Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 18

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 18
STJÓRNSÝSLA Einkaframkvæmd opinberra mannvirkja Sigfiís Jónsson, framkvœmdastjóri Nýsis hf. 1. Inngangur I nútíma samfélagi er ekki þörf á að hið opinbera sinni sjálft allri þeirri þjónustu og uppbyggingu sem það ákveður að almenningur njóti. Margvíslegri þjónustu sem hið op- inbera fjármagnar og veitir geta einkaaðilar sinnt eins vel, ef ekki betur. Þannig á ýmis þjónusta hins opinbera sér hliðstæðu við það sem þekkist á einkamarkaði og í vaxandi mæli hafa afmarkaðir rekstrarþættir verið færðir til einkaaðila og þeim gefið tækifæri til að hasla sér völl á starfsvettvangi sem hið opinbera sinnti eitt áður, svo sem i ijárfest- ingu í grunngerð og mannvirkjum. Astæða þess að hið opinbera leit- ar í auknum mæli til einkaaðila um að leysa tiltekin verkefni er sú að það kemst ekki yfir að sinna öllum þeim verkefnum sem kröfur eru gerðar um og hefúr ekki fjármuni til þess heldur. A sama tíma og kostn- aður hins opinbera af þeim rekstri sem fyrir er eykst sífellt eru gerðar kröfur um ný jarðgöng, lagningu nýrra vega og brúa, hafnir, flug- stöðvar og flugvelli, orkuver, há- skólabyggingar, einsetningu skóla, leiguíbúðir fyrir láglaunafólk og námsfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þeir fjármunir sem hið opinbera hefúr eru takmarkaðir og ef ráðast á í ný verkefni kann að vera nauðsyn- legt að skera niður kostnað, hætta einhverri starfsemi eða fjármagna nýja með þjónustugjöldum. Ann- markar eru á því hjá hinu opinbera að lækka rekstrarkostnað starfandi stofnana og því hafa opinberir aðilar í nágrannalöndunum í auknum mæli leitað til einkaaðila um að leysa margvísleg rekstrar-, þjónustu- og uppbyggingarverkefni. Hjá hinu opinbera kemur slæm nýting ijárfestingar ekki fram í bók- haldi þeirra. Þótt tiltekið mannvirki sé ekki fullnýtt telst það ekki sóun því ekki tíðkast að reikna fjár- magnskostnað í slíkum tilvikum eða fulla leigu. Þegar hið opinbera ákvarðar fjárveitingu til mannvirkis, t.d. í fjárlögum, þá er ríkið að fjár- magna viðfangsefnið en ekki að fjárfesta í sama skilningi og einka- fyrirtæki sem þarf að fá arð af fjár- magninu. 2. Hvaö er einkafram- kvæmd? I einkaframkvæmd felst það að hið opinbera gerir samning við einkaaðila um að veita tiltekna þjónustu. Venjulega er um að ræða umtalsverða fjárfestingu, langan samningstíma og heildarlausn á verkefni. Einkaframkvæmd er frábrugðin einkavæðingu að því leyti að opin- berir aðilar hafa áfram afskipti af viðkomandi verkefni með skilgrein- ingu á veittri þjónustu. Einkavæðing er hins vegar fólgin í þvi að færa verkefnið að öllu leyti frá hinu opin- bera til einkaaðila, t.d. með sölu á hlutabréfúm. Einkaframkvæmd er frábrugðin útboðum rekstrar að því leyti að út- boð rekstrar nær eingöngu til af- markaðra þátta rekstrar, t.d. ræsting- ar, en ekki til heildarlausnar á til- teknu verkefni. Einkaframkvæmd, einkavæðing og útboð rekstrar eiga það sameig- inlegt að veiting þjónustunnar er færð frá hinu opinbera til einkaað- ila. I stað opinbers rekstrar er lögð áhersla á að hið opinbera hafi eftirlit með að þjónustan sé veitt í sam- ræmi við þær kröfúr sem gerðar eru til hennar. Hugmyndafræðin að baki þessum aðferðum er sú að hvor aðili sérhæfi sig í því sem hann gerir best. Einkaframkvæmd má flokka í mismunandi stig eftir eðli og gerð samninga: Fjárhagslega sjálfstæð verkefni Einkafyrirtæki tekur að sér að annast tiltekna þjónustu. Það hann- ar, byggir, fjármagnar og veitir þjónustu gegn notendagjöldum til að standa undir rekstrarkostnaði og fjárfestingu. Opinber afskipti eru takmörkuð við það sem kalla mætti ytri skilyrði. Dæmi um þetta eru t.d. brú eða jarðgöng þar sem greiddur er vegtollur. Þjónusta seld hinu opinbera Einkafyrirtæki tekur að sér að annast þjónustu sem hið opinbera er eitt kaupandi að. Kostnaði verktak- ans er mætt með endurgjaldi hins 208
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.