Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Side 53
FRÆÐSLUMAL
ingar eru nauðsynlegar. Fjöldi atriða
sem fram koma bendir til þess að ít-
arleg umræða hafi átt sér stað í
mörgum grunnskólum úrtaksins um
sérkennslumál. Fjölbreytni svara og
það að einungis fá atriði skera sig úr
við að vera nefnd í mörgum skólum
getur bent til þess að litlar umræður
um sérkennslumál eigi sér stað milli
skóla umdæmisins. Önnur ástæða
fyrir þessu getur verið að aðstæður
og þarfir eru ólíkar rnilli skóla. At-
riði sem komið hafa fram í síðustu
þrem spumingum, sem greint hefur
verið frá í þessum kafla, eru að
mörgu leyti endurtekningar á
ábendingum sem komið hafa fram
við spumingum um þróun ráðgjafar
og samvinnu framar í skýrslunni og
styrkja því mikilvægi þessara þátta í
mati viðmælenda. Sömu atriði
koma fram hjá viðmælendum í
grunnskólanum og hjá fræðslu-
stjóra. Auk þess koma fram mörg
atriði hjá skólunum sem fræðslu-
stjóri nefnir ekki, enda fjöldi viðtala
í grunnskólum tólf á móti einu við-
tali við fræðslustjóra. Öllum svömm
við spurningunum þremur er hér
komið á framfæri. Nánari umfjöllun
um þær mun falla saman við loka-
umfjöllun skýrslunnar hér á eftir.
Hugmyndir um notagildi
könnunarinnar
Að lokum sný ég aftur að spum-
ingu sem sett var fram í inngangi
greinarinnar. Þar sem aðalmarkmið
könnunarinnar, sem hér um ræðir,
var að meta stöðu og þróun sér-
kennslumála í grunnskólum eins
umdæmis, er spumingin hvort nið-
urstöður hennar geti komið að gagni
fyrir önnur sveitarfélög. Ég tel svo
vera. Allir grunnskólar í landinu
starfa samkvæmt sömu opinberum
markmiðum. Upplýsingar frá hlið-
stæðum könnunum annars staðar á
landinu og frá öðrum löndum hafa
verið gagnlegar til samanburðar á
ýmsum sviðum könnunarinnar, en á
sumum sviðum hafa ekki fundist
upplýsingar sem henta til saman-
burðar2’. Ætla má að upplýsingar
sem fram koma í þessari skýrslu
geti gagnast við
hliðstæðar kann-
anir í öðmm um-
dæmum landsins
og einnig til sam-
anburðar við
önnur lönd.
Niðurstöður úr
þessari skýrslu
má einnig bera
saman við upp-
lýsingar um önn-
ur skólastig, svo
sem leikskóla og
framhaldsskóla,
við upplýsingar
fatlaðra sjálfra og
aðstandenda
ásamt upplýsing-
um frá sveitar-
stjómum.
I framsetningu
skýrslunnar hefur
verið reynt að
koma til skila
áherslumun í
mati og tillögum
fremur en að
flokka svör við-
mælenda í fá at-
riði. Tilgangur-
inn var að sýna
fram á þann fjölbreytileika í þörfum
og hugmyndum sem ríkir í mála-
flokknum. Þær upplýsingar sem
fram komu í þessari skýrslu voru
ekki tæmandi. Þær gefa heldur ekki
örugga vísbendingu um hugsanlega
forgangsröðun framtíðarverkefna.
En lýsingar og tillögur viðmælenda
má nota sem grunn að áframhald-
andi skipulagsvinnu. Sem dæmi má
nota listann yfir tillögur að áfram-
haldandi þróunarstarfi, sem greint
var frá í kaflanum um hugmyndir
viðmælenda um þróun sérkennslu-
mála. Starfsmenn og fulltrúar
gmnnskóla, skólanefnda og sveitar-
stjóma mætti biðja um að forgangs-
raða tillögunum og bæta við nýjum
atriðum.
Notagildi könnunarinnar miðast
fyrst og fremst við eftirtalin atriði:
Hvort aðilar í grunnskólum og
sveitarfélögum landshlutans bera
Náttúrufræöikennsla í 1. bekk í Egilsstaðaskóla.
saman stöðu og þróunarhugmyndir í
sínum skóla og heimasveit eða -bæ
við niðurstöðurnar sem hér koma
fram.
Hvort niðurstöður skýrslunnar
mynda grundvöll fyrir opinbera
stefnuumræðu í þessum málaflokki.
Hvort framkomnar upplýsingar
geta myndað gmnn að forgangsröð-
un verkefna.
Hvort haldið verður áfram að
kanna nánar, útfæra og framkvæma
atriði sem einungis hafa verið lítil-
lega kynnt í þessari könnun.
Heimildir
Befring, Edvard og Nilsen, Sven. 1990.
Programevaluering og kvalitetsstyrk-
ing - med særlig vekt pá spesialund-
ervisning. I Granheim, Marit o. fl. (rit-
stj.) Utdanningskvalitet - styrbar eller
ustyrlig? Tano.
Edelstein, Wolfgang. 1987. Stór skóli -
1 1 5