Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Síða 19
STJÓRNSÝSLA opinbera fyrir veitta þjónustu. Dæmi er bygging og rekstur skóla- mannvirkis. Hlutaþátttaka hins opinbera Einkafyrirtæki tekur að sér að annast þjónustu sem að hluta til er greidd af ríkinu en að hluta með sjálfsaflafé. Forræði verkefnisins er að öllu leyti hjá verksala. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að tryggja nauðsynlega þjónustu sem er ekki að fullu markaðshæf, t.d. knattspymuhús. Ef vel tekst til eiga allir hlutaðeig- andi að geta hagnast á einkafram- kvæmd eða með öðrum aðferðum þar sem rekstrarleg ábyrgð er færð frá hinu opinbera til einkaaðila. Samningur um einkaframkvæmd felur í sér hvata fyrir einkaaðilann til að veita góða þjónustu í samræmi við verklýsingu yfir allan samnings- tímann. Fyrir opinbera aðila, og raunar allan almenning, em áhrifín þau að hægt er að auka þjónustuna fyrir sama fé eða veita sömu þjón- ustu fyrir minni kostnað en ef henni væri sinnt af hinu opinbera. Þá dregur þetta úr fjárbindingu hins op- inbera og skapar ný tækifæri fyrir atvinnulífið til vaxtar. Hagkvæmni einkaframkvæmdar liggur helst í eftirfarandi þáttum: • Fjárhags- og rekstraráhætta er flutt frá hinu opinbera til einka- aðila sem ber ábyrgð á því að verkefnið haldist innan samn- ingsfjárhæðar. • Áhrif langs samningstíma eru þau að verksali byggir vandað mannvirki og annast viðhald þess afkostgæfhi. • Þjónustukröfur verkkaupa eru skilgreindar fyrirfram þannig að verksali veit nákvæmlega hvaða þjónustu hann á að veita. • Samkeppni meðal bjóðenda tryggir vel útfærðar lausnir og hagstætt verð. • Stjómunarreynsla einkaaðila nýt- ist við að veita opinbera þjón- ustu. I úttekt sem gerð var í Bretlandi haustið 1999 á 250 verkefnum einkaframkvæmdar kom í ljós að spamaður af einkaframkvæmd var að meðaltali 17% miðað við það að hið opinbera hefði annast verkefnið sjálft. Um 60% spamaðarins skýrð- ust af því að áhættan var flutt frá hinu opinbera til einkaaðila. Mest er áhættan í byggingarkostnaði en mjög algengt er að opinberar bygg- ingar fari verulega fram úr kostnað- aráætlun. Bilið á milli lánskjara hins opin- bera og þeirra kjara sem verkefni í einkaframkvæmd njóta minnkar stöðugt eftir því sem einkafram- kvæmdin festir sig betur í sessi. Fjármagnskostnaður er að meðaltali innan við þriðjungur af heildar- kostnaði verkefna og stofnkostnaður um 35%. Vaxtamunur á milli einka- framkvæmdar og þegar hið opin- bera tekur lán í Bretlandi er 1-3 prósentustig. Þennan mismun og gott betur vinna einkaaðilamir upp með lægri byggingarkostnaði, lægri rekstrarkostnaði og með því að halda sig innan samningsfjárhæðar. Sem dæmi um spamað má nefna skólamannvirki sem byggt er í einkaframkvæmd og leigt hinu op- inbera i 25 ár. Hver fermetri sem einkaaðilinn sparar í byggingunni kostar a.m.k. 140 þús. kr. í fjárfest- ingu og 4 þús. kr. á ári í rekstri (við- hald, orka, þrif o.fl.), en það em 240 þús. kr. á fermetra í spamað yfir all- an samningstímann. Ef skólahús- næðið er áætlað 5.000 fermetrar en það tekst að minnka það um 5% með góðri hönnun, útsjónarsemi og bættri nýtingu lækkar samnings- verðið um 60 millj. kr. Vandamál og ókostir geta einnig fylgt einkaframkvæmd. Þannig get- ur sveigjanleiki verið minni til að mæta breyttum kröfúm um tilhögun þjónustu en i hefðbundnum opin- bemm rekstri. Seljandi hefur tekið að sér að veita tiltekna vel skil- greinda þjónustu en stendur svo frammi fyrir þvi að þeir sem þjón- ustunnar njóta vilja hafa hana með öðrum hætti. Ókostum og vanda- málum þessum er mætt með ákvæð- um sem heimila endurskoðun og breytingar á samningi aðila. Slíkar heimildir verða þó að vera innan þeirra marka að skapa ekki of mikla óvissu hjá samningsaðila. 3. Á hvaða sviðum nýtur einkaframkvæmd sín best? Framan af voru aðferðir einka- ffamkvæmdar fyrst og fremst notað- ar i samgöngumannvirkjum. Einka- framkvæmd hentar vel á því sviði. Um er að ræða umfangsmikla ijár- festingu sem hefúr langan endingar- tíma, áhætta er fremur lítil, rekstur ekki flókinn og auðvelt að koma við gjaldtöku. Hins vegar er styttra síðan farið var að notast við einkaframkvæmd á öðrum sviðum í nágrannalöndunum. Hér á eftir eru nefnd dæmi um verk- efni sem leysa má með einkafram- kvæmd en listinn er á engan hátt tæmandi: Vegir, brýr og jarðgöng Á þessu sviði er einkaframkvæmd algengust. Hér á landi hefur þetta form verið notað við gerð Hval- fjarðarganga og gefíst vel. Næsta stóra verkefni á þessu sviði verður hugsanlega Sundabraut. Flugvellir og flugstöðvar Rekstur flugvalla og flugstöðva og uppbygging er fjárfrek og hefur hann viða erlendis verið falinn einkaaðilum. Hafnir Víða erlendis annast einkafyrir- tæki uppbyggingu og rekstur hafna. Mörg dæmi eru um að hafnir séu hlutafélög. Veitur, orkufyrirtæki og fjar- skiptafyrirtæki Á þessu sviði er víða verið að endurskipuleggja starfsemina og innleiða samkeppni, en þó þannig að flutningskerfin séu áfram í eigu hins opinbera. Á þessu sviði má sjá 209

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.