Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 36
SKIPULAGSMÁL
Belgholtshólma að Súlueyri.
Jökulgarður í landi Fiskilækjar sem er merk jarðsögu-
myndun og stærstu flóar sem eftir eru á svæðinu með
sínu sérstaka lífríki eru einnig sýndir í friðunarlit.
Mikilvægt er að draga þessi sérkenni svæðisins fram
og auka þekkingu á þeim. Við það verður svæðið
áhugaverðara og hættan á því að rnenn spilli verðmæt-
unum, sem í því eru fólgin að eiga svæðin óspillt, verður
minni.
Samspil þéttbýlis og dreifbýlis á svæðinu styrkir það á
margan hátt bæði hvað snertir verslun og þjónustu. Þá
sjást einnig merki þessa samspils í atvinnumynstrinu.
Þannig stunda t.d. margir sem í dreifbýlinu búa vinnu á
Grundartanga, Akranesi og jafnvel í Borgarnesi sam-
hliða búskap. Þá er bústofninn yfirleitt sauðfé og hestar.
Svæðisskipulagsáætlunin gerir ráð fyrir því að íbúðar-
byggðin þróist, einkum á Akranesi og í Innri-Akranes-
hreppi. Þó er gert ráð fyrir vissri þéttbýlisþróun á Haga-
mel og í Hlíðarbæ. Lóðum undir iðnaðarstarfsemi er
Katanes, Miöfellsmúli og Skarðsheiöi í baksýn. Myndirnar sem
greininni fylgja teiknaöi Guörún Jónsdóttir.
fyrst og fremst ætlaður staður á Akranesi og Grundar-
tanga, en svæðið við Litlasand og Miðsand getur þó þró-
ast sem sérhæfður atvinnukjami.
Hvað snertir verslun og þjónustu er gert ráð fyrir að
þróunin verði fyrst og fremst á Akranesi. Aðrir þjónustu-
kjamar verði Litli-Lambhagi og Hlaðir/Hlíðarbær.
Nokkur ný sumarbústaðasvæði eru sýnd á skipulags-
uppdrættinum. Áætlað er að sumarbústöðum fjölgi úr
um 400 bústöðum í 800 bústaði á skipulagstímabilinu.
Vakin er athygli í skipulaginu á ýmsum merkum sögu-
og menningarminjum sem á svæðinu eru, en þær eru
ófáar. Slíkt eykur mjög gildi svæðisins, vekur forvitni og
skapar því sérstöðu bæði í hugum heimamanna og þeitra
sem þar dvelja sem gestir.
í lokakafla greinargerðarinnar er sett fram 3-5 ára
framkvæmdaáætlun sem sveitarfélögin hafa komið sér
saman um að vinna sérstaklega að. Nú þegar hefur sumu
sem þar er getið um verið hrundið í framkvæmd og ann-
að er á döfinni.
í skipulagslögum er gert ráð fyrir því að skipulags-
áætlanir séu endurskoðaðar með vissu millibili. í raun
má segja að þær séu í stöðugri endurskoðun og endur-
mati. Erfitt er að spá fram í tímann og áherslur og við-
horf breytast ört. Engu að síður eða öllu heldur einmitt
þess vegna eru þessar áætlanir svo mikilvægar. Allir
verða að hafa sitt leiðarljós. Skipulagsáætlanir endur-
spegla hið mögulega á hverjum tíma, það sem menn geta
kontið sér saman um að setja á blað og vinna eftir í ná-
inni framtíð. Það skipulag sem hér er sagt frá er fyrsta
skipulagsáætlunin fyrir svæðið sunnan Skarðsheiðar.
Enginn efi leikur á því að í næstu áætlun verður skyggnst
dýpra og byggt á enn betri gögnum en hér varð við kom-
ið.
Samvinnunefnd og íbúum svæðisins, sem ég hafði
töluverð samskipti við, skulu þökkuð góð kynni og
ánægjulegt samstarf.
98