Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 22
FERÐAMÁL
Aö hiröa kirkjugaröinn innan borgfirska fjallahringsins. Ungling-
ar í vinnuskólanum á Borgarfiröi eystra tóku myndirnar sem
greininni fylgja.
það er ferðamáti sem ætti að henta
vel í flestum íslenskum þorpum og
er ferðamönnum kærkominn eftir
setu í langferðabifreið.
Tíminn reyndist naumur, en fyrst
í stað sýndu krakkamir eigin kan-
ínubúr, sem þeir höfðu innréttað í
sameiningu. Roskin kona, sem býr á
Borgarfirði á sumrin og heldur við
torfhúsinu Lindarbakka, tók alltaf á
móti hópnum og gekk með um hús-
in sín sem ókeypis framlag til ferða-
þjónustunnar á staðnum. Kirkjan
með Kjarvalsmynd sinni var skoð-
uð, elsta húsið sýnt, rölt var upp á
Álfaborg og litið í kringum sig og
horft var niður í gjá við sjávarsíð-
una, þar sem ritan verpir og maður
bjargaðist fyrir fáum árum úr sjáv-
arháska. Endað var við Álfastein,
þar sem hópurinn gat skoðað steina-
sýningu og keypt vaming.
Ferðamennimir, sem flestir voru
útlendingar, voru allir sem einn
mjög ánægðir með að tala við
krakka og að heyra sögur staðarins
frá innfæddum. Þetta fer eftir upp-
skrift „grænu ferðamennskunnar“,
því gengið var um bæinn, ekki ekið,
og heimafólk og menning þess var í
brennidepli. Að vísu keypti fólk lít-
ið í Álfasteini, en flestir pöntuðu
mat í félagsheimilinu. I raun styrktu
allir byggðina með því að taka þátt í
að þjálfa börn
staðarins til
framtíðarstarfa
og framkomu.
Hreppurinn gaf
Philip og Svenna
framlag vinnu-
skólans, a.m.k. í
þessari fyrstu at-
rennu. Öruggt er
að ferðamennim-
ir urðu jákvæðir í
garð Borgarfjarð-
ar og muna lík-
lega nógu vel eft-
ir honum til að
geta nefnt stað-
inn við fleiri Is-
landsfara í
heimalandi sínu.
Stundum var einnig numið staðar í
kaupfélaginu á leiðinni úr firðinum
til að kaupa hressingu fyrir heim-
ferðina og áningarstaðina úti í nátt-
úrunni.
Vonast var jafnvel til að ungling-
amir og kennarinn gætu unnið sér
inn aukatekjur með þessari leiðsögn
utan vinnuskólans eftir kl. 17.00, en
það varð lítið. Umferðin til Borgar-
fjarðar hleðst því miður á miðjan
dag, þar sem vegurinn þangað er
botnlangi. Aðrir staðir, t.d. við
hringveginn, væru heppilegri til að
skapa smáhópi
unglinga og um-
sjónarmanni
aukatekjur síðla
dags, þegar
vinnuskólanum
lýkur, eða jafn-
vel allan daginn.
Mjög fáir ís-
lendingar á ferð
með fjölskyldu
sinni fóm í þessa
gönguferð; Is-
lendingar virðast
yfir höfuð rétt
vera að byrja að
átta sig á hvemig
þeir geta aukið
ánægju sína af
ferðalagi með
því að kaupa sér
leiðsögn - ekki síst þegar hún er
eins ódýr og í þessu tilfelli. Full-
orðnir borguðu aðeins 200 kr. og
það kostaði ekkert fyrir bömin. Við
sem skipulögðum þetta verkefni
teljum helst að kynna þurfi þjónust-
una betur. Einna helst dettur undir-
rituðum í hug að unglingamir læri
að vinna með gömul íslensk bygg-
ingarefni, klömbrur og steina, og
reisi sér kofa við bæjarlækinn þar
sem fjölskyldubílarnir koma inn í
þorpið, eða á grasfletinum fyrir
framan félagsheimilið, þar sem
hann gæti einnig nýst grunnskólan-
um sem dúkkukofi á vetuma. Aug-
lýsa þyrfti þjónustuna á skilti við
kofann og nefna í stikkorðum við-
komustaði og verð. Þá þyrftu krakk-
amar bara að standa vakt á réttum
tímum.
Eg er viss um að slík þjónusta
eigi framtíð fyrir sér. Einnig er ég
viss um að það sé ekki fráleitt hjá
mér að segja frá þessum hugmynd-
um. Ferðamannafyrirtæki og byggð-
arlög um allt land munu styrkjast
með því að gera þjónustu sína við
ferðamenn fjölbreyttari og ríkari.
Fjölbreyttust verður hún þegar hún
er græn, þ.e.a.s. þegar hún dregur
fram og styrkir það sem einkennir
hvem stað um sig. Af hverju getur
sveitarfélag verið stoltara en að
sýna og þroska sín eigin böm?
84