Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 24
FERÐAMÁL Steinunn Ásmundsdóttir ferðamálafulltrúi Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri ^ Steinunn As- mundsdóttir, W,—. nýráðinn ferða- ' málafulltrúi ; Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri, er fædd í Reykjavík I. mars 1966. Hún á ættir að rekja á Hérað, þar sem móðir hennar, Ragnhildur Pétursdóttir, búsett í Reykjavík, var dóttir hjónanna Guð- laugar Sigmundsdóttur frá Gunn- hildargerði og Péturs Sigurðssonar frá Hjaltastað. Faðir Steinunnar hét Asmundur Matthíasson, ættaður frá Patreksfirði og var lengst af yfir- maður í Lögreglunni í Reykjavík. Hann lést árið 1994. Steinunn nam við Menntaskólann í Reykjavík til 1985 og lagði síðar stund á rússneskar og spænskar bókmenntir, siðfræði og tungumál, auk þess að hafa réttindi sem land- vörður. Hún starfaði m.a. fyrir Morgunblaðið 1987-1988, hjá Nátt- úruverndarráði frá 1989 til 1994, sem landvörður og náttúrufræðari í þjóðgarðinum á Þingvöllum frá 1994 til 1996, sem enskukennari í Mexíkó veturinn 1993-1994, var búsett í Þýskalandi veturinn 1995-1996 og starfaði sem leið- beinandi á vemdaða vinnustaðnum Stólpa á Egilsstöðum frá september 1996. Gefnar hafa verið út þrjár ljóða- bækur eftir Steinunni, Einleikur á regnboga, 1989, Dísyrði, 1993, og Hús á heiðinni, ljóð frá Þingvöllum, 1996. Hún var ritstjóri og í ritstjóm bókmenntatímaritisins Andblær 1994 til 1997. Sambýlismaður Steinunnar er Þorsteinn Ingi Steinþórsson, mjólk- urtæknifræðingur hjá Mjólkurstöð Kaupfélags Héraðsbúa. BYGGÐARMERKI Súlan hyggðarmerki Reykjanesbæjar Á sl. ári efndi Reykjanesbær til hugmyndasamkeppni um byggðar- merki fyrir hið sameinaða sveitarfé- lag. Á þriðja hundrað tillagna barst. Bæjarstjórnin sjálf skipaði dóm- nefndina. Eitt það fyrsta sem hún gerði var að taka frá þær tillögur um merki sem líktust þeim merkjum sem hin eldri sveitarfélög, Keflavík, Njarðvík og Hafnahreppur, höfðu átt. „Bæjarstjórnin vildi fá alveg nýtt merki sem ekki bæri svipmót neins merkis eldri sveitarfélag- anna,“ sagði Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari Reykjanesbæjar, við Sveitarstjómarmál. Eftir allmargar umferðir í at- kvæðagreiðslu í bæjarstjórninni varð hlutskörpust tillaga um einfalt tákn fyrir sveitarfélagið, fuglinn súl- una. Höfundur hennar reyndist vera Guðjón Davíð Jónsson, grafískur hönnuður í Prentsmiðjunni Odda hf. í Reykjavík. Höfundur merkisins lét svofellda greinargerð fylgja því: ,,I suðvestur frá Reykjanesi rís móbergskletturinn Eldey og leiðir hugann að ævarandi umbrotum jarðskorpunnar. En þar dafnar líka fjörugt og lifandi samfélag, súlu- byggð, sem er þekkt langt út yfir strendur íslands fyrir að vera með þeim stærstu í heimi. Margir telja súluna einn glæsileg- asta sjófugl á norðurhveli jarðar og veiðiaðferð hennar, svonefnt súlu- kast, vekur furðu áhorfenda - og forvitni hinna, sem um heyra, enda fáheyrt að fuglar steypi sér úr ógn- arhæðum niður í hafdjúpið og grípi síðan feng sinn á uppleiðinni. Fáir munu draga í efa að súlu- byggðin í Eldey undan Reykjanesi sé einstakt náttúrufyrirbæri sem nágrannar í mannabyggðum megi vera stoltir af. Höfundur tillögunnar telur því vel við hæfi að bæjarfélag sem kennir sig við Reykjanes geri súl- una að einkennisfugli. Súlan verð- ur þá tákn hinnar ómetanlegu nátt- úru. En jafnframt getur hún verið tákn fyrir athafnalíf. Súlan er fé- lagslyndur fugl og býr þröngt, svo helst minnir á þéttbýli mannfólks- ins, forsendu blómlegra viðskipta; súlan sækir lífsbjörgina í sjóinn eins og menn hafa gert um aldir; og súlan ræður yfir flugtækninni sem varð mönnum hvati til að virkja draum sinn og svífa sjálfir um loftin. Á merkinu rís upp hvít súla sem tákn um lifandi samfélag. Súlan breiðir út vængina og hefur sig til flugs. En um leið eiga vængimir að minna á hvítfyssandi öldur. Grunn- flöturinn er blár; himinn og haf, pantone 293.“ Merkið var samþykkt í bæjar- stjóm Reykjanesbæjar 10. desem- ber 1996 og tekið í notkun hinn 1. apríl 1997. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.