Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 19
FERÐAMAL Síldarvagnar í Djúpavík og verksmiöjan í baksýn, en á Hótel Djúpavík er boöin leiösögn um hana. Besta myndin í Ijósmyndasamkeppni héraösnefndar sumariö 1996. Ljósm. Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir. bók með völdum þjóðsögum úr Strandasýslu. Bókin ber nafnið Ægishjálmur, eftir galdrastaf sem verið hefur merki sýslunnar frá 1930 og er tekin saman af Magnúsi Rafnssyni, bókmenntafræð- ingi á Bakka í Bjarnarfirði. Verkefnið er nátengt ferða- þjónustuátakinu, enda útgáfan miðuð við að bókin sé að- gengileg ferðamönnum jafnt sem heimamönnum. Skemmtigildið réð mestu um val sagnanna, söguslóðirnar eru merktar á uppdrætti, brot- ið miðast við hanskahólf í smærri bílum og ritið er í kiljuformi. Bókinni hefur ver- ið vel tekið, enda er verðinu stillt svo mjög í hóf að hér- aðsnefnd hagnast ekki á fram- takinu fyrr en síðasta eintakið selst. III. Bjart framundan Vissulega er ekki sjálfgefið að Héraðsnefnd Stranda- sýslu standi straum af kostnaði við skipulag ferðaþjón- ustu um aldur og ævi. Þau sjónarmið sem nú eru helst uppi eru að eðlilegt megi teljast að nefndin standi fyrir afmörkuðum verkefnum, stefnumótun og ákveðnu brautryðjendastarfí. Æskilegra sé þó að ferðaþjónustuað- ilar taki sjálfir að sér forustuhlutverk í málaflokknum í framtíðinni. Með verkefninu leggur héraðsnefndin sitt af mörkum, enda hagsmunamál allra íbúa að ferðaþjónusta á svæðinu sé öflug og vönduð. Sérhvert starf skiptir verulegu máli í jafn fámennu samfélagi og Strandir eru. Nœstu skref Itéraðsnefndar I framhaldi af þeirri áherslu sem lögð var á uppbyggingu afþreyingar í sumar hefur mótast tillaga sem nú er á stefnuskrá héraðsnefndar. 1 stuttu máli er hún á þá leið að nefndin standi að verkefninu Ferðaþjónusta og þjóðmenn- ing í tvö ár til viðbótar. A næsta ári er ætlunin að leggja áherslu á að bæta upplýsinga- þjónustu innan sýslu, merkja staði og gönguleiðir, gefa út bæklinga fyrir ferðamenn sem komnir eru á staðinn o.s.frv. Síðasta árið verður sýslan svo kynnt á markvissan og fjöl- breyttan hátt sem áhugaverður áningarstaður fyrir þá ferða- menn sem héraðsnefnd vill höfða til. Með þessu móti virðist for- Hólmvíkingur á tiræöisaldri fæst viö net í fjörunni. Einar Hansen varö landskunnur 1963 þegar hann rakst á risavaxna leöurskjaldböku úti á Húnaflóa og dró hana til lands. Ljósm. Ásdís Jónsdóttir.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.