Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 59
RÁÐSTE FNUR Taldi hann þá reglu sem notuð væri við úthlutun tekju- jöfnunarframlaga mjög ósanngjarna fyrir sveitarfélög með færri en 300 íbúa. Þessir hreppar væru með mjög lágar skatttekjur á íbúa, og þar af leiddi að jöfnunartala þeirra væri um 20 þús. króna lægri en sveitarfélaga með fleiri en 300 íbúa. „Þar sem þess er almennt krafist að þjónusta sveitarfélaga við þegna sína sé sem jöfnust og víða hefur verið stofnað til samstarfsverkefna um t.d. sorphirðu, öldrunarþjónustu, rekstur grunnskóla og tón- listarskóla og kostnaði oftast skipt miðað við ibúatölu þá torveldar þessi tekjumunur oft á tíðum eðlilegt samstarf. Haft ætlunin með þessari reglu verið að neyða hreppa til sameiningar hefði verið heiðarlegra að tilkynna mönn- um það formlega. Það hefur aldrei þótt skemmtileg að- ferð að svelta menn til hlýðni," sagði Oddur. Ýmsir urðu til að tjá sig um ádrepu Eiríks og athuga- semdir Odds. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, s.s. Sig- rún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Sigrún Gísladóttir, bæjarfulltrúi úr Garðabæ, höfðu á takteinum háar tölur um fjárvöntun til skólamála vegna fjölgunar barna og einsetningar skóla og Kristján Guðmundsson, bæjarfull- trúi í Kópavogi, kvaðst líka þekkja til fjárvöntunar sveit- arfélaga vegna enn annarra óleystra verkefna á meintu „alsælusvæði Eiríks, höfuðborgarsvæðinu". Undir umræðunni um jöfnunarsjóðinn kom þessi frá Kristjáni Magnússyni á Vopnafirði: Lítið í þjónustuframlög fer. Nú fjármagnið vantar. Dæmin sanna. Því jöfnunarsjóðurinn bagga ber af brölti og vanskilum kvennamanna. Ekki er óliklegt að búast megi við framhaldsumræðu um þetta efni á næstu fjármálaráðstefnu sem haldin verður á Hótel Sögu í Reykjavík 20. og 21. nóvember. LAUNAMÁL Skammtímasamningur við kennarafélögin Samhliða yfirtöku sveitarfélaganna á öllum rekstri grunnskólans af ríkinu hinn 1. ágúst 1996 yfirtóku sveit- arfélögin kjarasamning ríkisins við kennarafélögin sem gilti til síðustu áramóta. Þegar í nóvember 1996 hófust samningaviðræður milli Launanefndar sveitarfélaganna og kennarafélag- anna og leiddu þær til þess að hinn 20. mars sl. var und- irritaður fyrsti kjarasamningur milli aðila. Samningur þessi er aðeins skammtímasamningur sem gildir til 31. júlí í ár. Samkvæmt honum eru samningsaðilar sammála um að kanna hvort og þá hvemig möguleikar séu á að endurskipuleggja vinnutíma kennara og er samningurinn gerður í því augnamiði að skapa möguleika á að vinna að þeim breytingum án þvingandi tímapressu. Til þess að undirbúa hugsanlega endurskilgreiningu á vinnutíma kennara fóru fulltrúar kennarafélaganna og Launanefndar sveitarfélaga saman í ferð til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í lok janúarmánaðar sl. til þess að kynna sér fyrirkomulag kennarastarfa þar. I hverju landi hélt hópurinn tvo fundi, annan með fulltrúum kennarasamtaka og hinn með fulltrúum sveitarfélaga. Öllum aðilum hafði áður verið sendur mjög ítarlegur spurningalisti, sem farið var yfir á fundunum. Mjög glöggt yfirlit fékkst á þessum fundum um fyrirkomulag grunnskólahalds í hverju landi um sig en vinnutími og vinnuskylda kennara er að mörgu leyti breytileg milli landanna. Að sögn Sigurjóns Péturssonar, deildarstjóra Frá undirritun fyrsta kjarasamnings milli kennarafélaganna og Launanefndar sveitarfélaganna 20. mars sl. i Ráöhúsi Reykja- víkur. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Sigurjón Pétursson, deildarstjóri grunnskóladeildar sambandsins, Jón G. Kristjáns- son, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, Eiríkur Jóns- son, formaöur Kennarafélags íslands (Klj, Elna Katrín Jónsdótt- ir, formaöur Hins íslenska kennarafélags (HÍK), og Guörún Ebba Ólafsdóttir, varaformaöur Kennarafélags íslands. Myndina tók Gunnar G. Vigfússon fyrir Sveitarstjórnarmál. grunnskóladeildar sambandsins, er líklegt að vinnutíma- fyrirkomulag kennara í Danmörku verði haft að leiðar- ljósi í viðræðum um breyttan vinnutíma hér á landi. 1 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.