Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Síða 8
SAMTAL
Hofsstaðaskóli hefur
nýverið flust í nýtt
hús.
Flataskóli er elsti grunnskóli bæjarins.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.
„Bæjaryfirvöld hafa ávallt lagt mikið
upp úr því að búa vel að skólunum, enda
gera bæjarbúar miklar kröfur til þeirra.
Bærinn rekur þijá skóla á grunnskólastigi,
Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Garða-
skóla. Árið 1958 tók Bamaskóli Garða-
hrepps, sem nú er Flataskóli, til starfa. Á
fyrsta starfsári skólans voru í honum 137
nemendur. Síðan hefur skólahúsið þrisvar
verið stækkað og eru nemendur nú rúm-
lega 400 í 19 deildum. Þá var Hofsstaða-
skóli stofnaður 1980, og var hann fyrst
rekinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli en fluttist í nýtt
húsnæði haustið 1994. í honum em einnig rúmlega 400
nemendur í 19 deildum. í þessum skólum er haldið uppi
kennslu fyrir 1.-6. bekk, en kennsla nemenda í 7.-10.
bekk fer fram í Garðaskóla, þar sem nú em hátt i 600
nemendur í 24 deildum. Samtals eru gmnnskólanem-
endur í Garðabæ því 1400 í 62 deildum. Kennarar em
um 124 og aðrir starfsmenn skólanna 76 og eru öll
skólahúsin einsetin."
-Rekur bærinn marga leikskóla?
„Garðabær rekur fimm leikskóla og em um 300 böm í
þeim. Að auki er í bænum einkarekinn leikskóli, leik-
skólinn Kjarrið. Tveir leikskólanna voru stækkaðir á
þessu ári, Bæjarból og Lundaból, og þar að auki var
fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leikskóla í Ása-
hverfí sem er nýtt hverfi á Hraunsholti þar sem gert er
ráð fýrir að búa muni um 1300 manns. Nýi leikskólinn er
um 710 ferm. að stærð á um 5.000 ferrn. lóð og verður
hann rekinn í fjórum deildum. Albína Thordarson hann-
aði leikskólahúsið en Kjartan Mogensen landslagsarki-
tekt lóðina og er heildarbyggingarkostnaður áætlaður um
1 98