Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Síða 15
ERLEND SAMSKIPTI e) Þróunarsjóðurinn (Cohesion- fund) Sjóðurinn styrkir sérstök verkefhi i Grikklandi, Portúgal, Spáni og á írlandi sem tengjast úrbótum í um- hverfismálum og þróun í sam- göngumálum. Tilgangur þessara sjóða, sem að framan eru nefndir, er að koma í framkvæmd efnahagslegum og fé- lagslegum jöfnuði innan ESB-land- anna og er það augljóslega talsvert mikið verkefhi þar sem staðan innan einstakra landa er afar misjöfn. Með því að ná fram félagslegum og efna- hagslegum jöfnuði milli svæða telja hugmyndasmiðir ESB: • Að samkeppnishæfni svæða muni aukast. • Að styrkleikar hvers svæðis muni njóta sín best. • Að viðkomandi svæði verði þannig sjálfbær. Markmiðin með nýtingu þessara þróunarsjóða eru stór og ekki hræð- ast menn að framfylgja þessari stefnu innan ESB. Ætla má að mál- ið verði ekki einfaldara þegar ESB verður stækkað úr 15 aðildarlöndum í 26 með inngöngu nokkurra landa í Austur-Evrópu. Eftir sem áður stendur sú hugsjón og það verkefni að stuðla að félagslegum og efna- hagslegum jöfnuði með skipulögð- um hætti og verulegum fjánnunum. Hvað hafa sjóöirnir hjá ESB til umráöa? Um 30% af fjárlögum ESB renna til uppbyggingarsjóða sambandsins. Helstu stærðir eru þessar: Uppbyggingarsjóðirnir fjórir: 1998-1993 69 billjónir evra. 1994—1999 157 billjónir evra. 2000-2006 195 billjónir evra. Til Þróunarsjóðsins (Cohesion- fund) hafa runnið: 1993-1999 16,3 billjónir evra. 2000-2006 21,0 billjónir evra. Hvar stöndum við? Með EES-samningnum eigum við aðgang að nokkrum verkefnum á vegum sjóða ESB, en fremur eru þeir möguleikar takmarkaðir. Helstu verkefni sem EES-löndin hafa átt kost á að taka þátt í eru m.a. Leon- ardo- og Sókrates-verkefnið á sviði menntamála, verkefnið Dafne á sviði jafnréttismála, orkuverkefnið Save attener, tvö interregverkefni, menningarverkefnin Raphael, Ari- ane og Kaleidoskóp, átta verkefni á sviði heilbrigðismála, nokkur verk- efni á sviði fjarskiptamála o.s.frv. Sveitarstjórnir hafa almennt ekki komið mikið að þessum verkefnum og ekki eru þau sérstaklega fyrir- ferðarmikil í umQöllun. Einnig er ljóst að þau verkefni sem tengjast EES-samningnum eru verkefni í smærri kantinum miðað við þau viðamiklu byggðaverkefni sem ESB stendur fyrir. Svo kann að vera að staða okkar á Islandi þyki svo góð í samanburði við ESB-löndin að við þurfum ekki að standa að svipuðum eða sam- bærilegum aðgerðum og ESB stend- ur fyrir. Hitt er þó ljóst að á Islandi eru nokkuð stór landsvæði sem verða sífellt fámennari og einhæfari hvað atvinnu varðar. Þau svæði verða aldrei samkeppnishæf við suðvesturhom landsins - eða önnur svæði í Evrópu sem við viljum bera okkur saman við, nema til komi verulegur og skipulegur stuðningur. Sem stendur er efnahagur og at- vinnulíf á íslandi í blóma, en eftir sem áður er slegist við flutning fólks frá fámennari og einhæfari landsvæðum þangað sem atvinnu- möguleikar eru fjölbreyttari og ffamboð þjónustu og afþreyingar er meira. Spyija má hver þróunin verði ef herðir að í atvinnu- og efnahags- málum. Þrátt fyrir að benda megi á að á fjárlögum ríkisins renni vera- legar fjárhæðir til stuðnings þessum svæðum bæði í beinum og óbeinum styrkjum til atvinnugreina og til ým- issa verkefna, t.d. á sviði samgöngu- mála o.fl., er ljóst að of skammt er gengið ef vilji er til að ná viðunandi árangri og ef til vill þurfum við einnig að breyta þeim aðferðum sem viðhafðar hafa verið á undan- fömum árum, meðal annars með því að líta betur á aðferðir og uppbygg- ingu ESB í byggðamálum. Vert er einnig að hafa í huga að með EES- samningnum höfum við undirgeng- ist skuldbindingar varðandi ríkis- styrki, sem e.t.v. takmarka mögu- leika okkar á að standa að öflugri byggðarþróun, nema til komi ný nálgun að því verkefni. Athugasemd Eftirlitsstofnunar EFTA til stjóm- valda á þessu sumri um skyldu til að skila inn ákveðnum gögnum áður en byggðastyrkir eru veittir minnir okkur á að með EES-samningnum höfum við undirgengist ákveðnar skyldur án þess kannski að gera okkur fyllilega grein fyrir því hverju við þurfum að breyta eða hvað við ætlum að gera ef við ætlum á annað borð að halda úti virkri byggða- stefnu. BÆKUR OG RIT Upplýsingarit um óbyggðanefnd Obyggðanefnd hefur gefið út upplýsingarit um hlutverk og starf- semi nefndarinnar. í ritinu er fjallað um atriði eins og hugtakið þjóð- lendu, mörk þjóðlendna og eignar- landa, réttindi innan þjóðlendna, málsmeðferð, undirbúning málsað- ila og málskostnað. Tilefni útgáfunnar eru þær breyt- ingar sem Alþingi gerði sl. vor á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, sbr. lög nr. 65/2000 um breytingar á þeim lög- um og eru lögin með áorðnum breytingum birt í ritinu. Það er 16 bls. að stærð eða ein örk. Ritið fæst á skrifstofu óbyggða- nefndar og er afhent án endurgjalds. Jafnframt hefur því verið dreift til sveitarfélaga, samtaka bænda og ýmissa annarra aðila. 205

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.