Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 26
FÉLAGSMÁL sem m.a. var lagt til að koma á einu samræmdu fyrir- komulagi húsaleigubóta fyrir láglaunafólk á almennum leigumarkaði auk þeirra sem njóta húsnæðisaðstoðar sveitarfélaganna. Lagt var til að bótakerfið yrði í hönd- um sveitarfélaganna. • I febrúar 1993 skipaði félagsmálaráðherra þriggja manna nefnd, sem í voru fulltrúi félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Samb. ísl. sveitarfélaga, til þess að gera tillögur fyrir apríl 1993 um framkvæmd al- mennra húsaleigubóta á vegum sveitarfélaga. Agrein- ingur félagsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis varð til þess að störf nefndarinnar stöðvuðust áður en tillögu- gerð lauk. • í desember 1993 var lögð fram sameiginleg tillaga félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra til ríkisstjómar- innar um málsmeðferð á húsaleigubótum. Gert var ráð fyrir að leggja fram frumvarp á vorþingi 1994 og að lög- in öðluðust gildi 1. janúar 1995. Enn fremur að af- greiðsla yrði í höndum sveitarfélaga en ríkið legði til fjármuni úr „húsnæðiskerfinu“ þannig að á móti kæmi lækkun fjárveitinga til Byggingarsjóðs verkamanna. • í janúar 1994 var nefnd um húsleigubætur kölluð saman að nýju með breyttri skipan og fleiri fulltrúum frá ráðuneytunum en sama fulltrúa sveitarfélaganna. Nefnd- inni var ætlað að ljúka tillögum að frumvarpi á ofan- greindum forsendum. • Frumvarp um húsaleigubætur var lagt fram á vor- þingi 1994 og samþykkt 20. maí 1994 með gildistöku 1. janúar 1995. Lögin átti að endurskoða innan tveggja ára. Helstu atriöí laganna frá 1994 Sveitarfélögum er í sjálfsvald sett að taka upp greiðsl- ur bótanna. Framkvæmd laganna er samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga þar sem sveitarfélög hafa umsjón með og annast afgreiðslu bótanna en ríkið endurgreiðir þeim 60% af bótunum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Bætumar sem eru skattskyldar geta aldrei orðið meiri en helmingur af leigufjárhæð. Hæsta bótaupphæð (til fjölskyldu með 3 böm) er 21 þúsund krónur. Húsaleigu- bætur gilda einungis fyrir leiguíbúðir á almennum mark- aði en ekki fyrir leiguíbúðir sveitarfélaga né ríkisins. Afstaöa stjórnar sambandsins Það er kunnara en frá þurfi að segja að stjóm Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og mörg einstök sveitarfé- lög voru ósátt við margt í frumvarpinu um húsaleigu- bætur. Helstu gagnrýnisefni sveitarfélaganna voru: 1. Verið er að koma á „flóknu samstarfsverkefni“ rík- is og sveitarfélaga sem ber að forðast. 2. Um er að ræða kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin vegna laga þar sem ríkið setur reglumar en sveitarfélög- in bera ábyrgð á allri framkvæmd en ríkisvaldið greiðir einungis 60% (og líklega tímabundið). 3. Verið er að skerða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfé- laga m.a. með ákvörðun um upphæð bótanna. 4. Sambandið lagði til að húsaleigubætur yrðu greidd- ar um skattakerfið líkt og vaxtabætur. Þrátt fyrir þessi andmæli sveitarfélaganna varð frum- varpið að lögum sem öðluðust gildi 1. janúar 1995 og höfðu þá 28 sveitarfélög samþykkt að greiða húsaleigu- bætur árið 1995 og var íbúafjöldi þeirra um 158 þúsund. Árið 1996 var fjöldi sveitarfélaga sem greiddu húsa- leigubætur 35 með íbúafjölda upp á 167.556 þúsund. Greiðslur húsaleigubóta fóru hægt af stað en jukust jafnt og þétt og voru heildargreiðslur árið 1995 215 milljónir króna en árið 1996 311 milljónir. Bæturnar voru langt undir þeirri áætlun sem undirbúningsnefnd um bætumar og síðar sveitarfélögin sjálf höfðu áætlað. Við undirbúning lagafrumvarpsins hafði Þjóðhagsstofn- un gert ráð fyrir 650 milljóna króna kostnaði og 5500 bótaþegum en sveitarfélögin 28 höfðu áætlað kostnaðinn 450 milljónir króna. Þetta segir kannski mest um það hversu lítt þekktur húsaleigumarkaðurinn hefur verið og hve mikið af honum er „neðanjarðar“. Staðan í Reykjavík Reykjavík er að sjálfsögðu langstærsti aðilinn í greiðslu bótanna og greiddi t.d. 88% bótanna árið 1996 að upphæð 258 milljónir króna. Þar hefur verið lögð áhersla á að hafa greinargott yfirlit yfir bæturnar og greiningu á þeim hópi sem þær hafa fengið. Heildarbæt- ur voru 258 milljónir króna, þar af var hlutur sveitarfé- lagsins (Reykjavíkur) rúmlega 103 milljónir, 54 milljón- ir voru teknar í staðgreiðslu og þegar tekið hefur verið tillit til skattanna er hlutur Reykjavíkur 43% í bóta- greiðslunum en hlutur ríkisins 57% og er þetta sam- kvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar árið 1996. Meðalbætur fyrir skatt hafa bæði árin verið rúmlega 10 þúsund krónur, árið 1996 10.200 kr. Alls fékk 3361 heimili (einstaklingar og fjölskyldur) bætur árið 1996. Flestir, eða 755 (35,3%), vom í atvinnu en næststærsti hópurinn er námsmenn eða 680 (31,85%). Öryrkjar em 15,7% af hópnum, atvinnulausir 11,8% en ellilífeyris- þegar einungis 4,1 %. Þegar á heildina er litið er augljóst að þeir sem bætum- ar ná til eru þeir hópar sem em hvað tekjulægstir í þjóð- félaginu. Bætumar hafa því skilað sér vel til tekjulágra einstaklinga þótt skattlagningin rýri vissulega gildi þeirra og feli m.a. í sér mismunun milli vaxtabóta og húsa- leigubóta sem er andstætt því markmiði sem sett var með setningu laganna, þ.e. að jafna stöðu leigjenda og eig- enda íbúðarhúsnæðis. Þessi gagnrýni kom m.a. fram í áliti nefndar sem skil- aði félagsmálaráðherra skýrslu í nóvember 1995 um framkvæmd laga um húsaleigubætur. Annað meginað- finnsluefni nefndarinnar varðandi lögin var að bætumar næðu ekki til allra leigjenda, t.d. íbúða í eigu sveitarfé- laga og ríkisins. 88

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.