Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Side 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
Ármann Jóhannesson
bæjarverkfræðingur
Isaíjarðarbæjar
Ármann Jó-
hannesson bygg-
ingaverkfræð-
ingur hefur verið
ráðinn bæjar-
verkfræðingur
hjá Isafjarðarbæ
frá 1. mars 1996.
Hann er fæddur í Hafnarfirði 12.
ágúst 1952. Foreldrar hans eru
Ragnheiður Eygló Eyjólfsdóttir og
Jóhannes Sævar Magnússon.
Ármann lauk stúdentsprófi frá
Flensborgarskóla í Hafnarfirði
1975, prófi í byggingarverkfræði frá
Háskóla íslands 1979 og varð civil-
ingeniör (mastersgráða) frá DTH í
Kaupmannahöfn 1982.
Að námi loknu hóf hann störf hjá
verktakafyrirtækinu Ármannsfelli
hf. við byggingu útvarpshúss og
starfaði síðan um skeið hjá verk-
fræðistofunni Hönnun hf. við eftirlit
á lagningu Suðurlínu.
Á árinu 1985 hóf hann störf hjá
verktakafyrirtækinu Hlaðbæ hf. og
hafði þar með höndum stjómun ým-
issa verka, þar á meðal byggingu
brúar yfir Kringlumýrarbraut.
Árið 1987 hóf hann störf sem
sjálfstætt starfandi ráðgjafi fyrir
ýmsa aðila, bæði verktaka og opin-
bera aðila. Hafði hann m.a. umsjón
með pípulögnum í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, byggingu íþróttahúss í
Kaplakrika í Hafnarfirði, Suðurbæj-
arlaug í Hafnarfirði og sundlaug í
Grindavík, safnaðarheimili og tón-
listarskóla við Hafnarfjarðarkirkju,
auk annarra smærri verka.
Eiginkona Ármanns er Gunnvör
Sigríður Karlsdóttir. Þau eiga þrjú
böm, eina stúlku og tvo pilta.
Hermann Kristinn
Skúlason hafnarstjóri
Isafjarðarbæjar
H e r m a n n
Kristinn Skúla-
son, hafnarstjóri
ísafjarðarbæjar,
er fæddur í
Hnífsdal 24.
mars 1943 og
eru foreldrar
hans Helga Pálsdóttir frá Hnífsdal
og Skúli Hermannsson frá Ögumesi
í Isafjarðardjúpi.
Hann hefur frá unga aldri starfað
við sjómennsku, verið skipstjóri,
lengstan tímann hjá útgerðarfyrir-
tækinu Gunnvöm hf.
Hermann var ráðinn hafnarstjóri á
ísafirði árið 1992, en hóf störf 8.
janúar 1993.
Hann er kvæntur Sólveigu Sigur-
jónu Gísladóttur og eiga þau fimm
böm, tvær stúlkur og þrjá drengi.
Auk þeirra sviðsstjóra ísafjarðar-
bæjar, sem hér hafa verið kynntir, er
Jón A. Tynes félagsmálastjóri
einnig sviðsstjóri, en hann var ráð-
inn félagsmálastjóri 21. september
1995.
Hann var kynntur í 4. tbl. 1995.
IDAG NOTA 75 SVEITARFÉLÖG
OG 45 SJDKRAHUS H-LAUN
MEÐ GÖÐUM ÁRANGRI!
> > >
VILTU SLASTIHOPINN ?
H-Laun
LAUNAKERFI .
STARFSMANNAKERFI
ÚRVINNSLU OG ÁÆTLANAKERFI
lÖLVUBIiDLUn
Tölvumiðlun ehf • Grenásvegi 8 • 128 Reykjavík
Sími: 568-8882 • Fax: 553-9666 • www.tm.is • tm@tm.is
1 28