir sömu vitneskju og heimamenn og því sé
óþarft að upplýsa það um ýmsa viðburði. I dagatalinu er
sumarið kortlagt og dag- og tímasettir atburðir sem
ferðamenn gætu haft áhuga á, gönguferðir, hestaferðir,
hátíðahöld, kvöldvökur, kaffíleikhús o.s.frv. Þá er greint
frá möguleikum til að nálgast leiðsögn, komast í veiði
eða golf, á sýningar eða hestbak, svo fátt eitt sé nefnt.
Jafnframt var unnið að nokkmm verkefnum sem hér-
aðsnefnd beitti sér fyrir, t.d. var haldin ljósmyndasam-
keppni undir nafninu Mannlífog náttúra á Ströndwn. Þá
aðstoðuðu starfsmenn við annað stórverkefni héraðs-
nefndar í menningarmálum, en hún gaf síðastliðið vor út
80