Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 20
FERÐAMÁL
gangsröðin skynsamleg. Fyrri árin tvö beinast fram-
kvæmdir að því að bæta þjónustu við ferðafólk sem
kemur á svæðið og með því aukast líkur á að það snúi
ánægt heim. Það er síðan fyrst þegar mál verða komin á
góðan rekspöl heima í héraði sem ætlunin er að leggja í
markaðssókn.
Ein af þeim nýjungum sem áformaðar eru næstkom-
andi sumar er að hanna og vinna samræmda nágrennis-
bæklinga fyrir gististaði í sýslunni. Þeir verða sniðnir að
þörfum þeirra ferðalanga sem komnir eru á staðinn og í
þeim má finna upplýsingar um afþreyingu í grenndinni,
kort um athyglisverða staði, brot úr sögu svæðisins,
gönguleiðir í nágrenninu og vegalengdir til nálægra
staða. Þá eru framundan heilmiklar úrbætur á gönguleið-
um í sýslunni. Stutt er síðan göngukort með vel völdum
leiðum var gefið út og héraðið hefur alla burði til að
verða afar vinsælt útivistarsvæði fyrir þá sem leggja
land undir fót. Ætlunin er að merkja leiðimar svo fólk
fari sér ekki að voða, gefa út sérstaka leiðsögubæklinga
um nokkra staði, hlaða upp vörður, hreinsa og laga til.
Handverkshús og sjóstangaveiöi
Fleira er á döfinni á Ströndum í sumar. Handverksfólk
hefur verið afar iðið á síðustu árum og um miðbik sýsl-
unnar starfar félagsskapurinn Strandakúnst. Hópurinn
hefur haft opna sölubúð á Hólmavík sem nú er til húsa í
anddyri félagsheimilisins, en komið hefur til tals að reka
þar einnig upplýsingamiðstöð í sumar. í eigu handverks-
hópa á Ströndum er ennfremur forláta sölutjald, sem
hefur verið nýtt duglega til útimarkaða. Margir munir
eru unnir úr efnum sem tengjast sérstöðu sýslunnar, t.d.
má nefna galdrabækur sem áhugaleikarinn Sigurður
Atlason á heiðurinn af. Þær eru að öllu leyti unnar úr
náttúrlegum efnum, rekaviði, selskinni og hlýraroði, og
auk þess er ýmislegt sem rekur á fjörur á Ströndum nýtt
til skreytinga, eins og krabbaklær og næfur. Engar tvær
bækur eru eins því lögun og áferð rekaviðarbútsins ræð-
ur útliti þeirra.
Mesta nýjungin í handverksmálum er þó ótvírætt
rekaviðarhús sem bóndinn og smíðasnillingurinn Val-
geir Benediktsson í Arnesi er þessa dagana að reisa
norður í Trékyllisvík. í því hyggst hann selja gestum og
gangandi handverksmuni, einkum útskoma og rennda
gripi úr rekaviði. Þá fyrirhugar Valgeir að setja þar upp
sýningu á einkasafni sínu af minjum frá liðinni tíð.
Þá er á döfinni önnur nýbreytni í ferðaþjónustu á
Ströndum, því á Drangsnesi er í bígerð að búa út bát til
sjóstangaveiði og siglinga. Líklegt er að allt verði reiðu-
búið síðari hluta sumars. Framtak sem þetta er gleðiefni
og eykur mjög fjölbreytni ferðaþjónustu á svæðinu. Enn
verður þó að auka valkosti ferðafólks á Ströndum, eink-
um hvað varðar vetrarafþreyingu.
tekið upp á sína arma er uppsetning galdrasýningar í
Trékyllisvík. Hugmyndin er að hún verði opnuð vorið
1998, en ötullega þarf að vinna að undirbúningi ef sú
áætlun á að standast. Galdrasýningin er enn sem komið
er aðeins hugmyndir á blaði og í kollum aðstandenda en
við undirbúninginn verða settar á laggimar bæði lista-
smiðja og leiksmiðja.
Galdraofsóknimar á 17. öld em eitt af því sérstæða í
sögu Strandasýslu. Arið 1654 voru þrír menn brenndir
fyrir galdra í gjánni Kistu í Trékyllisvík, eftir að hafa ját-
að að bera ábyrgð á undarlegum sjúkleika kvenna við
messur í Ámeskirkju. Fleiri galdramál komu upp á öld-
inni, auk þess sem sýslumaðurinn Þorleifur Kortsson,
sem sagður hefur verið ötulastur allra við að koma
mönnum á bálið, var búsettur á Ströndum. Auk ofsókn-
anna, eða kannski vegna þeirra, hefur löngum loðað við
Strandamenn að þeir viti lengra en nef þeirra nær og séu
jafnvel rammgöldróttir. Mikill sagnaarfur ber þessu
órækt vitni.
Á galdrasýningu verða auðvitað ekki til sýnis munir úr
fórum galdramanna, föt þeirra né skruddur, heldur að
mestu tilbúnir gripir sem sýna þann hugmyndaheim sem
fóstraði galdratrúna. Listaverk, teikningar og tónlist
skapa réttu stemninguna, ásamt tólum og tækjum til
galdrakúnstarinnar, beinum, níðstöng og galdrastöfum
skomum í rekavið, að ógleymdum réttlætisins rannsókn-
artólum og refsivöndum. Leitast verður við að sýningin
verði eins lifandi og kostur er, leikhljóð, lykt og lýsing
eiga að skipta máli. Fólk mun geta gengið milli mynda
og muna, skoðað og snert. Skýringartextar og stuttar
þjóðsögur eiga að prýða veggi. Þá er stefnt að því að í
tengslum við sýninguna verði leiksýningar og kvöldvök-
ur, og skipulögð verði sérstök gönguleið um galdraslóð-
ir. Þannig á að opna gestum glugga inn í fortíðina.
Vonandi eru lesendur nú nokkm fróðari um ferðaþjón-
ustu í Strandasýslu og nýsköpunarverkefnið Ferðaþjón-
usta og þjóðmenning. Umræðan um bætta ferðaþjónustu
hefur verið mikil á svæðinu og fjölmargar hugmyndir
um úrbætur og nýjungar komið fram. Þó skiptir mestu að
í mörgum tilvikum hafa Strandamenn látið hendur
standa fram úr ermum og framkvæmt. Eins og við var að
búast er að koma á daginn að markviss vinna og skipu-
lagning, jafnt í markaðssetningu og þeirri list að þjóna
ferðamönnum, skilar árangri. Ferðafólki fjölgar hægt og
sígandi þar sem unnið er að úrbótum, og atvinnu- og
mannlíf nýtur góðs af.
Galdrasýning í Trékyllisvík
Annað framtak sem Héraðsnefnd Strandasýslu hefur
82