Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Side 22
STJÓRNSÝSLA Leikskóli að Háholti 17 í Hafnarfirði. Albína Thordarson, arkitekt leikskólans, gerði myndina. uðu útboði byggingu og rekstur 5.400 ferm. skóla í Aslandi í Haín- arfirði haustið 1999. Áskilið var að verktaki skyldi skila húsinu í tveim- ur áföngum haustin 2001 og 2002. Auk þess var áskilið að með tilboð- inu fylgdi grunnteikning að íþrótta- húsi fyrir skólann. I skólanum skyldi einnig vera hverfismiðstöð. Að loknu forvali voru fjórir aðilar valdir til að bjóða í verkið og skil- uðu þeir lausnum sínum í byrjun desember. Utboðsskilmálar voru þeir að verktaki skyldi leigja Hafnarfjarðar- bæ húsnæðið með búnaði og frá- genginni lóð og bílastæðum til 25 ára. Auk þess skyldi verktaki sjá um ræstingu og þrif, viðhald húsnæðis og búnaðar, umhirðu og viðhald lóðar, sorphirðu, orkunotkun, ör- yggisgæslu, húsumsjón og endur- nýjun búnaðar. Hagstæðasta tilboðið, þegar lagð- ar voru saman einkunnir fyrir lausn- ir og verð, var frá FM-húsum. Verð- tilboð þeirra hljóðaði upp á 108.239.000 kr. á ári með vsk. í ljós kom við nánari könnun á tilboðum að þau gerðu ekki ráð fyrir sömu forsendum hvað varðar greiðslu fasteignaskatts og virðisaukaskatts. FM-hús gerðu ráð fyrir greiðslu fasteignaskatts í tilboði sínu en samið var um að fella hann út og varð því samningsfjárhæðin nokkru lægri en tilboðsfjárhæðin. Samning- ar voru undirritaðir 16. mars sl. 4.8 Leikskóli í Áslandi í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær bauð út í einka- framkvæmd byggingu og rekstur leikskóla i Áslandi í Hafnarfirði seint á árinu 1999 og voru tilboð opnuð 10. febrúar 2000. Að loknu forvali voru þrír aðilar valdir til að bjóða í verkið. Við mat á tilboðum var þjónusta metin 15%, aðstaða 45% og verð 40%. Samningstími er 25 ár. Verktaki skal sjá um ræstingu og þrif, við- hald húsnæðis og búnaðar, umhirðu og viðhald lóðar, sorphirðu, orku- notkun, öryggisgæslu, húsumsjón og endumýjun búnaðar. Hagstæðasta tilboðið kom frá FM-húsum að fjárhæð 16.389.000 kr. Hafnarfjarðarbær ákvað í fram- haldinu að ganga til samninga við FM-hús um verkið. 5. Hvaða lærdóm má draga af stuttri reynslu? Sú stutta reynsla sem er af einka- ffamkvæmd hér á landi lofar góðu. Það er þess vegna full ástæða fyrir stjómmálamenn og opinbera emb- ættismenn að velta þessari leið vel fyrir sér þegar menn standa ffamrni fyrir nýjum verkefnum. Ef undir- búningur er vandaður og vel staðið að framkvæmd útboðsins ætti ár- angurinn að verða góður. Það sem má m.a. læra af þeim útboðum sem þegar hafa farið fram er eftirfarandi: 1. Tæknilegar forsendur í sumum verkefnum em skilgreindar svo itarlega að útsjónarsemi og hug- myndaauðgi bjóðenda fá ekki að njóta sín nægilega vel til þess að kalla ffam góðar og hagkvæmar lausnir. 2. Kröfúr á hendur bjóðendum um greiðslur opinberra gjalda eru ekki vel skilgreindar í útboðs- gögnum, sem m.a. hefur valdið misskilningi hjá bjóðendum. 3. Aðferðir við mat á lausnum bjóðenda eru mismunandi eftir því hver verkkaupi er og ósamræmi er í aðferðum milli þeirra. Matsaðferðir eru of tæknilegar og ósveigjanlegar. 4. Þjónusta er metin eins og um ritgerðasamkeppni sé að ræða. Ekkert mat er lagt á styrk og reynslu bjóðandans af því að veita þjónustu. 5. Nálægð þeirra sem meta lausnir við suma bjóðendur er almennt of mikil. 6. Álitamál er hvort heppilegt sé að beita nafnleynd við mat á lausnum bjóðenda en það hefur verið gert a.m.k. í einu tilviki. 7. Álitamál hversu mikla þjónustu sé heppilegt að innifela í verk- inu. Meiri samkeppni er líkleg ef bygging og rekstur fasteignar er boðinn út sér aðskilinn frá sérhæfðri faglegri þjónustu. 8. Aðeins hafa verið boðnar út stakar byggingar en ekki stærri „pakkar“, sem gæti verið hag- kvæmara fyrir báða aðila, t.d. grunnskóli og leikskóli sem standa hlið við hlið. 9. Osamræmi er milli útboðsgagna einstakra bjóðenda í því hvort viðhald fasteignar og lóðar falli 2 1 2

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.