Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 25
FÉLAGSMÁL Húsaleigubótakerfið Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar Inngangur Það er umhugsunarefni hvers vegna hug- myndum um húsaleigubætur á Islandi hefur verið jafn misjafnlega tekið og raun ber vitni. Aður en ég sný mér að sjálfu húsaleigubóta- keifinu langar mig að gefa þessari spumingu nokkum gaum. A Islandi berum við okkur gjaman saman við hinar Norðurlandaþjóðimar og flestir telja Island vera hluta af norræna velferðarkerfinu. Því verður þó ekki móti mælt að á margan hátt hefur þróun velferðarkerfisins á Islandi bæði verið hægari og kerfið um margt ólíkt því sem er annars stað- ar á Norðurlöndum. Það er vitanlega skiljanlegt í ljósi þjóðfélagsbreytinga hér á landi, sem gerðust á allt annan hátt en í Skandinavíu. Á nokkmm áratugum yfirgáfum við aldagamalt bændasamfélag og slógumst í hóp tækni- væddra þjóða. Enda berum við þess merki að vera land stökkbreytinganna og miklu síður hægfara þróunar eins og oft er þó talið merki þróaðra samfélaga. Þegar einstaklingur fer hratt yfir, t.d. milli heimsálfa í flugvél, er stundum sagt að sálin sitji eftir í „gamla land- inu“. Á sama hátt á hugsun bændasamfélagsins sterk ítök í okkur íslendingum og allt fram á þennan dag. Húsnæðismálin eru gott dæmi um þetta. I bændasamfé- laginu var lífsspursmál að eiga sína eigin spildu og vera sjálfs sín herra. Aumt var að vera leiguliði enda var ör- yggi hans og lífsafkoma ekki upp á marga fiska. I nú- tímanum hefur þetta lífsviðhorf endurspeglast í ofur- kappi okkar Islendinga við að búa í eigin húsnæði. Oháð flokkum og stéttum og beggja vegna landamæra „aðila vinnumarkaðarins" hefur stefnan verið sú sama. Þeir sem hafa verið á leigumarkaðnum hafa verið álitnir ekki eiga annarra kosta völ. Fordóma hefur jafn- vel gætt í garð leigjenda svo ekki sé nú talað um þá sem hafa búið í leiguíbúðum sveitarfélaganna. Til þess að vera maður með mönnum og til þess að tryggja fjöl- skyldu sinni öryggi og stöðugleika þurfti með einhverj- um ráðum að komast yfir eigin húsnæði. Leiðimar hafa verið mismunandi en flestar hafa tekið sinn toll. Ekki skulu þær tíundaðar hér enda ekki viðfangsefhi þessarar greinar. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar árið 1990 bjuggu 90% allra íslendinga í eigin húsnæði en í sams konar könnun (óbirtri) árið 1995 var þetta hlutfall komið í um 80%. Þannig höfðu um- talsverðar breytingar átt sér stað á húsnæðis- markaði landsins á þessum fáu árum. Mjög ólíklegt verður þó að telja að það hafi verið sjálfvalin staða fólks en endurspegli fremur afleiðingar kreppu og atvinnuleysis og e.t.v. þess öngstrætis sem félagslega húsnæðiskerf- ið er komið í. Annars staðar á Norðurlöndum er skiptingin allt önnur og til að taka dæmi er leiguhúsnæði 44% af öllu íbúðarhúsnæði í Danmörku. Um öll Norðurlönd er áratugareynsla af þátt- töku hins opinbera í húsnæðiskostnaði einstaklinga, bæði eigenda en ekki síður leigjenda, þar sem húsaleigubætur hafa verið greiddar um áratugaskeið eins og t.d. í Dan- mörku allt frá árinu 1941. Hér á landi er það fyrst á síðustu árum að af hálfu rík- isvaldsins er fyrir alvöru farið að tala um að koma á al- mennum húsaleigubótum og slik hugmynd fær nokkum stuðning sem um munar í þjóðfélaginu, t.d. í verkalýðs- forystunni. Stuðningur hins opinbera við tekjulága leigjendur hafði fram til þessa alfarið verið á herðum sveitarfélaga í formi leiguhúsnæðis (oftast niðurgreidds) en einnig í beinum húsaleigustyrkjum vegna hárrar húsaleigu til mjög tekjulágra og/eða félagslega illa staddra einstakl- inga, þ.e. þess afmarkaða hóps sem hefur átt rétt til fjár- hagsaðstoðar sveitarfélagsins. Forsaga húsleigubótakerfisins Mér þykir rétt að rifja upp nokkur söguleg atriði sem máli skipta við umfjöllun húsaleigubótakerfisins. • Árið 1991 skipaði félagsmálaráðherra nefnd (þar sem m.a. var fulltrúi sveitarfélaganna) til þess að móta tillögur til að draga úr húsnæðiskostnaði leigjenda í samræmi við stefnuyfirlýsingu þáverandi ríkisstjómar. Nefndin fékk það veganesti að gera tillögur sem lækkuðu leigukostnað hjá tekjulágum einstaklingum „til samræmis við vaxta- bætur sem greiddar eru íbúðareigendum“. • Við gerð kjarasamninga 1992 var gefin út yfirlýsing um að í samvinnu við verkalýðshreyfinguna (ASÍ, BSRB og KÍ) yrðu unnar tillögur til þess að koma til móts við þarfir leigjenda sem hafa lökust kjör. • í febrúar 1993 lágu tillögur nefndarinnar fyrir, þar 87

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.