Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 56
RÁÐSTEFNUR
Suöurnesjamenn viö borö, taliö frá vinstri, María Anna Eiríks-
dóttir hreppsnefndarfulltrúi og Siguröur Jónsson sveitarstjóri,
bæöi í Geröahreppi, og Óskar Gunnarsson bæjarfulltrúi og Sig-
uröur Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgeröi.
„Hvernig viö förum aö því aö fjölga svona í Kópavogi? Já, þaö
skal ég segja ykkur." Frá vinstri, Ólafur Kristjánsson, bæjar-
stjóri i Bolungarvík, Kristján Guömundsson, bæjarfulltrúi í
Kópavogi, og Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Skagamenn, taliö frá vinstri, bæjarfulltrúarnir Ingvar Ingvarsson,
Guömundur Páll Jónsson og Guöbjartur Hannesson, Jón Pálmi
Pálsson bæjarritari, Gunnar Sigurösson bæjarfulltrúi og Gísli
Gislason bæjarstjóri.
nema síður væri, sagði Vilhjálmur.
„Það er gífurlega mikilvægt að flutningur alls reksturs
grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga takist vel. Ekki
eingöngu vegna þess að takist þetta verkefni vel hjá
sveitarfélögunum þá aukist líkur á því að fleiri verkefni
verði flutt og með því verði ríkisvaldið skert en sveitar-
stjórnarstigið eflt, heldur enn frekar vegna þess að
fjöregg okkar er grunnmenntun bama okkar og þar ligg-
ur framtíð íslenskrar þjóðar og framfarasókn á næstu
öld. Allt undirbúningsstarf sveitarfélaganna vegna máls-
ins svo og frammistaða þeirra í málefnum grunnskólans
á undanfömum áratugum sýnir að sveitarfélögunum er
fullkomlega treystandi til að bera ábyrgð á framtíð
grunnmenntunar allra bama í landinu.“
Formaðurinn vék næst að málefnum fatlaðra og kvað
flutning þess málaflokks að ýmsu leyti auðveldari en yf-
irfærslu grunnskólans þótt hann sé að mörgu leyti ólík-
ur. „Fjárhagslega er málefnið ekki eins stórt og starfs-
mennimir sem að verkefninu vinna eru færri. Ýmis fé-
lagasamtök gegna þýðingarmiklu hlutverki varðandi
þjónustu og rekstur á sviði málefna fatlaðra sem tryggja
þarf að geti sinnt því hlutverki áfram. Þjónusta við fatl-
aða er staðbundin. Eðlilegt er því að staðbundið stjórn-
vald, sveitarstjómimar, fari með stjóm málaflokksins og
beri ábyrgð á þjónustunni. Með sama hætti og yfirfærsla
grunnskólans myndi þessi yfirfærsla styrkja og efla
sveitarstjómarstigið og færa ákvarðanatöku og ábyrgð
nær þeim sem þjónustunnar njóta.“
Vilhjálmur ræddi síðan félagslega íbúðakerfið, húsa-
leigubætur, breytingar sem þá höfðu verið boðaðar á Líf-
eyrissjóði starfsmanna ríkisins og skýrði frá viðræðum
sem yfir stæðu milli stjómar sambandsins og ríkisins um
fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og breytingar
á verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga í framhaldi af sam-
þykkt Alþingis á lögum um fjármagnstekjuskatt, svo
sem frá var skýrt í seinasta tölublaði.
Þá kvað hann óútkljáð eitt samskiptamál rxkis og sveit-
arfélaga sem væri fjárvöntun Innheimtustofnunar sveit-
arfélaga.
„Það er okkur íslendingum fremur fjarlægt að sýna
aðgát í fjármálum," sagði Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra í ávarpi sínu til ráðstefnunnar. „Við emm að þessu
leyti ólíkir t.d. frændum okkar Norðmönnum. Við látum
okkur hafa það að reka okkar sameiginlega húshald, rík-
issjóð, með halla ár eftir ár með stórfelldri skuldasöfnun.
Sama hendir alltof mörg sveitarfélög og raunar fjölda
fjölskyldna." Hann taldi reyndar að nokkur stefnubreyt-
ing hefði orðið á á síðustu misserum, m.a. hjá sumum
sveitarfélögum og staða þeirra hefði batnað þótt betur
þyrfti að gera ,,og sem betur fer eiga sum hallareknu
sveitarfélögin ónýtta tekjustofna." Páll kvað skuldasöfn-
un heimilanna alvarlegt áhyggjuefni og gerði grein fyrir
stofnun og starfsemi Ráðgjafarstofu um fjármál heimil-
anna. Einnig fjallaði hann um úttekt á Húsnæðisstofnun,
1 1 8