Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Side 49
FRÆÐSLUMÁL
Hvað segja heimamenn um stöðu og þró-
un sérkennslumála í grunnskólanum við
yfirtöku sveitarfélaga á þessum málaflokki?
Þættir úr könnun um menntamál
Berit H. Johnsen, candpolit.
Hver telst vera helsti ávinningur
af því að skapa menntunarskilyrði
fyrir nemendur sem þurfa á sér-
kennslu að halda? Hvaða atriði á að
þróa áfram til að bæta þau? Þessar
spumingar voru meðal annarra sem
lagðar voru fyrir fræðslustjóraemb-
ættið og skólastjóra í tólf grunnskól-
um á Austurlandi á vorönn 1995. í
greininni beinist athyglin að hug-
myndum þáv. fræðslustjóra og
skólastjóra að stöðu og þróun sér-
kennslumála og þörf heimaskóla
fyrir samstarf við aðra aðila.
Hér er um að ræða viðtalskönnun
sem fjallar um þjónustu við nem-
endur í heimaskóla sem þurfa á sér-
kennslu að halda. Þá var umræða í
fullum gangi um yfirtöku sveitarfé-
laga á öllum málefnum sem varða
grunnskóla, þar á meðal verkefnum
fræðsluskrifstofa, svo sem úthlutun
sérkennslustunda, ráðgjöf og eftirliti
með sérkennslu. Eins og komið hef-
ur fram í fyrri tölublöðum Sveitar-
stjórnarmála er yfirtaka sveitar-
stjóma á þessum málaflokki nú um
garð gengin (Sjá m. a. Sveitarstjóm-
armál nr. 2/1996). í framhaldi af því
hafa sveitarstjómir valið ólíkar leið-
ir við framkvæmd þeirra málefna
sem fræðsluskrifstofur báru ábyrgð
á fyrir yfirtöku. I sumum umdæm-
um er verkefnunum skipt milli
margra smærri skólamálaskrifstofa,
í öðrum hafa sveitarstjómir myndað
samstarf um eina eða fáar slíkar ein-
ingar. A tímamótum sem þessum er
eðlilegt að staða sérkennslu, ráð-
gjafar og samstarfs milli skóla og
annarra stofnana sé metin og endur-
skoðuð. Þó að könnunin, sem sagt
verður frá hér, nái einungis til eins
umdæmis, geta niðurstöður og
spurningar, sem vakna í kjölfar
hennar, væntanlega orðið að gagni
við stöðumat og endurskoðun sér-
kennslustarfs í öðrum sveitarfélög-
um.
I þessari grein mun ég fyrst fjalla
um tildrög þessarar könnunar og
tengsl við aðrar kannanir. Aðal-
markmið hennar, framkvæmd og
niðurstöður verða kynntar í stuttu
máli. Meginefni greinarinnar mun,
eins og komið hefur fram, fjalla um
hugmyndir þáv. fræðslustjóra og
skólastjóra um stöðu og þróun sér-
kennslumála í heimabyggð. Að lok-
um mun ég setja fram nokkrar til-
lögur að því hvemig hægt væri að
nýta niðurstöður sem þessar við mat
og endurskoðun skólastarfs.
Tildrög könnunarinnar og
tengsl viö aörar kannanir
Könnun sú sem hér er greint frá
var gerð fyrir Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Austurlandi. Hún er
hluti af stærri könnun um þróun
heildstæðrar og einstaklingsmiðaðr-
ar þjónustu fyrir fatlaða í heima-
byggð. Markmiðið var að lýsa stöð-
unni þegar könnunin var fram-
kvæmd í ljósi þróunar síðustu ára.
Heildarkönnunin tók til aðstæðna
og þjónustu við fatlaða á sviði at-
vinnu, búsetu, félagslegrar þjónustu
og menntunar. Þessi könnun, sem
var um menntamál grunnskóla, náði
til Fræðsluskrifstofu Austurlands og
tólf grunnskóla í þeim tíu sveitarfé-
lögum á Austurlandi sem voru í úr-
taki heildarkönnunarinnar. Skýrsla
könnunarinnar kom út 1996 á veg-
um Svæðisskrifstofunnar (Johnsen
1996)."
Markmiö
Markmið könnunarinnar var skipt
í fjóra þætti:
• Að kanna þróun og stöðu sér-
kennslumála í heimabyggð.
• Að athuga sérstaklega hvernig
ábyrgð skiptist/er álitið að skiptist
milli aðila sem vinna að sérkennslu-
málum.
• Að kanna þróun og samvinnu
innan sveitarfélaga og landsfjórð-
ungs um þjónustu við nemendur
sem fá sérkennslu.
• Að leita eftir hugmyndum þeirra
1 1 1