Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 33

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 33
SKIPULAGSMÁL Svæðisskipulag sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012 Guðrún Jónsdóttir, arkitekt FAI Svæðisskipulag sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012 var gefið út í vönduðu riti síðla árs 1994. Umhverfisráð- herra staðfesti skipulagsáætlunina hinn 26. apríl það ár, en þetta er fyrsta svæðisskipu- lagsáætlunin sem hlýtur staðfestingu ráð- herra. Það kont í hlut Hermanns Guðjónssonar, formanns samvinnunefndar um svæðis- skipulag sunnan Skarðsheiðar, að rita for- mála, en þar segir m.a.: „Forsögu þessa verkefnis má rekja aftur til ársins 1988. Þann 16. desember það ár rituðu forsvarsmenn fimm sveitarfélaga í Borgarfjarðar- sýslu bréf til Skipulags ríkisins þar sem farið var fram á að gert yrði svæðisskipulag, er næði til þeirra allra. Sveitarfélögin eru þessi: Akraneskaupstaður, Hvalfjarð- arstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur. ... Hlutverk svæðis- skipulags er að sýna í einstökum atriðum stefnumörkun sveitarstjóma um þróun byggðar og landnotkun innan svæðisins. Markmiðið er að móta samræmda stefnu og samræma skipulag sveitarfélaganna innan svæðisins og jafnframt að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar miðað við allar aðstæður svo sem landfræðilegar, hagrænar og félagslegar. Það er trú mín að í stórum dráttum hafi náðst þau markmið sem sett voru við upp- haf verkefnisins. Þá vænti ég þess að hér sé lagður grunnur að enn öflugra samstarfi sveitarfélaganna fimm en verið hefur og að það samstarf eigi eftir að verða íbúum þessa svæðis til mikilla hagsbóta.“ En víkjum þá að nokkrum efnisatriðum áætlunarinnar. Þar er gengið út frá því að íbúum svæð- isins sunnan Skarðsheiðar fjölgi á skipulagstímabilinu um 800-1000 manns miðað við tilteknar forsendur. Þar með þarf atvinnutækifærum að fjölga á sama tíma um 600-700 ársverk ef full vinna á að haldast á svæðinu. Áætlað er að svæðið verði allt eitt atvinnusvæði og að sem flestir íbúar fái vinnu við sitt hæfi innan þess. Helstu áherslur í atvinnumálum eru sem hér segir: Fjölgun starfa í fiskvinnslu og matvælaiðnaði m.a. vegna veiða og vinnslu á fleiri tegundum sjávardýra, betri nýtingu sjávarafla og fullvinnslu hans, einkum er 95

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.