Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 41
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM
Fundarmenn og gestir í Lystigaröinum í Neskaupstaö.
Sigurður Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri
SSA, flutti fundinum kveðjur og ámaðaróskir og þakk-
aði gott samstarf fyrri ára.
Jón Kristjánsson flutti fundinum kveðjur og ámaðar-
óskir þingmanna Austurlands og þakkaði gott samstarf.
Ennfremur heimsóttu Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra og kona hans, Sigrún Magnúsdóttir, aðalfundinn
og ávarpaði hann fundarmenn. Fjallaði hann m.a. um
flutning gmnnskólans til sveitarfélaganna, er hann taldi
vel heppnaðan, og nefndi fleiri málaflokka, t.d. málefni
fatlaðra og aldraðra, sem einnig gætu vel átt heima hjá
sveitarfélögunum.
Fjölþættir möguleikar fjóröungsins -
hlutverk Þróunarstofu Austurlands
Fyrri dag fundarins vom tvö mál til umfjöllunar. Flutt
vom þrjú framsöguerindi um hið fyrra.
Snorri Styrkársson, hagfræðingur í Neskaupstað og
formaður Atvinnuþróunarfélags Austurlands, flutti er-
indi sem nefndist „Þróa viljum þrjú í ár“. Meginefni er-
indisins var að til þess að bæta atvinnuástandið í fjórð-
ungnum yrði að styrkja grunninn, t.d. með aukinni og
bættri menntun.
Gunnar Vignisson, framkvæmdastjóri Þróunarstofu
Austurlands, flutti framsöguerindi er hann nefndi „Aura
festum austan lands“. Gerði hann m.a. grein fyrir svo-
nefndu fjárfestingarverkefni á vegum heimamanna og
stofnana á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins.
Ennfremur kynnti hann nýjan samning milli Byggða-
stofnunar og Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands um
þriggja ára þróunarverkefni.
Þjóöarbúsins þríöja stoð
Trausti Valsson skipulagsfræðingur flutti framsöguer-
indi um hið síðara efnið og nefndi það „Þjóðarbúsins
þriðja stoð“. Fjallaði hann m.a. um möguleika á því að
tengja Austurland samgönguæðaneti landsins á skilvirk-
ari hátt en nú er, t.d. með gerð sérstakra hálendisvega.
Samhliða erindi Trausta var lögð fram ritgerð hans um
sama efni, sem nú er til umfjöllunar hjá samgöngunefnd
SSA.
Austurland og nýting auölindanna
Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði og for-
maður OSSA, orku- og stóriðjunefndar SSA, flutti erindi
um breytta stöðu í orkumálum og velti fyrir sér hvað
væri framundan. „Fór hann röskan vítt um sviðið“, eins
og segir í fundargerðinni „og taldi nauðsynlegt að hefjast
handa hið fyrsta um nýtingu orkulinda Austurlands."
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra fjallaði þessu næst
um orkuöflun, orkudreifingu og orkusölu og möguleika
Austfirðinga á þessu sviði. Sagði hann margt að gerast í
orku- og iðnaðarmálum enda vöxtur og jafnvel þensla í
efnahagsmálum. Flest væri þó enn á athugunar- og um-
1 03