Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 57

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 57
RÁÐSTEFNUR Viö boröið sitja, taliö frá vinstri, Porvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyöisfirði, og þeir Guðlaugur Sæbjörnsson sveitarstjóri og Þráinn Jónsson, oddviti Fellahrepps. um félagslega húsnæðiskerfið, húsaleigubætur og hin ýmsu samskiptamál ríkis og sveitarfélaga. Hann kynnti meginefni lagafrumvarpa um vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnuleysistryggingar og skýrði þær breytingar sem óhjákvæmilega þyrfti að gera á núverandi fyrirkomulagi á greiðslu atvinnuleysisbóta. Hann kvað 900 Islendinga hafa verið á atvinnuleysisbótum í eitt ár eða lengur og bætti við: „Hvergi þar sem ég þekki til tíðkast það fyrir- komulag sem hefur verið hjá okkur að menn geti fræði- lega verið á atvinnuleysisbótum í 54 ár, frá 16 ár aldri til sjötugs.“ Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar höfðu verið á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í tengsl- um við yfirfærslu grunnskólans að fullu til sveitarfélag- anna. Hann lýsti þeim jöfnunarframlögum sem ákveðin Fremstir sitja viö borö Sigurjón Jóhannsson á Valbjarnarvöllum, oddviti Borgarhrepps, og Oiafur Guömundsson, hreppsnefndar- maöur í Grundarfiröi, og viö boröiö aftan viö þá Elín Pálsdóttir, Ingi Valur Jóhannsson og Sesselja Árnadóttir i félagsmálaráöu- neytinu, og hafnfiröingarnir Ingvar Viktorsson bæjarstjóri, Guö- björn Ólafsson og Tryggvi Haröarson bæjarfulltrúi. Gisli S. Einarsson alþingismaöur, Akranesi, Davíö Sveinsson og Margrét Ó. Thorlacius bæjarfulltrúar og Ólafur Hilmar Sverris- son, bæjarstjóri í Stykkishólmi. voru vegna reksturs grunnskólans, þ.e. almennum fram- lögum, framlögum vegna sérkennslu fatlaðra nemenda, vegna veikindaforfalla og barnsburðarleyfa kennara, vegna nýbúafræðslu, vegna skólabúðanna að Reykjum, vegna barna sem Barnaverndarstofa vistar og vegna ófyrirséðra tilvika. Loks lýsti hann samkomulagi ríkis og sambandsins um stuðning vegna stofnframkvæmda í grunnskólum. Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur hjá Rekstri og Ráðgjöf ehf., gerði grein fyrir starfi vinnuhóps sem unn- ið hafði að athugun á erfiðleikum sveitarfélaga vegna skuldbindinga sem þau hafa tekist á hendur í tengslum við félagslega íbúðakerfið. Hann lýsti niðurstöðum út- tektar hópsins og tillögum til úrbóta, en skýrsla vinnu- hópsins hefur nú verið gefin út og er númer 18 í flokki fræðslurita sambandsins. Er skýrslan fáanleg á skrifstofu sambandsins fyrir 1.200 krónur. Sunnlendingar á fjármálaráöstefnunni. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Siguröur Ævar Haröarson, hreppsnefndarmaöur í Mýr- dalshreppi, Drífa Hjartardóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Rangár- vallahreppi, Heimir Hafsteinsson, oddviti Djúpárhrepps, Guö- mundur Elíasson, oddviti Mýrdalshrepps, og Margrét Einars- dóttir, oddviti Austur-Eyjafjallahrepps. 1 1 9

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.