Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 43
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Samþykktir adalfundar- ins Aðild að ákvarðanatöku um virkjanir í einni af mörgum samþykktum aðalfundarins var þess krafist að stjómvöld geri orku- og stóriðju- nefnd SSA, starfsnefnd samtaka sveitarfélaga á Austurlandi í orku- málum, kleift að koma með virk- ari hætti að stefnumótun og ákvarðanatöku um virkjanir og nýtingu orkunnar í fjórðungnum. I annarri ályktun var tekið undir erindi Reyðarfjarðarhrepps vegna fjárveitingar til umhverfismats á Sómastöðum til stóriðjunýtingar. Atvinnuþróun Fundurinn fagnaði samstarfi aðildarsveitarfélaga Atvinnuþró- unarsjóðs Austurlands og Byggðastofnunar um fjármögnun þriggja ára þróunarverkefnis á vegum Atvinnuþróunar- félags Austurlands. Jafnframt var hvatt til enn frekara samstarfs þessara og fleiri aðila á sviði atvinnuþróunar í fjórðungnum. Fagnað var eflingu Þróunarstofu Austurlands og stjóm SSA og stjómvöld hvött til að halda vöku sinni og stuðla með öllum tiltækum leiðum, m.a. með aukinni menntun, að eflingu atvinnulífs í fjórðungnum. Hvatt var til aukins starfs á sviði vöruþróunar og markaðsmála sem tengjast þeim sviðum, sem sterkust eru fyrir í undirstöðuatvinnugreinunum. Sveitarfélög eru hvött til að gæta þess við útboð á þeirra vegum að við val á verktökum sé frekar litið til þeirra er bjóða íslenska framleiðslu. Rannsóknum á jarðgangagerð haldið áfram Aðalfundurinn skoraði á Alþingi að sjá til þess að haldið yrði áfram rannsóknum á jarðgangagerð á Aust- urlandi, sem hafi það að markmiði að rjúfa vetrarein- angrun byggðarlaga og stuðla að atvinnuuppbyggingu. Rannsóknum verði hraðað svo sem unnt er þannig að taka megi ákvörðun um verkefnaröð og hefjast handa sem fyrst. í þessu sambandi er minnt á fyrri samþykkt Alþingis um að Austfjarðagöng skuli koma næst á eftir Vestfjarðagöngum en nú þegar hafi Hvalfjarðargöng verið tekin fram fyrir. Vegamál Fundurinn mótmælti öllum áformum um niðurskurð til vegamála á Austurlandi og lítur svo á að enn skorti mikið á að vegakerfi fjórðungsins sé komið í ásættanlegt horf. Nær væri að Austfirðingar fengju stærri hluta af Fyrrverandi formenn og framkvæmdastjórar SSA ásamt mökum voru i afmælishófinu kali- aöir upp á sviö. Þar var þeim afhent viöurkenning fyrir störf í þágu sambandsins. vegafé, segir í ályktun fundarins um samgöngumál. Itrekað var að breikka þurfi einbreitt slitlag og ein- breiðar brýr á þjóðvegum í fjórðungnum og bent á mikil- vægi þess að hraðað yrði framkvæmdum á þeim vega- köflum sem enn eru óuppbyggðir í kjördæminu sunnan Reyðarfjarðar. Hvatt var til athugunar á hagkvæmni nýs vegar og brú- ar yfir Homafjarðarfljót, ítrekaðar fyrri samþykktir um að nýr vegur frá þéttbýlinu í Vopnaftrði út að Hellisheiði verði bundinn slitlagi eins og aðrir nýir vegir og skorað á Vegagerðina að sjá til þess að Hellisheiði eystri verði haldið opinni yfir vetrartímann eins og öðmm fjallveg- um milli byggða á Austurlandi. Lögð var áhersla á að fjármagn verði tryggt til vegagerðar í Heiðarenda svo bjóða megi verkið út og ljúka því sumarið 1998 eins og ráð sé fyrir gert. Hugmyndum Trausta Valssonar um hálendisveg var vísað til samgöngunefndar SSA til umfjöllunar. Flugmál Fagnað var því samráði sem tekist hefði milli heima- manna og flugmálayfirvalda, ítrekað að bæta þurfi sem fyrst aðflugsskilyrði við Homafjarðarflugvöll og fagnað ákvörðun um að setja klæðningu á flugvöllinn á næsta ári. Jafnframt minnti fundurinn á að ljúka þurfi frágangi við bflastæði og aðkomu á flugvellinum á Egilsstöðum. Samskipti ríkis og sveitarfélaga Aðalfundurinn mótmælti þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hefðu verið á Alþingi við breytingar á lögum um framhaldsskóla að ekkert tillit skyldi tekið til ábendinga 1 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.