Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Side 31
NÁTTÚRUHAM FARI R
Hugleiðingar um björgunarmál
Snorri Hermannsson, Hjálparsveit skáta á Isajirði
Er við leiðum hugann að stórslys-
um eða náttúruhamförum verðum
við að hafa eitt í huga til að ná þeim
árangri, sem krafist er af okkur sem
almannavamanefnd eða björgunar-
sveitarmönnum, en það er gott en
einfalt skipulag. Þannig náum við
fyrst því sem stefnt er að: góðum ár-
angri.
Þegar ég lít til baka vegna snjó-
flóðanna sem féllu á Isafirði 5. apríl
1994, 16. janúar 1995 í Súðavík og
26. október 1995 á Flateyri. þrjú
stór snjóflóð, þá kemur fram í hug-
ann hvort hægt sé að draga lærdóm
af þessum náttúruhamförum og
hvemig. Geta sveitarstjómir nýtt sér
þá reynslu sem fékkst í þessum
snjóflóðum? Svarið er alveg tví-
mælalaust JA. Með eflingu vama og
almannavarnanefnda í hverju um-
dæmi. Það er hverri sveitarstjórn
verðugt verkefni að efla sína al-
mannavamanefnd. Það skipulag al-
mannavarna sem komið var á upp
úr 1970 hefur verið að þróast fram
til dagsins í dag og er í sífelldri end-
urskoðun. Skipulagið var nýunnið
fyrir Vestmannaeyjakaupstað þegar
eldgosið varð í janúar 1973 og var
það frumraun á skipulagið, sem
stóðst í öllum meginatriðum mjög
vel.
Skipulag almannavama var notað
í umræddum snjóflóðum og reynd-
ist vel þegar á heildina er litið en
alltaf koma fram atriði sem betur
mætti huga að og fara eftir í skipu-
lagi almannavama. Því tel ég nauð-
synlegt að hver sveitarstjórn efli
sína almannavamanefnd með þekk-
ingu á því hvernig bregðast skuli
við þeim náttúrahamfömm eða öðr-
um stórslysum sem hugsanlega
gætu átt sér stað í umdæmi nefndar-
innar. Þá verða almannavamanefnd-
ir að kanna hvaða varúðarráðstafan-
ir þurfi að framkvæma til að forðast
þá vá, sem vofir yfir í umdæmi
þeirra. Einmitt þessa þætti þurfa
sveitarstjómir í samráði við sýslu-
mannsembættin að rækta vel til þess
að hægt sé að vinna eins skipulega
og kostur er eftir grunnskipulagi Al-
mannavarna ríkisins því almanna-
vamanefndir era undir stjóm sveit-
arstjórna á hverjum stað og sýslu-
menn era framkvæmdastjórar. Ekki
er nauðsynlegt að farið sé út í að
skipuleggja smáatriði, því engin
slys eru nákvæmlega eins, en þá
tekur skynsemin við stjóm og oft er
nauðsynlegt að nema staðar, hugsa
og framkvæma síðan. Vandinn er
ekki að vita hvað á að gera heldur
hvað þú átt ekki að gera.
Skipulag björgunarstarfa
Hvemig vil ég sjá skipulag björg-
unarstarfa framkvæmt? Eg vil að sá
samningur, sem var undirritaður 18.
nóvember 1995 af Landsbjörg og
Slysavarnafélagi Islands við Al-
mannavarnir rfkisins um hlutverk
landsstjórnar og svæðisstjórna
björgunarsveita í skipulagi al-
mannavarna, verði kynntur al-
mannavarnanefndum og komi til
framkvæmda um land allt. Það
verður að vera að frumkvæði Al-
mannavarna ríkisins með aðstoð
sveitarstjórna að kynna almanna-
vamanefndum þennan samning hið
fyrsta, en nefndirnar eru einmitt
undir stjóm sveitarfélaga með bæj-
ar- eða sveitarstjóra sem formann.
Eins og getið er um í 8. kafla sam-
komulagsins komi fulltrúi úr svæð-
isstjórn björgunarsveita á viðkom-
andi stað strax til starfa á hættutím-
um með almannavarnanefnd, enn-
fremur svæðisstjórn, sem væri
tengiliður með sína þekkingu á bún-
aði og getu björgunarsveita. Jafn-
framt að svæðisstjórn aðstoði við að
koma upp vettvangsstjómstöð undir
stjóm vettvangsstjóra sem almanna-
vamanefnd hefur skipað sem sinn
yfirmann á staðnum og aðstoði hann
við stjóm á vettvangi. Það yrði mik-
ill styrkur fyrir vettvangsstjórann.
Tel ég að þetta þurfi að gerast til að
ná sem fullkomnustum árangri þeg-
ar vá ber að dyram. Vonandi beram
við gæfu til að koma þessu skipu-
lagi í framkvæmd.
Það sem þarf að breytast við út-
köll almannavamanefnda, þar sem
hjálpar er þörf strax, er að björgun-
arsveitir fái heimild almannavama-
nefnda á hverjum stað um sig, þegar
starfa á undir þeirra stjórn, til að
hefja strax undirbúning fram-
kvæmda á björgunaraðgerðum.
Björgunarsveitum verði að vera
heimilt að koma sér á staðinn með
þann útbúnað sem þörf er talin á,
eftir þeim leiðum er þær meti að
færar séu, en bíði ekki eftir að
ákveðið stjómkerfi fari í gang. Það