Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 21
FERÐAMAL Ferðamennska sem menntar unglinga Philip Vogler framhaldsskólakennari, Egilsstöðum Það er nýjung hjá íslenskum sveitarfélögum að sjá nú alfarið um menntun bama sinna fram á ungl- ingsárin. Þó að raddir hafi heyrst sem halda því fram að sumarvinna unglinga „hjá bænum“ gæti virst vinnuþrælkun í augum Evrópu- bandalagsins líta margir hérlendis á þessa vinnu (og jafnvel aðra vinnu á sveitabæjum og víðar) sem hluta af menntun bama og unglinga. Menntun þarf á hinn bóginn að vera fjölbreytt eigi hún að undirbúa böm okkar undir óvissa framtíð. Þó að það þurfi að venja bömin á ein- hæfa vinnu, sem kostar sjálfsaga til að stunda, verður einnig að víkka reynsluheim þeirra. Svo má ekki gleyma að láta þau njóta þeirrar ánægju sem fæst við það að verk- efni er innt vel af hendi og jafnvel hrós gefið fyrir. Síðasta sumar tókst þetta allt sam- an í tilraun á Borgarfirði eystra. Þar gerði hreppurinn tilraun með að láta bömin í vinnuskóla hreppsins reyna fyrir sér í ferðaþjónustunni. Skoð- unarferðir sem reknar eru af Philip Vogler, Egilsstöðum, og Sveini Sig- urbjamarsyni hjá Tanna, Eskifirði, sóttu um að gengið yrði um þorpið í fylgd barna sem hefðu alist upp á staðnum og gjörþekktu mannlífið o.fl. Philip er að vísu lærður leið- sögumaður, en taldi hag í að ferða- menn sem kæmu með honum fengju að kynnast heimafólki og ekki síst yngri kynslóðinni, sem þeir hafa fá tækifæri til að tala við á ferð sinni kringum landið. í mars hitti Philip unglingana úr efstu bekkjum grunnskólans, sem höfðu áhuga, með kennara og skóla- stjóranum. Kennarinn, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, tók að sér að ræða við unglingana um hvaða leið hentaði best í stutta gönguleiðsögn (30-60 mín.) um byggðarlagið. Saman fundu þau einnig út hvaða sögum eða stöðum ætti helst að segja frá. Þetta var þverfaglegt átak, enda nauðsynlegt að finna einnig út hvernig ætti að útskýra sama eða svipað efni á erlendu tungumáli. Framkvæmdin gekk ágætlega, nema einn dag sem gleymdist að unglingamir væru í fríi um verslun- armannahelgi! Að vísu hættu ein- hverjir feimnir unglingar strax við, en auðvitað höfum við ekki öll áhuga á að læra að koma fram fyrir hóp. Þeir sem þátt tóku öðluðust mikla reynslu í framkomu, sjálfsör- yggi og notkun ensku svo og móð- urmáls. Einnig kunna þeir núna slíp- aðar frásagnir af byggðarlagi sínu, jafnvel úr eldri sögu og menningu. Því miður er ekki víst að öll sveitar- félög geti státað af slíku um börn sín og ekkert er líklegra en að þetta styrki áhuga unglinganna á byggð- arlaginu sem þeir búa í. Ferðamennirnir komu á mánu- dögum og þriðjudögum. Þeir borð- uðu hádegisverð í félagsheimilinu, sem er jafnframt grunnskólinn, og þangað komu unjglingarnir eða verkstjóri þeirra, Ásta Geirsdóttir, við um kl. 13 til að athuga fjöldann, tungumálin, t.d. hvort þann daginn væru aðeins Islendingar í hópnum eða hvort hann væri nógu stór til að þurfa helst tvo til leiðsagnar, heppi- legan brottfarartíma eða jafnvel hvort ferðin hefði fallið niður sök- um þátttökuleysis. Svo hittust allir í lok máltíðar og gengu af stað, en Vinnuskólinn á lokakvöldinu sinu fyrir framan olíumynd af Dyrfjöllum. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.