Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 37
SKIPULAGSMÁL
Iðnaðarsvæðið á Grundartanga
Magnús H. Ólafsson, arkitekt FAl
Aldrei sem fyrr er áætlanagerð hjá sveitarfélögum
nauðsynleg og gerð skipulagsuppdrátta þar sem reynt er
að sjá inn í framtíðina getur verið þeim mikill bakhjarl í
baráttunni við að halda í atvinnutækifæri svo og í að
fjölga þeim. „Getur verið“ segi ég, því mörg sveitarfé-
lög nota ekki þetta stjómunartæki, sem skipulag er, sér
til framdráttar. Það er ekki einungis að samþykkt skipu-
lag sé stjómunartæki heldur er sú þekking sem skapast
við upplýsingasöfnun, úrvinnslu upplýsinga og tillögu-
gerð mikilvæg fyrir sveitarstjórnarmenn og góður
grunnur til að taka ákvarðanir. Samþykkt skipulag
breytir óvissu í öryggi.
Eins og kemur fram í grein Guðrúnar Jónsdóttur
kollega míns í þessu blaði staðfesti umhverfisráðherra
svæðisskipulag sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar
hinn 26. apríl 1994. Svæðisskipulagið er viðamikið verk
og í raun tímamótaverk vegna staðfestingarinnar. Mikil-
vægt var að öll sveitarfélögin vom sammála um að af-
greiða skipulagið til staðfestingar og sýndu þar með
mikla samstöðu og einurð. Undirritaður hvetur sveitar-
stjómarmenn að kynna sér skýrsluna og nota hana sem
viðmiðun í áætlanagerð heima í héraði.
Eitt markmið svæðisskipulags sveitarfélaganna sunn-
an Skarðsheiðar var að skapa grunn að áframhaldandi
skipulagsvinnu innan svæðisins. Núverandi iðnaðar-
svæði á Grundartanga er í Skilmannahreppi, sem er eitt
þessara fimm sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. I
svæðisskipulaginu var gert ráð fyrir að iðnaðarsvæðið
stækkaði miðað við staðfest aðalskipulag frá 1975, sem
gert var í tengslum við uppbygginguna á Járnblendi-
verksmiðjunni.
A miðju ári 1995 fór Skilmannahreppur þess á leit við
undirritaðan að safna gögnum og undirbúa áframhald-
andi skipulagsvinnu á iðnaðarsvæðinu á Gmndartanga á
grundvelli svæðisskipulagsins. Á haustmánuðum barst
svo fyrirspum frá Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis-
ins og Landsvirkjunar (MIL) til Skilmannahrepps um
hvort iðnaðarsvæðið gæti tekið á móti álveri. Um það
leyti hófust viðræður MIL og Columbia-álfyrirtækisins í
Bandaríkjunum. Skipulagsvinnan tók þá mið af þessari
ósk og í framhaldi af henni gerðist Hvalfjarðarstrandar-
hreppur aðili að skipulagsvinnunni og hafa þessi tvö
sveitarfélög staðið saman að skipulagsmálum á iðnaðar-
svæðinu á Gmndartanga.
Sérstakur áhugi Columbia á þessu svæði grundvallað-
ist á þeirri staðreynd að til var staðfest svæðisskipulag af
svæðinu sem gerði ráð fyrir mögulegum stóriðnaði, að
höfn var til staðar og að á svæðinu var stóriðnaður fyrir
og að hefð er fyrir rekstri slíks fyrirtækis. Vegna starf-
rækslu Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga myndi
álver raska samfélagsgerðinni minna, þ.m.t. atvinnu-
skiptingu, en ef álverið yrði byggt upp á ónumdu landi.
Ekki spillti fyrir áform um vegstyttingu um Hvalfjörð í
formi jarðganga undir fjörðinn frá Saurbæ á Kjalamesi
að Innra-Hólmi í Innri-Akraneshreppi.
Samhliða auglýsingu á mati á umhverfisáhrifum á
rekstri álvers á Grundartanga í janúar 1996 var auglýst
nýtt deiliskipulag á iðnaðarlóðum. Með afgreiðslu um-
hverfisráðherra á matsskýrslunni í júní 1996 hófst loka-
vinnsla við skipulag á svæðinu. Skipulagsvinnan fólst í
að gera smávægilegar breytingar á svæðisskipulaginu,
endurskoða og endurvinna staðfest aðalskipulag á grund-
velli svæðisskipulagsins og ljúka við nýtt deiliskipulag
þriggja iðnaðarlóða. Þessari vinnu lauk með auglýsingu
á deiliskipulaginu í desember 1996. Samþykkt gildandi
deiliskipulagskort er birt með þessari grein. Eins og sést
er gert ráð fyrir þremur iðnaðarlóðum á svæðinu, einni
lóð fyrir verksmiðju Jámblendifélagsins, einni lóð fyrir
álver Norðuráls og einni lóð fyrir ofan lóð Jámblendifé-
lagsins, sem hefur nú verið úthlutað til Jámblendifélags-
ins. 1 þessu deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir fleiri iðn-
aðarlóðum enda er skipulagt svæði nær uppurið fyrir
þessar tvær verksmiðjur. Nokkur áhugi er hjá ýmsum
fyrirtækjum í þjónustu á lóðum á Gmndartanga en sam-
kvæmt núgildandi skipulagi er ekki hægt að úthluta fleiri
lóðum. Fyrirsjáanlegt er að stækka þarf Grundartanga-
höfn, ekki síst vegna tíðari skipakoma, og áætlanir um
stækkunina era fullmótaðar en framkvæmdir ekki hafn-
ar. Hafnarkanturinn verður lengdur um 195 metra og
verður samtals 250 metra langur.
Ákvörðun um staðarval álvers á Grundartanga byggð-
ist ekki hvað síst á því að til var staðfest svæðisskipulag
og það verður aldrei nægjanlega undirstrikað hversu
mikilvægt það er fyrir sveitarfélög, eins og er í þessu til-
felli fyrir sunnan Skarðsheiði, að hafa fastan, sameigin-
legan homstein, sem hægt er að nota til þess að skipu-
leggja fyrir framtíðina.
Framkvæmdir Norðuráls hf. á Grundartanga eru hafn-
99