Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 21
STJÓRNSÝSLA
Iðnskólahúsið við Flatahraun í Hafnarfirði. Ljósmyndina tók Gunnar G. Vigfússon fyrir Sveitarstjórnarmál.
bankans, er eigandi hússins. Verk-
taki sér um viðhald utanhúss fyrstu
5 árin. Verkkaupi sér að öllu leyti
um allt annað viðhald og rekstur
hússins. Verkið hófst 1. júní 1999
og var húsið vigt 19. febrúar 2000.
Reykjanesbær greiðir á ári í leigu
u.þ.b. 23,6 millj. kr. og u.þ.b. 20
millj. kr. í rekstrarkostnað á ári. Á
móti innheimtir bærinn leigutekjur
af húsinu.
4.4 Hjúkrunarheimili í Reykjavík
Rikiskaup buðu snemma á árinu
1999 út í einkaframkvæmd bygg-
ingu og rekstur hjúkrunarheimilis í
Reykjavík í 27 ár frá undirritun
samnings. Innifalin var öll þjónusta
við vistmenn, skv. nánari skilgrein-
ingu í útboðsgögnum. Valdir voru
þrír aðilar í forvali til að bjóða í
verkið, en tveir þeirra lögðu inn til-
boð. Það voru annars vegar Securit-
as ehf. og Verkafl hf. sem sam-
starfsaðilar og hins vegar Nýsir hf.,
ístak hf. og þrir hjúkrunarffæðingar
sem samstarfshópur.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið ákvað fjórum mánuðum
eftir að tilboðin voru lögð fram að
hafna þeim báðum á þeirri forsendu
að þau væru hærri en áætlanir ráðu-
neytisins gerðu ráð fyrir. Þar með
var útboðið úr gildi fellt skv. grein
10.1 í IST 30. Ef ráðuneytið ætlaði
ekki að hætta við verkefnið var því
skylt að bjóða verkefnið út aftur.
Þann 28. apríl sl. undirritaði heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
ið samning við Öldung hf., sem er
85% í eigu Securitas ehf. og 15% í
eigu Islenskra aðalverktaka, um
byggingu og rekstur 92 rúma hjúkr-
unarheimilis við Sóltún í Reykjavík.
Samningsfjárhæðin er um 11,8
milljarðar króna út allan samnings-
tímann.
4.5 Leikskóli í Grindavík
Ríkiskaup buðu haustið 1999 út
byggingu og rekstur nýs leikskóla í
Grindavík í einkaframkvæmd f.h.
Grindavíkurbæjar. Um er að ræða
leikskóla sem er 648 ferm., lóð,
bílastæði og búnað ásamt ýmsum
stoð- og viðhaldsverkefnum. Sjálf
skólastarfsemin er undanskilin en
verktaka ber m.a. að sjá um viðhald,
orku, sorp, þrif, húsvörslu og
matseld. Samningstími er 25 ár.
Aðeins tveir aðilar buðu í verkið
og var tilboð Nýsis og ístaks hag-
stæðara, eða um 23 millj. kr. á ári
með vsk. Bæjarstjórn Grindavíkur
samþykkti hinn 2. febrúar 2000 að
semja við Nýsi og ístak um verkið
og voru samningar undirritaðir 23.
mars sl.
4.6.Leikskóli í Háholti 17
í Hafnarfirði
Hafnarfjarðarbær bauð út haustið
1999 byggingu og rekstur leikskóla
að Háholti 17 í einkaframkvæmd.
Um er að ræða rúmlega 700 ferm.
nýjan leikskóla, lóð, bílastæði og
búnað, ásamt ýmsum stoð- og við-
haldsverkefnum. Sjálf skólastarf-
semin er undanskilin, en verktaka
ber m.a. að sjá um viðhald, orku,
sorp, þrif og húsvörslu. Skólinn er
teiknaður af Albínu Thordarson
arkitekt sem vann samkeppni meðal
arkitekta um skólann.
Þrír aðilar buðu í verkið að und-
angengnu forvali og var tilboð Nýs-
is og Istaks hagstæðast. Bæjarstjóm
Hafnarfjarðar ákvað síðan að semja
við Istak og Nýsi uin verkið og voru
samningar undirritaðir 16. mars sl.
Samningsverð er rúmlega 20 millj.
kr. á ári með vsk.
4.7 Grunnskóli í Áslandi
í Hafnarfirði
Hafnarfjarðarbær bauð út í lok-
2 1 1